Volvo byggir verksmiðju í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2015 09:35 Volvo mun vænatanlega framleiða XC60 bílinn í nýrri verksmiðju sinni í Bandaríkjunum. Volvo hefur tekið ákvörpun um að setja upp samsetningarverksmiðju í Bandaríkjunum en hingað til hafa allir bílar Volvo sem seldir hafa verið þar verið innfluttir. Það hefur reyndar í nokkurn tíma legið í loftinu að Volvo byggi verksmiðju í Bandaríkjunum, en ákvörðun um það var loks tekin í vikunni, fyrr en margir bjuggust við. Það mun kosta Volvo 69 milljarða króna að setja verksmiðjuna upp, en þar getur Volvo smíðað 120.000 bíla á ári. Smíði bíla í verksmiðjunni á að hefjast árið 2018. Þeir bílar sem framleiddir verða þar verða ekki allir seldir í Bandaríkjunum, heldur verður hluti þeirra fluttir annað. Volvo seldi 56.371 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og var salan 7,9% minni en árið 2013. Heildarsala Volvo bíla í heiminum í fyrra var 465.866 bílar, svo 12,1% sölunnar var í Bandaríkjunum og hefur Volvo hug á því að auka það hlutfall. Volvo jók heildarsölu bíla sinna í heiminum í fyrra um 8,9%, svo það er brekku að klífa varðandi sölu Volvo bíla í Bandaríkjunum. Ekki er ljóst hvaða bílgerðir verða smíðaðar í næyju verksmiðjunni. Áætlanir Volvo um magn seldra bíla í Bandaríkjunum eru brattar, eða 100.000 bílar strax á næsta ári. Þeir bílar verða þó allir innfluttir. Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent
Volvo hefur tekið ákvörpun um að setja upp samsetningarverksmiðju í Bandaríkjunum en hingað til hafa allir bílar Volvo sem seldir hafa verið þar verið innfluttir. Það hefur reyndar í nokkurn tíma legið í loftinu að Volvo byggi verksmiðju í Bandaríkjunum, en ákvörðun um það var loks tekin í vikunni, fyrr en margir bjuggust við. Það mun kosta Volvo 69 milljarða króna að setja verksmiðjuna upp, en þar getur Volvo smíðað 120.000 bíla á ári. Smíði bíla í verksmiðjunni á að hefjast árið 2018. Þeir bílar sem framleiddir verða þar verða ekki allir seldir í Bandaríkjunum, heldur verður hluti þeirra fluttir annað. Volvo seldi 56.371 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og var salan 7,9% minni en árið 2013. Heildarsala Volvo bíla í heiminum í fyrra var 465.866 bílar, svo 12,1% sölunnar var í Bandaríkjunum og hefur Volvo hug á því að auka það hlutfall. Volvo jók heildarsölu bíla sinna í heiminum í fyrra um 8,9%, svo það er brekku að klífa varðandi sölu Volvo bíla í Bandaríkjunum. Ekki er ljóst hvaða bílgerðir verða smíðaðar í næyju verksmiðjunni. Áætlanir Volvo um magn seldra bíla í Bandaríkjunum eru brattar, eða 100.000 bílar strax á næsta ári. Þeir bílar verða þó allir innfluttir.
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent