457 tilkynningar um peningaþvætti í fyrra Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. mars 2015 20:00 Tilkynningar um peningaþvætti til ríkislögreglustjóra hafa rúmlega tvöfaldast á undanförnum árum. Lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja segir embættið skorta bolmagn til rannsókna og afleiðingarnar gætu skaðað íslenskan fjármálamarkað. Tilkynningarskyldum aðilum er skylt samkvæmt lögum að tilkynna til lögreglu öll viðskipti sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis. Það er síðan Peningaþvættisskrifstofa ríkislögreglustjóra sem annast móttöku tilkynninga og tekur ákvörðun um frekari rannsókn eftir atvikum. Skrifstofunni bárust árlega um 500 tilkynningar um grunsamleg viðskipti árin 2007 til 2009. Þeim fækkaði í 414 árið 2010 og niður í 199 árið 2011. Síðan þá hefur tilkynningum fjölgað. Samkvæmt óbirtum tölum sem fréttastofa hefur undir höndum, voru tilkynningarnar 457 í fyrra, eða rúmlega tvöfalt fleiri en þær voru árið 2011. Þó heitið Peningaþvættisskrifstofa hljómi ef til vill eins og hér sé heill her manna að rannsaka þessar tilkynningar, þá er það fjarri lagi. Því hér í húsakynnum Ríkislögreglustjóra starfar einn einstaklingur við rannsókn þessara mála. Forseti alþjóðlegs vinnuhóps sem vinnur gegn því að fjármálakerfi séu misnotuð í því skyni að koma illu fengnu fé í umferð, FATF, kom nýlega sérstaklega til Íslands til að vekja athygli íslenskra stjórnvalda á þessari stöðu. Ísland væri eftirbátur annarra þjóða í þessum efnum og styrkja þyrfti mannafla peningaþvættisskrifstofu fyrir 1. júlí á þessu ári. Langflestar tilkynningar koma frá fjármálafyrirtækjum og tekur Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, undir áhyggjur vinnuhópsins. Ljóst sé að peningaþvættisskrifstofu skorti fjármagn til að rannsaka peningaþvætti og úr því verði að bæta. En hvaða afleiðingar gæti það haft ef ekki verður breyting á? „Það í rauninni gæti haft þær afleiðingar að þessi alþjóðasamtök sem að við erum aðilar að, FATF, færi Ísland niður á sínum listum og það væri ekki gott fyrir íslenskan fjármálamarkað og íslenskt efnahagslíf,“ segir Jóna. Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Tilkynningar um peningaþvætti til ríkislögreglustjóra hafa rúmlega tvöfaldast á undanförnum árum. Lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja segir embættið skorta bolmagn til rannsókna og afleiðingarnar gætu skaðað íslenskan fjármálamarkað. Tilkynningarskyldum aðilum er skylt samkvæmt lögum að tilkynna til lögreglu öll viðskipti sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis. Það er síðan Peningaþvættisskrifstofa ríkislögreglustjóra sem annast móttöku tilkynninga og tekur ákvörðun um frekari rannsókn eftir atvikum. Skrifstofunni bárust árlega um 500 tilkynningar um grunsamleg viðskipti árin 2007 til 2009. Þeim fækkaði í 414 árið 2010 og niður í 199 árið 2011. Síðan þá hefur tilkynningum fjölgað. Samkvæmt óbirtum tölum sem fréttastofa hefur undir höndum, voru tilkynningarnar 457 í fyrra, eða rúmlega tvöfalt fleiri en þær voru árið 2011. Þó heitið Peningaþvættisskrifstofa hljómi ef til vill eins og hér sé heill her manna að rannsaka þessar tilkynningar, þá er það fjarri lagi. Því hér í húsakynnum Ríkislögreglustjóra starfar einn einstaklingur við rannsókn þessara mála. Forseti alþjóðlegs vinnuhóps sem vinnur gegn því að fjármálakerfi séu misnotuð í því skyni að koma illu fengnu fé í umferð, FATF, kom nýlega sérstaklega til Íslands til að vekja athygli íslenskra stjórnvalda á þessari stöðu. Ísland væri eftirbátur annarra þjóða í þessum efnum og styrkja þyrfti mannafla peningaþvættisskrifstofu fyrir 1. júlí á þessu ári. Langflestar tilkynningar koma frá fjármálafyrirtækjum og tekur Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, undir áhyggjur vinnuhópsins. Ljóst sé að peningaþvættisskrifstofu skorti fjármagn til að rannsaka peningaþvætti og úr því verði að bæta. En hvaða afleiðingar gæti það haft ef ekki verður breyting á? „Það í rauninni gæti haft þær afleiðingar að þessi alþjóðasamtök sem að við erum aðilar að, FATF, færi Ísland niður á sínum listum og það væri ekki gott fyrir íslenskan fjármálamarkað og íslenskt efnahagslíf,“ segir Jóna.
Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira