Mikil vinna við að breyta verði Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. janúar 2015 11:08 Neytendur ættu að sjá mun á vöruverðum strax í dag. Vísir/Vilhelm Mikil vinna er nú í ýmsum verslunum við að breyta öllum verðmerkingum í samræmi við breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem tóku gildi um áramótin. Til að mynda eru teymi í öllum Hagkaupsverslunum að breyta merkingum á um 60 þúsund vörutegundum nú fyrstu daga ársins.Meðal þess sem lækkar í verði er veggjald í Hvalfjarðargöngin.Vísir/PjeturÖll verð breytastAlmennt þrep virðisaukaskatts lækkar úr 25,5 prósent í 24 prósent en það þýðir, samkvæmt ASÍ, verðlækkun upp á um 1,2 prósent. Í því þrepi eru til að mynda föt og skór, lyf, áfengi og tóbak, rafmagn til heimila, húsgögn, tölvur og prentarar, símtæki, bílar og tryggingar. Neðra þrep virðisaukaskattsins hækkaði á sama tíma úr 7 prósent í 11 prósent. Samkvæmt ASÍ þýðir það verðhækkanir upp á um 3,7 prósent. Í því þrepi er matur, drykkur, bækur, dagblöð, geisladiskar, raforka til húshitunar, bleiur og smokkar, gistiþjónusta og veggjald í Hvalfjarðargöngin. Vísir hefur í morgun rætt við ýmsar verslanir og þjónustufyrirtæki þar sem allir segjast vera að vinna við að uppfæra verðmerkingar eða að allt sé þegar klappað og klárt. Verðbreytingar hafa þegar átt sér stað í tölvukerfum allra þeirra fyrirtækja sem Vísir ræddi við, þar á meðal Hagkaup, BL og Elko.Gunnar Ingi segir að teymi séu í hverri verslun.Vísir/GVAAllt á fleygiferð í Hagkaupum„Það er allt á fleygiferð í þessum töluðu orðum. Það eru teymi í hverri verslun fyrir sig sem er að ráðast til atlögu á allar hillur,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. „Þar sem umfangið er talsvert í Hagkaup, með einhver 60 þúsund vörunúmer, þannig að þetta gerist ekki á núll einni, eins og þeir segja.“ Til marks um hversu umfangsmiklar breytingar þarf að breyta nokkur hundruð þúsund vörumerkingum. „Mér telst til að þetta séu fimm eða sex hundruð þúsund miðar sem við þurfum að skipta um,“ segir hann. En skilar þetta sér til neytenda? „Já það er allt komið að fullu. Það er enginn afsláttur af því. Maður vitnar alltaf í virðisaukaskattslækkunina hérna um árið, þær komu allar inn í verðið. Okkar viðskiptavinir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af öðru en að þetta fari beint í gegn.“ Mikill munur á sykriNeytendur munu líklega finna mest fyrir breytingum á sykurvörum af þeim vörum sem finnast í hillum stórmarkaða. Sykurskattur var felldur niður í gær samhliða öðrum almennum vörugjöldum. Sykurskattur á kíló af sykri var 210 krónur og 21 króna af hverjum lítra af gosdrykkjum. Virðisaukaskattur á sykurvörur hækkar hinsvegar á sama tíma, sem dregur úr verðlækkunum sem nemur þeirri hækkun. Niðurfelling vörugjalda hefur einnig talsverð áhrif á verð á stórum raftækjum. Þau voru í tveimur þrepum, 25 prósent og 20 prósent. Þau tæki sem voru í efra þrepinu, til dæmis sjónvörp og heimabíókerfi, lækka um 18 prósent en þau í lægra þrepinu, til að mynda þvottavélar, eldavélar og kæliskápar, lækka um 14 prósent. Breytingar á vörugjöldum eru ekki enn komin fram í verði nema í nokkrum tilfellum. Það mun gerast á næstu dögum og vikum eftir því sem nýjar vörur, sem fluttar eru inn á þessu ári, koma í búðir. Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Mikil vinna er nú í ýmsum verslunum við að breyta öllum verðmerkingum í samræmi við breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem tóku gildi um áramótin. Til að mynda eru teymi í öllum Hagkaupsverslunum að breyta merkingum á um 60 þúsund vörutegundum nú fyrstu daga ársins.Meðal þess sem lækkar í verði er veggjald í Hvalfjarðargöngin.Vísir/PjeturÖll verð breytastAlmennt þrep virðisaukaskatts lækkar úr 25,5 prósent í 24 prósent en það þýðir, samkvæmt ASÍ, verðlækkun upp á um 1,2 prósent. Í því þrepi eru til að mynda föt og skór, lyf, áfengi og tóbak, rafmagn til heimila, húsgögn, tölvur og prentarar, símtæki, bílar og tryggingar. Neðra þrep virðisaukaskattsins hækkaði á sama tíma úr 7 prósent í 11 prósent. Samkvæmt ASÍ þýðir það verðhækkanir upp á um 3,7 prósent. Í því þrepi er matur, drykkur, bækur, dagblöð, geisladiskar, raforka til húshitunar, bleiur og smokkar, gistiþjónusta og veggjald í Hvalfjarðargöngin. Vísir hefur í morgun rætt við ýmsar verslanir og þjónustufyrirtæki þar sem allir segjast vera að vinna við að uppfæra verðmerkingar eða að allt sé þegar klappað og klárt. Verðbreytingar hafa þegar átt sér stað í tölvukerfum allra þeirra fyrirtækja sem Vísir ræddi við, þar á meðal Hagkaup, BL og Elko.Gunnar Ingi segir að teymi séu í hverri verslun.Vísir/GVAAllt á fleygiferð í Hagkaupum„Það er allt á fleygiferð í þessum töluðu orðum. Það eru teymi í hverri verslun fyrir sig sem er að ráðast til atlögu á allar hillur,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. „Þar sem umfangið er talsvert í Hagkaup, með einhver 60 þúsund vörunúmer, þannig að þetta gerist ekki á núll einni, eins og þeir segja.“ Til marks um hversu umfangsmiklar breytingar þarf að breyta nokkur hundruð þúsund vörumerkingum. „Mér telst til að þetta séu fimm eða sex hundruð þúsund miðar sem við þurfum að skipta um,“ segir hann. En skilar þetta sér til neytenda? „Já það er allt komið að fullu. Það er enginn afsláttur af því. Maður vitnar alltaf í virðisaukaskattslækkunina hérna um árið, þær komu allar inn í verðið. Okkar viðskiptavinir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af öðru en að þetta fari beint í gegn.“ Mikill munur á sykriNeytendur munu líklega finna mest fyrir breytingum á sykurvörum af þeim vörum sem finnast í hillum stórmarkaða. Sykurskattur var felldur niður í gær samhliða öðrum almennum vörugjöldum. Sykurskattur á kíló af sykri var 210 krónur og 21 króna af hverjum lítra af gosdrykkjum. Virðisaukaskattur á sykurvörur hækkar hinsvegar á sama tíma, sem dregur úr verðlækkunum sem nemur þeirri hækkun. Niðurfelling vörugjalda hefur einnig talsverð áhrif á verð á stórum raftækjum. Þau voru í tveimur þrepum, 25 prósent og 20 prósent. Þau tæki sem voru í efra þrepinu, til dæmis sjónvörp og heimabíókerfi, lækka um 18 prósent en þau í lægra þrepinu, til að mynda þvottavélar, eldavélar og kæliskápar, lækka um 14 prósent. Breytingar á vörugjöldum eru ekki enn komin fram í verði nema í nokkrum tilfellum. Það mun gerast á næstu dögum og vikum eftir því sem nýjar vörur, sem fluttar eru inn á þessu ári, koma í búðir.
Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira