Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa farið fram á endurupptöku Al Thani-málsins.
Telja þeir annars vegar að nýjar upplýsingar hafi komið fram sem benda til vanhæfis hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar í Al Thani-málinu og hins vegar að sönnunargögn hafi verið rangt metin. Frá málinu er greint í Viðskiptablaðinu í dag.
Eins og kunnugt er voru Hreiðar og Sigurður dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Hreiðar hlaut fimm og hálfs árs dóm í Hæstarétti og Sigurður fjögur ár. Auk þeirra voru þeir Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi í bankanum, einnig dæmdir í fangelsi vegna málsins.
Ólafur Ólafsson hefur áður farið fram á endurupptöku málsins, einmitt á grundvelli þess að sönnunargögn hafi verið rangt metin.
Fara fram á endurupptöku Al Thani-málsins

Tengdar fréttir

Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður
Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi.

Bankamenn berast á í betrunarvistinni
Kaupþingsmennirnir á Kvíabryggju sker sig nokkuð úr í hópi þeirra fanga sem nú eru í afplánun – ekki fer á milli mála að þeir eru talsvert betur settir en aðrir fangar.

Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu
Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin.

Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna
Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins.