Ný og ódýrari rafmagnsdrifrás frá Bosch Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2015 09:00 Nýjar rafhlöður Bosch gætu gerbreytt landslaginu í notkun rafmagns fyrir bíla. Þýski rafmagnstækjaframleiðandinn Bosch og japanski samstarfsaðili þess GS Yuasa Corp. eru á góðri leið að smíða lithium ion rafhlöður sem kosta aðeins helminginn af rafhlöðum nútímans fyrir bíla en innihalda tvöfalda orku þeirra. Þessi nýja tækni gæti gerbreytt landslaginu í notkun rafmagns fyrir bíla segir forstjóri Bosch. Fyrirtækin tvö hyggjast hefja sölu á þessum nýja rafbúnaði árið 2020 og eru þau á góðum rekspeli að hrinda því í framkvæmd. Búist er við því að um 15% bíla verði með rafbúnaði í drifrás sinni árið 2020 og því er eftir miklu að slægjast hjá Bosch og GS Yuasa. Helsti munurinn á þessum búnaði og þeim rafbúnaði sem notaður er í dag er sá að hann notast við 48 volta spennu, en ekki 220. Þessi búnaður frá Bosch mun fara í ónefndan bíl þekkts evrópsks bílaframleiðanda í ár og því ætti fljótlega að koma reynsla á þessa nýju tækni. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent
Þýski rafmagnstækjaframleiðandinn Bosch og japanski samstarfsaðili þess GS Yuasa Corp. eru á góðri leið að smíða lithium ion rafhlöður sem kosta aðeins helminginn af rafhlöðum nútímans fyrir bíla en innihalda tvöfalda orku þeirra. Þessi nýja tækni gæti gerbreytt landslaginu í notkun rafmagns fyrir bíla segir forstjóri Bosch. Fyrirtækin tvö hyggjast hefja sölu á þessum nýja rafbúnaði árið 2020 og eru þau á góðum rekspeli að hrinda því í framkvæmd. Búist er við því að um 15% bíla verði með rafbúnaði í drifrás sinni árið 2020 og því er eftir miklu að slægjast hjá Bosch og GS Yuasa. Helsti munurinn á þessum búnaði og þeim rafbúnaði sem notaður er í dag er sá að hann notast við 48 volta spennu, en ekki 220. Þessi búnaður frá Bosch mun fara í ónefndan bíl þekkts evrópsks bílaframleiðanda í ár og því ætti fljótlega að koma reynsla á þessa nýju tækni.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent