Tesla smíðar Model 3 í Kína Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2015 10:05 Sýningarsalur Tesla í Kína. Hingað til hefur Tesla eingöngu smíðað bíla sína í Kaliforníu. Með þriðju bílgerð Tesla, Model 3, verður hann einnig smíðaður í Kína. Með því mun Tesla spara sér 30% við framleiðslukostnað bílsins og koma í veg fyrir að á innflutta Tesla bíla sé lagður himinhár innflutningsskattur. Elon Musk, forstjóri Tesla ætlar Model 3 bílnum góða sölu í Kína með þessu fyrirkomulagi. Bíllinn verður smíðaður í verksmiðjum eins af stærri bílaframleiðendum Kína, en ekki er enn ljóst hver það verður. Sala Tesla á Model S bílnum í Kína hefur ekki verið eins góð og væntingar Tesla stóðu til. Í ár hafa aðeins 3.000 Tesla Model S selst í Kína til loka september, en alls hafa 18.000 Model S bílar selst í heiminum á sama tíma. Þar sem ríflega fjórði hver nýr bíll sem selst í heiminum er seldur í Kína, er þetta hlutfall fremur lágt fyrir Tesla. Nú er verið að reisa hina risavöxnu rafhlöðuverksmiðju Tesla í Nevada í Bandaríkjunum og munu fyrstu rafhlöðurnar verða framleiddar þar á næsta ári. Hún verður svo komin í full afköst árið 2018. Kostnaðurinn við verksmiðjuna er um 375 milljarðar króna. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent
Hingað til hefur Tesla eingöngu smíðað bíla sína í Kaliforníu. Með þriðju bílgerð Tesla, Model 3, verður hann einnig smíðaður í Kína. Með því mun Tesla spara sér 30% við framleiðslukostnað bílsins og koma í veg fyrir að á innflutta Tesla bíla sé lagður himinhár innflutningsskattur. Elon Musk, forstjóri Tesla ætlar Model 3 bílnum góða sölu í Kína með þessu fyrirkomulagi. Bíllinn verður smíðaður í verksmiðjum eins af stærri bílaframleiðendum Kína, en ekki er enn ljóst hver það verður. Sala Tesla á Model S bílnum í Kína hefur ekki verið eins góð og væntingar Tesla stóðu til. Í ár hafa aðeins 3.000 Tesla Model S selst í Kína til loka september, en alls hafa 18.000 Model S bílar selst í heiminum á sama tíma. Þar sem ríflega fjórði hver nýr bíll sem selst í heiminum er seldur í Kína, er þetta hlutfall fremur lágt fyrir Tesla. Nú er verið að reisa hina risavöxnu rafhlöðuverksmiðju Tesla í Nevada í Bandaríkjunum og munu fyrstu rafhlöðurnar verða framleiddar þar á næsta ári. Hún verður svo komin í full afköst árið 2018. Kostnaðurinn við verksmiðjuna er um 375 milljarðar króna.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent