Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2015 12:45 Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings. Mynd/Stöð 2. Ákvörðun um kísilver á Bakka er gríðarleg innspýting fyrir norðausturhluta landsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. Iðnaðaruppbygging muni treysta stoðir samfélagsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tilkynnt var í gær um ákvörðun PCC um að reisa 40 milljarða króna kísilver við Húsavík en áður hafði Landsvirkjun gert samninga um að reisa Þeistareykjavirkjun og Landsnet um að flytja raforkuna. Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings, segir þetta ánægjuleg tíðindi fyrir norðausturhorn landsins og vonast til að Húsavík og nágrenni verði eitt af vaxtarsvæðum landsins. „Hér er náttúrlega að koma gríðarleg innspýting með þessari fjárfestingu og því sem er að gerast uppi á Þeistareykjum. Það bara gefur augaleið að það verður auðveldara að nýta tækifærin sem í því felast að byggja upp þessa innviði sem nú fara að spretta upp,“ segir Kristján Þór bæjarstjóri.Fulltrúar PCC, verktaka og verkfræðistofa skoðuðu iðnaðarlóðina á Bakka í desember ásamt fulltrúum Norðurþings.640.is/Hafþór HreiðarssonHann segir að töluvert verði umleikis næstu tvö árin við uppbygginguna og um 400 manns í vinnu næsta sumar, auk þeirra sem verða á Þeistareykjum. Ráðgert er að kísilverið hefji rekstur síðla árs 2017 og skapast þá 120 framtíðarstörf auk afleiddra starfa. Bæjarstjórinn minnir þó á að 66 störf hafi tapast á Húsavík þegar fiskvinnslu Vísis var lokað. „Við höfum ekki farið varhluta af rýrnum tekna vegna sjávarútvegs hérna í þessu sveitarfélagi. Þannig að það er auðvitað gríðarlega ánægjulegt fyrir okkur að vera að treysta stoðirnar í atvinnulífinu með þessum hætti, að fá hérna inn iðnaðaruppbyggingu til þess að hjálpa okkur við að byggja upp enn betra samfélag,“ segir bæjarstjórinn. Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Ákvörðun um kísilver á Bakka er gríðarleg innspýting fyrir norðausturhluta landsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. Iðnaðaruppbygging muni treysta stoðir samfélagsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tilkynnt var í gær um ákvörðun PCC um að reisa 40 milljarða króna kísilver við Húsavík en áður hafði Landsvirkjun gert samninga um að reisa Þeistareykjavirkjun og Landsnet um að flytja raforkuna. Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings, segir þetta ánægjuleg tíðindi fyrir norðausturhorn landsins og vonast til að Húsavík og nágrenni verði eitt af vaxtarsvæðum landsins. „Hér er náttúrlega að koma gríðarleg innspýting með þessari fjárfestingu og því sem er að gerast uppi á Þeistareykjum. Það bara gefur augaleið að það verður auðveldara að nýta tækifærin sem í því felast að byggja upp þessa innviði sem nú fara að spretta upp,“ segir Kristján Þór bæjarstjóri.Fulltrúar PCC, verktaka og verkfræðistofa skoðuðu iðnaðarlóðina á Bakka í desember ásamt fulltrúum Norðurþings.640.is/Hafþór HreiðarssonHann segir að töluvert verði umleikis næstu tvö árin við uppbygginguna og um 400 manns í vinnu næsta sumar, auk þeirra sem verða á Þeistareykjum. Ráðgert er að kísilverið hefji rekstur síðla árs 2017 og skapast þá 120 framtíðarstörf auk afleiddra starfa. Bæjarstjórinn minnir þó á að 66 störf hafi tapast á Húsavík þegar fiskvinnslu Vísis var lokað. „Við höfum ekki farið varhluta af rýrnum tekna vegna sjávarútvegs hérna í þessu sveitarfélagi. Þannig að það er auðvitað gríðarlega ánægjulegt fyrir okkur að vera að treysta stoðirnar í atvinnulífinu með þessum hætti, að fá hérna inn iðnaðaruppbyggingu til þess að hjálpa okkur við að byggja upp enn betra samfélag,“ segir bæjarstjórinn.
Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45
Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59
Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17
Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18