Breskt fyrirtæki vill kaupa allt hlutafé í Borgun Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. desember 2015 20:38 Breska greiðslumiðlunarfyrirtækið UPG, hefur að undanförnu reynt að kaupa allt hlutafé í Borgun hf. , útgefanda Mastercard á Íslandi. Málið strandar hins vegar á því að Íslandsbanki hf. svarar ekki tilboðum í 63,5 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Í nóvember á síðasta ári seldi Landsbanki Íslands rúmlega þriðjungshlut sinn í Borgun fyrir 2,2 milljarða króna til hóps fjárfesta. Þar var um að ræða Eignarhaldsfélagsið Borgun slf., sem stofnað var skömmu fyrir kaupin á hlutnum og er m.a. í eigu Stálskipa, Péturs Stefánssonar ehf. og Einars Sveinssonar. Íslandsbanki er í dag stærsti hluthafi Borgunar hf. með 63,5 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Borgun heldur á 25,5 prósenta hlut og aðrir hluthafar eiga 11 prósent. Starfsmenn breska greiðslumiðlunarfyrirtækisins UPG hafa sett sig í samband við Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka og aðra stjórnendur bankans og gert tilboð í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. í sterlingspundum en ekki fengið nein svör frá bankanum. Miles Carroll, forstjóri UPG, hefur sjálfur komið fram fyrir hönd fyrirtækisins í þessari tilboðsgerð. Fjárhæð kauptilboðs hefur ekki fengist upp gefin en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða talsvert hærra kaupverð en greitt var fyrir hlutabréf í Borgun í fyrra þegar Landsbankinn seldi sinn hlut í fyrirtækinu. Aðrir hluthafar Borgunar hf. hafa ríka hagsmuni af því að UPG fái jákvætt svar við tilboði í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. þar sem UPG hefur áhuga á að eignast Borgun í heild sinni og hyggst gera öðrum hluthöfum tilboð samhliða kaupum á hlut Íslandsbanka í Borgun, gangi þau eftir. Kaup Bretanna á Borgun hf. hafa í raun strandað á því að Íslandsbanki hefur ekki svarað fyrirspurnum um sölu hlut sínum í fyrirtækinu, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Gangi kaupin eftir sér UPG hag sinn í því að sameina félögin tvö því Borgun hefur leyfi til færsluhirðingar um alla Evrópu. Stjórnendur UPG sjá tækifæri í því að margfalda markaðshlutdeild sameinaðs fyrirtækis í færsluhirðingu í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi og Bretlandi. Aðrir hluthafar Borgunar hafa ekki fengið neinar skýringar á því hvers vegna stærsti hluthafi fyrirtækisins, Íslandsbanki, hafi ekki verið til viðræðna um sölu á hlut sínum til UPG en kenningar hafa verið uppi um að það tengist hugsanlega fyrirhuguðum eigendaskiptum á bankanum. Stjórnendur Íslandsbanka kunni að vilja fara sér hægt við sölu eigna bankans nú þegar það stendur fyrir dyrum að ríkissjóður eignist bankann að fullu í tengslum við stöðugleikaframlag slitabús Glitnis og nauðasamning Glitnis banka. Slitabú Gitnis er stærsti eigandi Íslandsbanka í gegnum eignarhaldsfélagið ISB Holding með 95 prósenta eignarhlut. Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri Íslandsbanka sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu, fyrir milligöngu upplýsingafulltrúa bankans, að stjórnendur Íslandsbanka væru vel meðvitaður um áhugann á Borgun hf. Hins vegar hefði ekki verið tekin nein ákvörðun um hvort Borgun væri yfir höfuð til sölu.Fréttin var uppfærð 7. desember 2015. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranglega fullyrt að UPG væri í eigu bandarísks fjárfestingarsjóðs. Hið rétta er að starfsmenn UPG og stjórnarmenn í fyrirtækinu eiga samtals 86 prósenta hlut og 14 prósenta hlutur er í eigu stofnanafjárfesta. Það leiðréttist hér með. Borgunarmálið Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Breska greiðslumiðlunarfyrirtækið UPG, hefur að undanförnu reynt að kaupa allt hlutafé í Borgun hf. , útgefanda Mastercard á Íslandi. Málið strandar hins vegar á því að Íslandsbanki hf. svarar ekki tilboðum í 63,5 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Í nóvember á síðasta ári seldi Landsbanki Íslands rúmlega þriðjungshlut sinn í Borgun fyrir 2,2 milljarða króna til hóps fjárfesta. Þar var um að ræða Eignarhaldsfélagsið Borgun slf., sem stofnað var skömmu fyrir kaupin á hlutnum og er m.a. í eigu Stálskipa, Péturs Stefánssonar ehf. og Einars Sveinssonar. Íslandsbanki er í dag stærsti hluthafi Borgunar hf. með 63,5 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Borgun heldur á 25,5 prósenta hlut og aðrir hluthafar eiga 11 prósent. Starfsmenn breska greiðslumiðlunarfyrirtækisins UPG hafa sett sig í samband við Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka og aðra stjórnendur bankans og gert tilboð í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. í sterlingspundum en ekki fengið nein svör frá bankanum. Miles Carroll, forstjóri UPG, hefur sjálfur komið fram fyrir hönd fyrirtækisins í þessari tilboðsgerð. Fjárhæð kauptilboðs hefur ekki fengist upp gefin en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða talsvert hærra kaupverð en greitt var fyrir hlutabréf í Borgun í fyrra þegar Landsbankinn seldi sinn hlut í fyrirtækinu. Aðrir hluthafar Borgunar hf. hafa ríka hagsmuni af því að UPG fái jákvætt svar við tilboði í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. þar sem UPG hefur áhuga á að eignast Borgun í heild sinni og hyggst gera öðrum hluthöfum tilboð samhliða kaupum á hlut Íslandsbanka í Borgun, gangi þau eftir. Kaup Bretanna á Borgun hf. hafa í raun strandað á því að Íslandsbanki hefur ekki svarað fyrirspurnum um sölu hlut sínum í fyrirtækinu, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Gangi kaupin eftir sér UPG hag sinn í því að sameina félögin tvö því Borgun hefur leyfi til færsluhirðingar um alla Evrópu. Stjórnendur UPG sjá tækifæri í því að margfalda markaðshlutdeild sameinaðs fyrirtækis í færsluhirðingu í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi og Bretlandi. Aðrir hluthafar Borgunar hafa ekki fengið neinar skýringar á því hvers vegna stærsti hluthafi fyrirtækisins, Íslandsbanki, hafi ekki verið til viðræðna um sölu á hlut sínum til UPG en kenningar hafa verið uppi um að það tengist hugsanlega fyrirhuguðum eigendaskiptum á bankanum. Stjórnendur Íslandsbanka kunni að vilja fara sér hægt við sölu eigna bankans nú þegar það stendur fyrir dyrum að ríkissjóður eignist bankann að fullu í tengslum við stöðugleikaframlag slitabús Glitnis og nauðasamning Glitnis banka. Slitabú Gitnis er stærsti eigandi Íslandsbanka í gegnum eignarhaldsfélagið ISB Holding með 95 prósenta eignarhlut. Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri Íslandsbanka sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu, fyrir milligöngu upplýsingafulltrúa bankans, að stjórnendur Íslandsbanka væru vel meðvitaður um áhugann á Borgun hf. Hins vegar hefði ekki verið tekin nein ákvörðun um hvort Borgun væri yfir höfuð til sölu.Fréttin var uppfærð 7. desember 2015. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranglega fullyrt að UPG væri í eigu bandarísks fjárfestingarsjóðs. Hið rétta er að starfsmenn UPG og stjórnarmenn í fyrirtækinu eiga samtals 86 prósenta hlut og 14 prósenta hlutur er í eigu stofnanafjárfesta. Það leiðréttist hér með.
Borgunarmálið Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent