Cupic sagði sögu af Guðjóni Val: Tók tveggja tíma æfingu eftir útileik og rútuferð Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2015 10:00 Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, verður í eldlínunni með Barcelona í dag þegar liðið mætir Kielce frá Póllandi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst útsendingin klukkan 13.10. Allir leikirnir um helgina verða í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2.Sjá einnig:Þrír samherjar Guðjóns Vals í stjörnuliði Meistaradeildarinnar Í gær stýrði Írinn Tom O'Brannigan, aðalfréttamaður og lýsandi Meistaradeildarinnar, skemmtilegum spjallfundi með fjórum leikmönnum; einum úr hverju liði. Þarna voru mættir Jesper Nöddesbo, Barcelona, Ivan Cupic, Kielce, Nicklas Ekberg, Kiel, og Andreas Nilson sem spilar með Veszprém.Guðjón Valur í leik með RNL.vísir/gettyKróatíski hornamaðurinn Ivan Cupic, sem er einn sá allra besti í heimi, spilaði með Guðjóni Val veturinn 2010/2011 þegar þeir voru báðir á mála hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. O'Brannigan heimtaði að Cupic segði sögu af Guðjóni sem hann hafði heyrt áður um hvað Íslendingurinn gerði eftir útileik gegn Friesenheim í þýsku 1. deildinni það tímabilið. Guðjón Valur spilaði ekki nema 5-10 mínútur í leiknum, en eins og stuðningsmenn íslenska landsliðsins vita vill Guðjón helst ekki missa af einni einustu mínútu.Sjá einnig:Guðjón Valur: Það hvílir engin bölvun á mér „Við komum heim á æfingasvæðið okkar í Kroneau á miðnætti og þá hringdi hann í konuna sína og bað hana um að sækja sig ekki strax því hann ætlaði að taka smá æfingu,“ sagði Cupic. „Hann vildi taka spretti og kíkja svo aðeins í lyftingarsalinn,“ bætti Króatinn við. „Ég spurði hvað hann væri að pæla, klukkan var orðin tólf. Ég sagði honum að fara heim og vera með börnunum sínum.“ Guðjón Valur var ekki alveg á þeim buxunum þessa nótina og svaraði: „Nei, ég ætla að taka æfingu.“ Söguna má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hún byrjar ekki á réttum stað má spóla á 12:25. Handbolti Tengdar fréttir Strákarnir okkar allir mættir til Kölnar Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson mættu síðastir með Kiel þar sem flugi liðsins seinkaði. 28. maí 2015 18:49 Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í beinni á Stöð 2 Sport um helgina Úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handbolta fer fram um helgina í hinni glæsilegu Lanxess höll í Köln. 27. maí 2015 23:30 Nær Alfreð fjórða titlinum í Köln? Enginn þjálfari hefur unnið Meistaradeildina í Final Four-fyrirkomulaginu oftar en Alfreð Gíslason. 28. maí 2015 21:45 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, verður í eldlínunni með Barcelona í dag þegar liðið mætir Kielce frá Póllandi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst útsendingin klukkan 13.10. Allir leikirnir um helgina verða í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2.Sjá einnig:Þrír samherjar Guðjóns Vals í stjörnuliði Meistaradeildarinnar Í gær stýrði Írinn Tom O'Brannigan, aðalfréttamaður og lýsandi Meistaradeildarinnar, skemmtilegum spjallfundi með fjórum leikmönnum; einum úr hverju liði. Þarna voru mættir Jesper Nöddesbo, Barcelona, Ivan Cupic, Kielce, Nicklas Ekberg, Kiel, og Andreas Nilson sem spilar með Veszprém.Guðjón Valur í leik með RNL.vísir/gettyKróatíski hornamaðurinn Ivan Cupic, sem er einn sá allra besti í heimi, spilaði með Guðjóni Val veturinn 2010/2011 þegar þeir voru báðir á mála hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. O'Brannigan heimtaði að Cupic segði sögu af Guðjóni sem hann hafði heyrt áður um hvað Íslendingurinn gerði eftir útileik gegn Friesenheim í þýsku 1. deildinni það tímabilið. Guðjón Valur spilaði ekki nema 5-10 mínútur í leiknum, en eins og stuðningsmenn íslenska landsliðsins vita vill Guðjón helst ekki missa af einni einustu mínútu.Sjá einnig:Guðjón Valur: Það hvílir engin bölvun á mér „Við komum heim á æfingasvæðið okkar í Kroneau á miðnætti og þá hringdi hann í konuna sína og bað hana um að sækja sig ekki strax því hann ætlaði að taka smá æfingu,“ sagði Cupic. „Hann vildi taka spretti og kíkja svo aðeins í lyftingarsalinn,“ bætti Króatinn við. „Ég spurði hvað hann væri að pæla, klukkan var orðin tólf. Ég sagði honum að fara heim og vera með börnunum sínum.“ Guðjón Valur var ekki alveg á þeim buxunum þessa nótina og svaraði: „Nei, ég ætla að taka æfingu.“ Söguna má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hún byrjar ekki á réttum stað má spóla á 12:25.
Handbolti Tengdar fréttir Strákarnir okkar allir mættir til Kölnar Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson mættu síðastir með Kiel þar sem flugi liðsins seinkaði. 28. maí 2015 18:49 Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í beinni á Stöð 2 Sport um helgina Úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handbolta fer fram um helgina í hinni glæsilegu Lanxess höll í Köln. 27. maí 2015 23:30 Nær Alfreð fjórða titlinum í Köln? Enginn þjálfari hefur unnið Meistaradeildina í Final Four-fyrirkomulaginu oftar en Alfreð Gíslason. 28. maí 2015 21:45 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Strákarnir okkar allir mættir til Kölnar Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson mættu síðastir með Kiel þar sem flugi liðsins seinkaði. 28. maí 2015 18:49
Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í beinni á Stöð 2 Sport um helgina Úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handbolta fer fram um helgina í hinni glæsilegu Lanxess höll í Köln. 27. maí 2015 23:30
Nær Alfreð fjórða titlinum í Köln? Enginn þjálfari hefur unnið Meistaradeildina í Final Four-fyrirkomulaginu oftar en Alfreð Gíslason. 28. maí 2015 21:45