Mikil vinna við að breyta verði Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. janúar 2015 11:08 Neytendur ættu að sjá mun á vöruverðum strax í dag. Vísir/Vilhelm Mikil vinna er nú í ýmsum verslunum við að breyta öllum verðmerkingum í samræmi við breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem tóku gildi um áramótin. Til að mynda eru teymi í öllum Hagkaupsverslunum að breyta merkingum á um 60 þúsund vörutegundum nú fyrstu daga ársins.Meðal þess sem lækkar í verði er veggjald í Hvalfjarðargöngin.Vísir/PjeturÖll verð breytastAlmennt þrep virðisaukaskatts lækkar úr 25,5 prósent í 24 prósent en það þýðir, samkvæmt ASÍ, verðlækkun upp á um 1,2 prósent. Í því þrepi eru til að mynda föt og skór, lyf, áfengi og tóbak, rafmagn til heimila, húsgögn, tölvur og prentarar, símtæki, bílar og tryggingar. Neðra þrep virðisaukaskattsins hækkaði á sama tíma úr 7 prósent í 11 prósent. Samkvæmt ASÍ þýðir það verðhækkanir upp á um 3,7 prósent. Í því þrepi er matur, drykkur, bækur, dagblöð, geisladiskar, raforka til húshitunar, bleiur og smokkar, gistiþjónusta og veggjald í Hvalfjarðargöngin. Vísir hefur í morgun rætt við ýmsar verslanir og þjónustufyrirtæki þar sem allir segjast vera að vinna við að uppfæra verðmerkingar eða að allt sé þegar klappað og klárt. Verðbreytingar hafa þegar átt sér stað í tölvukerfum allra þeirra fyrirtækja sem Vísir ræddi við, þar á meðal Hagkaup, BL og Elko.Gunnar Ingi segir að teymi séu í hverri verslun.Vísir/GVAAllt á fleygiferð í Hagkaupum„Það er allt á fleygiferð í þessum töluðu orðum. Það eru teymi í hverri verslun fyrir sig sem er að ráðast til atlögu á allar hillur,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. „Þar sem umfangið er talsvert í Hagkaup, með einhver 60 þúsund vörunúmer, þannig að þetta gerist ekki á núll einni, eins og þeir segja.“ Til marks um hversu umfangsmiklar breytingar þarf að breyta nokkur hundruð þúsund vörumerkingum. „Mér telst til að þetta séu fimm eða sex hundruð þúsund miðar sem við þurfum að skipta um,“ segir hann. En skilar þetta sér til neytenda? „Já það er allt komið að fullu. Það er enginn afsláttur af því. Maður vitnar alltaf í virðisaukaskattslækkunina hérna um árið, þær komu allar inn í verðið. Okkar viðskiptavinir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af öðru en að þetta fari beint í gegn.“ Mikill munur á sykriNeytendur munu líklega finna mest fyrir breytingum á sykurvörum af þeim vörum sem finnast í hillum stórmarkaða. Sykurskattur var felldur niður í gær samhliða öðrum almennum vörugjöldum. Sykurskattur á kíló af sykri var 210 krónur og 21 króna af hverjum lítra af gosdrykkjum. Virðisaukaskattur á sykurvörur hækkar hinsvegar á sama tíma, sem dregur úr verðlækkunum sem nemur þeirri hækkun. Niðurfelling vörugjalda hefur einnig talsverð áhrif á verð á stórum raftækjum. Þau voru í tveimur þrepum, 25 prósent og 20 prósent. Þau tæki sem voru í efra þrepinu, til dæmis sjónvörp og heimabíókerfi, lækka um 18 prósent en þau í lægra þrepinu, til að mynda þvottavélar, eldavélar og kæliskápar, lækka um 14 prósent. Breytingar á vörugjöldum eru ekki enn komin fram í verði nema í nokkrum tilfellum. Það mun gerast á næstu dögum og vikum eftir því sem nýjar vörur, sem fluttar eru inn á þessu ári, koma í búðir. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Mikil vinna er nú í ýmsum verslunum við að breyta öllum verðmerkingum í samræmi við breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem tóku gildi um áramótin. Til að mynda eru teymi í öllum Hagkaupsverslunum að breyta merkingum á um 60 þúsund vörutegundum nú fyrstu daga ársins.Meðal þess sem lækkar í verði er veggjald í Hvalfjarðargöngin.Vísir/PjeturÖll verð breytastAlmennt þrep virðisaukaskatts lækkar úr 25,5 prósent í 24 prósent en það þýðir, samkvæmt ASÍ, verðlækkun upp á um 1,2 prósent. Í því þrepi eru til að mynda föt og skór, lyf, áfengi og tóbak, rafmagn til heimila, húsgögn, tölvur og prentarar, símtæki, bílar og tryggingar. Neðra þrep virðisaukaskattsins hækkaði á sama tíma úr 7 prósent í 11 prósent. Samkvæmt ASÍ þýðir það verðhækkanir upp á um 3,7 prósent. Í því þrepi er matur, drykkur, bækur, dagblöð, geisladiskar, raforka til húshitunar, bleiur og smokkar, gistiþjónusta og veggjald í Hvalfjarðargöngin. Vísir hefur í morgun rætt við ýmsar verslanir og þjónustufyrirtæki þar sem allir segjast vera að vinna við að uppfæra verðmerkingar eða að allt sé þegar klappað og klárt. Verðbreytingar hafa þegar átt sér stað í tölvukerfum allra þeirra fyrirtækja sem Vísir ræddi við, þar á meðal Hagkaup, BL og Elko.Gunnar Ingi segir að teymi séu í hverri verslun.Vísir/GVAAllt á fleygiferð í Hagkaupum„Það er allt á fleygiferð í þessum töluðu orðum. Það eru teymi í hverri verslun fyrir sig sem er að ráðast til atlögu á allar hillur,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. „Þar sem umfangið er talsvert í Hagkaup, með einhver 60 þúsund vörunúmer, þannig að þetta gerist ekki á núll einni, eins og þeir segja.“ Til marks um hversu umfangsmiklar breytingar þarf að breyta nokkur hundruð þúsund vörumerkingum. „Mér telst til að þetta séu fimm eða sex hundruð þúsund miðar sem við þurfum að skipta um,“ segir hann. En skilar þetta sér til neytenda? „Já það er allt komið að fullu. Það er enginn afsláttur af því. Maður vitnar alltaf í virðisaukaskattslækkunina hérna um árið, þær komu allar inn í verðið. Okkar viðskiptavinir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af öðru en að þetta fari beint í gegn.“ Mikill munur á sykriNeytendur munu líklega finna mest fyrir breytingum á sykurvörum af þeim vörum sem finnast í hillum stórmarkaða. Sykurskattur var felldur niður í gær samhliða öðrum almennum vörugjöldum. Sykurskattur á kíló af sykri var 210 krónur og 21 króna af hverjum lítra af gosdrykkjum. Virðisaukaskattur á sykurvörur hækkar hinsvegar á sama tíma, sem dregur úr verðlækkunum sem nemur þeirri hækkun. Niðurfelling vörugjalda hefur einnig talsverð áhrif á verð á stórum raftækjum. Þau voru í tveimur þrepum, 25 prósent og 20 prósent. Þau tæki sem voru í efra þrepinu, til dæmis sjónvörp og heimabíókerfi, lækka um 18 prósent en þau í lægra þrepinu, til að mynda þvottavélar, eldavélar og kæliskápar, lækka um 14 prósent. Breytingar á vörugjöldum eru ekki enn komin fram í verði nema í nokkrum tilfellum. Það mun gerast á næstu dögum og vikum eftir því sem nýjar vörur, sem fluttar eru inn á þessu ári, koma í búðir.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira