Hagnaður Benz upp um 54% Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2015 10:30 Aldrei hefur gengið eins vel í rekstri Mercedes Benz og nú. Það eru bjartir tímar hjá Mercedes Benz þessa dagana og salan aldrei verið meiri. Mercedes Benz greindi frá afkomu annars ársfjórðungs í gær og 54% hagnaðarauka frá fyrra ári. Hagnaður Benz nam 550 milljörðum króna, en var 358 milljarðar í fyrra. Virði heildarsölu bíla Mercedes Benz jókst um heil 19% á þessum ársfjórðungi. Ljóst er að Mercedes Benz mun skila mjög afkomuríku ári í ár og mikill vöxtur verður bæði í veltu og hagnaði fyrirtækisins í ár. Hagnaður af veltu er nálægt 10% hjá Benz og afkoman því einkar góð og með því hæsta sem gerist í bílabransanum. Hagnaður af veltu hefur aldrei í sögu Benz verið eins hár og það sem af er ári og því er spáð að hann muni líklega hækka á seinni helmingi ársins. Markmið Benz er að hann verði brátt kominn í 12%. Það sem helst skýrir góða sölu Mercedes Benz bíla er að fyrirtækið býður nú margar gerðir nýrra bíla en fyrirtækið hefur verið mjög iðið við að kynna nýjar bílgerðir á síðustu misserum og mun halda því áfram á næstunni. Meðal annars er að vænta nýrrar gerðar E-Class bílsins, sem er mikilvægasta eina bílgerð fyrirtækisins. Einnig mun Mercedes Benz kynna fjórar nýjar gerðir jeppa og jepplinga á árinu og með því auka enn á framboð sitt í þessum vinsælasta flokki bíla um þessar mundir í heiminum. Mercedes Benz tókst það sem t.d. hinum lúxusbílaframleiðendum Þýskalands tókst ekki, þ.e. Audi og BMW, að auka söluna í Kína á öðrum ársfjórðungi, þrátt fyrir minnkandi sölu bíla í Kína. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent
Það eru bjartir tímar hjá Mercedes Benz þessa dagana og salan aldrei verið meiri. Mercedes Benz greindi frá afkomu annars ársfjórðungs í gær og 54% hagnaðarauka frá fyrra ári. Hagnaður Benz nam 550 milljörðum króna, en var 358 milljarðar í fyrra. Virði heildarsölu bíla Mercedes Benz jókst um heil 19% á þessum ársfjórðungi. Ljóst er að Mercedes Benz mun skila mjög afkomuríku ári í ár og mikill vöxtur verður bæði í veltu og hagnaði fyrirtækisins í ár. Hagnaður af veltu er nálægt 10% hjá Benz og afkoman því einkar góð og með því hæsta sem gerist í bílabransanum. Hagnaður af veltu hefur aldrei í sögu Benz verið eins hár og það sem af er ári og því er spáð að hann muni líklega hækka á seinni helmingi ársins. Markmið Benz er að hann verði brátt kominn í 12%. Það sem helst skýrir góða sölu Mercedes Benz bíla er að fyrirtækið býður nú margar gerðir nýrra bíla en fyrirtækið hefur verið mjög iðið við að kynna nýjar bílgerðir á síðustu misserum og mun halda því áfram á næstunni. Meðal annars er að vænta nýrrar gerðar E-Class bílsins, sem er mikilvægasta eina bílgerð fyrirtækisins. Einnig mun Mercedes Benz kynna fjórar nýjar gerðir jeppa og jepplinga á árinu og með því auka enn á framboð sitt í þessum vinsælasta flokki bíla um þessar mundir í heiminum. Mercedes Benz tókst það sem t.d. hinum lúxusbílaframleiðendum Þýskalands tókst ekki, þ.e. Audi og BMW, að auka söluna í Kína á öðrum ársfjórðungi, þrátt fyrir minnkandi sölu bíla í Kína.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent