Mikill hagnaður bílaframleiðenda Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2015 16:00 Höfuðstöðvar General Motors. Nú streyma uppgjörin fyrir annan ársfjórðung frá bílaframleiðendum og í leiðinni góðar fréttir fyrir eigendur hlutabréfa í þeim. General Motors tilkynnti í gær um 149 milljarða hagnað, langt umfram það sem spáð var. Mercedes Benz greindi einnig frá risavöxnum 550 milljarða hagnaði í gær. Þrátt fyrir að hagnaður Hyundai og Kia hafi fallið um 32% á milli ára var hann samt 203 milljarðar króna á þessum öðrum fjórðungi ársins. Hjá General Motors myndaðist mestur hagnaður á heimavelli í Bandaríkjunum og á þar mikil eftirspurn eftir pallbílum og jeppum fyrirtækisins mestan þátt. GM hagnaðist einnig vel á sölu bíla í Kína þrátt fyrir að þar fari sala bíla hnygnandi og kom tæplega helmingur hagnaðarins þaðan. Í Evrópu er aðra sögu að segja, en þar var tap á sölu bíla GM eins og reyndar til æði margra ára. GM tókst þó að minnka tapið í Evrópu niður í 6 milljarða, en tapið í fyrra nam heilum 41 milljarði. Gerðist þetta þrátt fyrir bílasöluhrunið í Rússlandi. Það sem mestu máli skiptir fyrir GM í Evrópu er sala Opel og Vauxhall bíla og virðist hún því vera að braggast mjög. Salan í S-Ameríku skilaði einnig tapi og nam það 19 milljörðum króna, en var 11 milljarðar í fyrra. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent
Nú streyma uppgjörin fyrir annan ársfjórðung frá bílaframleiðendum og í leiðinni góðar fréttir fyrir eigendur hlutabréfa í þeim. General Motors tilkynnti í gær um 149 milljarða hagnað, langt umfram það sem spáð var. Mercedes Benz greindi einnig frá risavöxnum 550 milljarða hagnaði í gær. Þrátt fyrir að hagnaður Hyundai og Kia hafi fallið um 32% á milli ára var hann samt 203 milljarðar króna á þessum öðrum fjórðungi ársins. Hjá General Motors myndaðist mestur hagnaður á heimavelli í Bandaríkjunum og á þar mikil eftirspurn eftir pallbílum og jeppum fyrirtækisins mestan þátt. GM hagnaðist einnig vel á sölu bíla í Kína þrátt fyrir að þar fari sala bíla hnygnandi og kom tæplega helmingur hagnaðarins þaðan. Í Evrópu er aðra sögu að segja, en þar var tap á sölu bíla GM eins og reyndar til æði margra ára. GM tókst þó að minnka tapið í Evrópu niður í 6 milljarða, en tapið í fyrra nam heilum 41 milljarði. Gerðist þetta þrátt fyrir bílasöluhrunið í Rússlandi. Það sem mestu máli skiptir fyrir GM í Evrópu er sala Opel og Vauxhall bíla og virðist hún því vera að braggast mjög. Salan í S-Ameríku skilaði einnig tapi og nam það 19 milljörðum króna, en var 11 milljarðar í fyrra.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent