Til hamingju sjálfboðaliðar. Dagurinn er ykkar! Jóhanna Róbertsdóttir skrifar 5. desember 2015 07:00 Að kvöldi mánudagsins 23. nóvember kom upp eldur í Plastiðjunni á Selfossi. Um tíma skapaðist neyðarástand og er mikil mildi að ekki hafi farið verr. Slökkvistarf gekk vel og á allt það fólk sem að því kom þakkir skildar. En það eru fleiri sem komu að aðgerðum vegna brunans í Plastiðjunni. Á þriðja tug sjálfboðaliða Rauða krossins í Árnesingadeild svöruðu neyðarkalli og opnuðu fjöldahjálparstöð við Vallarskóla. Voru þeir mættir á vettvang mínútum eftir að kallið kom og stöðin var opin áður en síðasti slökkvibíllinn var mættur við Plastiðjuna. Sjálfboðaliðar tóku á móti fólki sem þurfti að yfirgefa heimili sín í skyndi, hlúðu að því í öruggu skjóli, buðu því næturstað og hressingu. Þessir sjálfboðaliðar eiga einnig þakkir skildar. Sjálfboðið starf er eitt af grunngildum Rauða krossins. Á heimsvísu telja sjálfboðaliðar hreyfingarinnar rúmlega 20 milljónir og eiga þeir allir sameiginlegt að starfa af óeigingirni í þágu mannúðar. Tvenn friðarverðlaun Nóbels eru verðskuldaðar viðurkenningar hreyfingarinnar, en heiðurinn að þeim eiga sjálfboðaliðarnir - burðarás hjálparstarfs um allan heim. Í hverri viku er mikill fjöldi sjálfboðaliða Rauða krossins á Íslandi að störfum en í dag eru þeir rúmlega 4000 einstaklingar. Það telst einkar frambærilegt á heimsvísu og þarf ekki einu sinni höfðatölu til að undirstrika það. Þetta eru konur og karlar, ungir og aldnir, allt fólk sem tilbúið er að gefa af tíma sínum til stuðnings öðrum. Verkefnin eru fjölmörg og fjölbreytt, en allt verkefni sem styðja einstaklinga eða samfélagið með einum eða öðrum hætti.Þörfin aldrei verið meiri Sem dæmi um þau verkefni sem sjálfboðaliðar vinna að má nefna neyðarvarnir og skyndihjálp, heimsóknaþjónustu, fatasöfnun og fataflokkun, að útbúa fatapakka fyrir fátækar fjölskyldur, afgreiðsla í verslunum Rauða krossins, svara í Hjálparsímann 1717, svo ekki sé minnst á stuðning við hælisleitendur og flóttafólk. Nú í haust hefur sjálfboðaliðum Rauða krossins fjölgað um 1500 manns, sem hafa allir hug á að aðstoða flóttafólk og hælisleitendur. Þörfin hefur aldrei verið meiri og við í Rauða krossinum erum stolt af því að almenningur svaraði kallinu. Að lokum þarf að minnast á tombólubörnin, sem oft vinna sitt fyrsta sjálfboðastarf með því að halda tombólu til styrktar Rauða krossinum. Sá peningur sem tombólubörn safna er ávallt nýttur til að styðja við börn í neyð. Öllum sjálfboðaliðum Rauða krossins er vert að þakka. Án þeirra væri starf félagsins um allt land ekki aðeins fátæklegra, heldur ómögulegt. Til hamingu með daginn sjálfboðaliðar, 5. desember er dagurinn ykkar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Að kvöldi mánudagsins 23. nóvember kom upp eldur í Plastiðjunni á Selfossi. Um tíma skapaðist neyðarástand og er mikil mildi að ekki hafi farið verr. Slökkvistarf gekk vel og á allt það fólk sem að því kom þakkir skildar. En það eru fleiri sem komu að aðgerðum vegna brunans í Plastiðjunni. Á þriðja tug sjálfboðaliða Rauða krossins í Árnesingadeild svöruðu neyðarkalli og opnuðu fjöldahjálparstöð við Vallarskóla. Voru þeir mættir á vettvang mínútum eftir að kallið kom og stöðin var opin áður en síðasti slökkvibíllinn var mættur við Plastiðjuna. Sjálfboðaliðar tóku á móti fólki sem þurfti að yfirgefa heimili sín í skyndi, hlúðu að því í öruggu skjóli, buðu því næturstað og hressingu. Þessir sjálfboðaliðar eiga einnig þakkir skildar. Sjálfboðið starf er eitt af grunngildum Rauða krossins. Á heimsvísu telja sjálfboðaliðar hreyfingarinnar rúmlega 20 milljónir og eiga þeir allir sameiginlegt að starfa af óeigingirni í þágu mannúðar. Tvenn friðarverðlaun Nóbels eru verðskuldaðar viðurkenningar hreyfingarinnar, en heiðurinn að þeim eiga sjálfboðaliðarnir - burðarás hjálparstarfs um allan heim. Í hverri viku er mikill fjöldi sjálfboðaliða Rauða krossins á Íslandi að störfum en í dag eru þeir rúmlega 4000 einstaklingar. Það telst einkar frambærilegt á heimsvísu og þarf ekki einu sinni höfðatölu til að undirstrika það. Þetta eru konur og karlar, ungir og aldnir, allt fólk sem tilbúið er að gefa af tíma sínum til stuðnings öðrum. Verkefnin eru fjölmörg og fjölbreytt, en allt verkefni sem styðja einstaklinga eða samfélagið með einum eða öðrum hætti.Þörfin aldrei verið meiri Sem dæmi um þau verkefni sem sjálfboðaliðar vinna að má nefna neyðarvarnir og skyndihjálp, heimsóknaþjónustu, fatasöfnun og fataflokkun, að útbúa fatapakka fyrir fátækar fjölskyldur, afgreiðsla í verslunum Rauða krossins, svara í Hjálparsímann 1717, svo ekki sé minnst á stuðning við hælisleitendur og flóttafólk. Nú í haust hefur sjálfboðaliðum Rauða krossins fjölgað um 1500 manns, sem hafa allir hug á að aðstoða flóttafólk og hælisleitendur. Þörfin hefur aldrei verið meiri og við í Rauða krossinum erum stolt af því að almenningur svaraði kallinu. Að lokum þarf að minnast á tombólubörnin, sem oft vinna sitt fyrsta sjálfboðastarf með því að halda tombólu til styrktar Rauða krossinum. Sá peningur sem tombólubörn safna er ávallt nýttur til að styðja við börn í neyð. Öllum sjálfboðaliðum Rauða krossins er vert að þakka. Án þeirra væri starf félagsins um allt land ekki aðeins fátæklegra, heldur ómögulegt. Til hamingu með daginn sjálfboðaliðar, 5. desember er dagurinn ykkar!
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun