580 hestafla Fiat 500 Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2015 14:43 Þeir eru vafalaust ekki margir Fiat 500 bílarnir sem skarta 580 hestöflum, hvað þá af árgerð 1971 eins og þessi. Þessi bíll er afsprengi ítalsks listasmiðs sem rekur bílaverkstæði í Tuscany héraði á Ítalíu. Honum tókst að troða Lamborghini vél úr Murcielago aftan í Fiatinn, en hún er engin smásmíði, enda 12 strokka og með 6,2 lítra sprengirými. Það tók hann 2 ár og 3.000 vinnustundir að breyta bílnum á þann hátt sem hér sést. Smiðurinn, Gianfranco Dini, þurfti að lengja bilið milli hjóla og öxla á bílnum til að gera hann ökuhæfari og því er bíllinn öllu meiri um sig en hefðbundinn Fiat 500 en engu að síður mjög smár bíll. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá smíði bílsins, sem og smíði fleiri bíla Ítalans haga, en ávallt velur hann Fiat 500 til verksins. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent
Þeir eru vafalaust ekki margir Fiat 500 bílarnir sem skarta 580 hestöflum, hvað þá af árgerð 1971 eins og þessi. Þessi bíll er afsprengi ítalsks listasmiðs sem rekur bílaverkstæði í Tuscany héraði á Ítalíu. Honum tókst að troða Lamborghini vél úr Murcielago aftan í Fiatinn, en hún er engin smásmíði, enda 12 strokka og með 6,2 lítra sprengirými. Það tók hann 2 ár og 3.000 vinnustundir að breyta bílnum á þann hátt sem hér sést. Smiðurinn, Gianfranco Dini, þurfti að lengja bilið milli hjóla og öxla á bílnum til að gera hann ökuhæfari og því er bíllinn öllu meiri um sig en hefðbundinn Fiat 500 en engu að síður mjög smár bíll. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá smíði bílsins, sem og smíði fleiri bíla Ítalans haga, en ávallt velur hann Fiat 500 til verksins.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent