Viðskipti innlent

Helgi í Góu kaupir Pizza Hut á Íslandi

ingvar haraldsson skrifar
Helgi í Góu hefur keypt Pizza Hut
Helgi í Góu hefur keypt Pizza Hut vísir/gva
Helgi Vilhjálmsson, eða Helgi í Góu eins og hann er oftast kallaður hefur keypt veitingastaðinn Pizza Hut. Fréttanetið greinir frá. Alls eru reknir um 11.000 Pizza Hut staðir um heim allan.

Helgi segir í samtali við Fréttanetið að stefnt sé að opnun fleiri Pizza Hut staða hér á landi. „Já, ég mundi nú segja að það sé nú á stefnuskránni. Það er engin spurning. Akkúrat eins og maður opnaði einn Kentucky stað einu sinni og þeir eru orðnir átta talsins í dag,“ segir Helgi.

Helgi sem rekur einnig sameiginlega veitingastaði KFC og Taco Bell hér á landi. Hann á þó ekki von á því að Pizza Hut verði rekið á sama stað og hinir veitingastaðirnir tveir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×