Peugeot-Citroën ætlar að gefa upp raunverulegar eyðslutölur Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2015 12:53 Óháðir aðilar mun frá næsta vori mæla bíla PSA/Peugeot-Citroën. Franski bílasmiðurinn PSA/Peugeot-Citroën ætlar frá og með næsta vori að gefa upp eyðslu- og mengunartölur bíla sinna prófaða af óháðum aðila, en ekki þeim sjálfum. Með því vill fyrirtækið vinna sér inn traust kaupenda sem minnkað hefur í garð flestra bílaframleiðenda. Eyðslu- og mengunartölur þeirra stemma í raunveruleikanum engan veginn við uppgefnar tölur, ekki bara hjá Volkswagen. PSA áréttaði í leiðinni að fyrirtækið hafi aldrei sett svindlbúnað í bíla sína til að ljúga til um eyðslu eða mengun. PSA sagði einnig að fyrirtækið hafi verið leiðandi í því að minnka mengun dísilbíla, en PSA setti sótsíur í dísilbíla sína 11 árum áður en Evrópusambandið fór fram á það og að allir dísilbílar þess séu með eins fullkominn mengunarvarnarbúnað og kostur er. Mikið er undir hvað díslbíla varðar hjá PSA þar sem 65% allra seldra bíla fyrirtækisins eru knúnir dísilvélum. Sambærileg tala í fyrra var 67% og hafa því bensíndrifnir bílar aðeins unnið á á milli ára. Engu að síður er nánast með ólíkindum að tveir þriðju bílaframleiðslu PSA séu dísilbílar og það í landi þar sem stjórnvöld hafa uppi áætlanir um að útrýma dísilbílum á vegum landsins. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Franski bílasmiðurinn PSA/Peugeot-Citroën ætlar frá og með næsta vori að gefa upp eyðslu- og mengunartölur bíla sinna prófaða af óháðum aðila, en ekki þeim sjálfum. Með því vill fyrirtækið vinna sér inn traust kaupenda sem minnkað hefur í garð flestra bílaframleiðenda. Eyðslu- og mengunartölur þeirra stemma í raunveruleikanum engan veginn við uppgefnar tölur, ekki bara hjá Volkswagen. PSA áréttaði í leiðinni að fyrirtækið hafi aldrei sett svindlbúnað í bíla sína til að ljúga til um eyðslu eða mengun. PSA sagði einnig að fyrirtækið hafi verið leiðandi í því að minnka mengun dísilbíla, en PSA setti sótsíur í dísilbíla sína 11 árum áður en Evrópusambandið fór fram á það og að allir dísilbílar þess séu með eins fullkominn mengunarvarnarbúnað og kostur er. Mikið er undir hvað díslbíla varðar hjá PSA þar sem 65% allra seldra bíla fyrirtækisins eru knúnir dísilvélum. Sambærileg tala í fyrra var 67% og hafa því bensíndrifnir bílar aðeins unnið á á milli ára. Engu að síður er nánast með ólíkindum að tveir þriðju bílaframleiðslu PSA séu dísilbílar og það í landi þar sem stjórnvöld hafa uppi áætlanir um að útrýma dísilbílum á vegum landsins.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent