Asískir hlutabréfamarkaðir hækkuðu þegar þeir opnuðu fyrir viðskipti í nótt og við lokun markaða hafði vísitalan í Sjanghæ hækkað um 5,3%. Þá hefur vísitalan í Hong Kong hækkað um 3% í dag en markaðir þar loka klukkan 8 að íslenskum tíma.
Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um 1,5% og vísitalan í Ástralíu um 1,4%. Þá varð einnig lítils háttar hækkun á mörkuðum í Suður-Kóreu.
Þessi hækkun á mörkuðum í Asíu kemur eftir mikla lækkun þar síðustu daga sem hafa valdið titringi um allan heim. Hækkunin kemur í kjölfar mikillar hækkunar á mörkuðum á Wall Street í New York í gær, en Dow-vísitalan hækkaði þá um 619 stig að því er fram kemur á vef CNN.
Hlutabréfamarkaðir í Asíu taka við sér

Tengdar fréttir

Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið
Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins.

Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti
Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember.

Rauður dagur austanhafs
Gærdagurinn var rauður víða um heim í gær. Hlutabréf hríðlækkuðu í verði og í Kína hefur Shanghai Composite-vísitalan ekki litið jafn illa út síðan árið 2007. Vísitalan hafði í lok viðskiptadags í Asíu lækkað um 8,5 prósent og fjölmiðlar ytra kölluðu daginn "The Great Fall of China“.

Ríkustu menn heims töpuðu andvirði 40 billjóna króna á síðustu dögum
Tapið jafngildir tuttugufaldri vergri landsframleiðslu Íslands í fyrra.