Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2015 11:56 Baldur Thorlacius var starfsmaður viðskiptaeftirlits Kauphallar Íslands á ákærutímabilinu sem nær frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Mynd/Ingólfur Júlíusson Baldur Thorlacius, fyrsta vitnið í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, kom fyrir dóminn í dag. Baldur var starfsmaður viðskiptaeftirlits Kauphallar Íslands á ákærutímabilinu sem nær frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Hann byrjaði á því að fara almennt yfir það hvernig eftirlitinu var háttað. Nefndi hann sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. Saksóknari, Björn Þorvaldsson, bar undir hann nokkrar bjöllur sem hringdu á árinu 2008 vegna viðskipta Kaupþings í Kauphöllinni. Við bjöllu sem hringdi þann 11. september hafði Baldur skrifað eftirfarandi: „Verðið keyrt upp um og yfir 2% í nokkrum viðskiptum. Fyrst kaupa eigin viðskipti, svo tilkynnir miðlun Kaupþings tiltölulega stór viðskipti. Svo keyrir TLS hjá SCA verðið upp enn meira. Full kröpp hækkun en ekkert ólög- og/eða reglubrot í fljótu bragði. Setjum watch.”Ræddu við sænska kollega Baldur var svo spurður út í tvær bjöllur sem hringdu þann 2. október, sex dögum áður en Kaupþing féll. Við seinni bjölluna skrifar Baldur: „Eigin viðskipti sterk á kauphliðinni eins og oft áður. Er til skoðunar.” Spurður út í þetta sagði Baldur að eftirlitið í Kauphöllinni hafi þarna nokkra daga á undan byrjað að fylgjast með kaupum eigin viðskipta Kaupþings í hlutabréfum bankans. Saksóknari spurði hann nákvæmlega hvenær kaup eigin viðskipta fóru að vekja athygli Kauphallar. „Það var síðla sumars 2008 án þess að við höfum talið á þeim tíma að þetta væru lögbrot. Við fórum svona aðeins að fylgjast með þessu. Svo í september 2008 fórum við að skoða þetta nánar. Við vorum að ræða þetta við kollega okkar í Stokkhólmi því Kaupþing var líka á markaði þar. [...] Í samtali við starfsmenn þar fengust þær upplýsingar að það var svipuð þróun á þeim markaði og þeir væru að skoða þetta líka þar.” Baldur sagði að starfsmönnum kauphallarinnar í Stokkhólmi hafi þótt há hlutdeild eigin viðskipta Kaupþings með bréf í bankanum sérkennileg og sérkennilegra var að þetta væri að gerast á báðum mörkuðum. Í seinni hluta september hafi starfsemi eigin viðskipta bankanna verið komin í ákveðið úttektarferli hjá Kauphöllinni á Íslandi.Sendi Fjármálaeftirlitinu bréf Björn spurði Baldur sérstaklega út í bréf sem hann sendi fyrir hönd Kauphallarinnar til Fjármálaeftirlitsins 2011 vegna kaupa viðskiptabankanna Kaupþings, Glitnis og Landsbankanum á eigin hlutabréfum fyrir hrun. Í bréfinu kemur meðal annars fram að þegar almennur söluþrýstingur hafi verið á mörkuðum, bæði hér heima og erlendis, og neikvæðar fréttir voru á markaði þá „allt að því einokuðu eigin viðskipti bankanna kauphlið tilboðabókar eigin félags. Slíkur kaupþrýstingur getur eðli málsins samkvæmt haft talsverð áhrif á verðmyndun hlutabréfanna.” Saksóknari bað Baldur um að útskýra þetta nánar og vísaði hann þá til þess að þarna væri hugsanlega verið að auka eftirspurn eftir hlutabréfunum sem hefði það í för með sér að verðið hækkaði.„Kannski vísbending um markaðsmisnotkun” Í bréfinu er minnst sérstaklega á tímabilið frá 29. september til 3. október 2008 en ríkið tók Glitnir yfir 29. september. Segir að söluþrýstingur á Kaupþingsbréfum hafi verið hvað mestur á þessum tíma en eigin viðskipti bankans hafi þó verið mjög virk í að kaupa bréf í bankanum. „Þar að auki vekur athygli að fyrstu tvo dagana eftir að tilkynnt var um kaup ríkisins á Glitni hafi verð á hlutabréfum Kaupþings lækkan minna heldur en verð hlutabréfa fjármálafyrirtækja á Norðurlöndum almennt.” Sagði Baldur aðspurður að þetta væri „kannski vísbending um markaðsmisnotkun.” Þó er tekið fram í bréfinu „að þátttaka eigin viðskipta bankanna í tilboðabókum sinna félaga var einnig umtalsverð á fyrrihluta ársins.” Saksóknari spurði hvort sérstaklega hafi verið fylgst með því hjá Kauphöllinni en sagði Baldur að svo hefði ekki verið. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Deilt um stöðu vitnis í markaðsmisnotkunarmálinu Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófust í dag í Héraðsdómi Reykjavík. Alls eru níu ákærðir í málinu fyrir annað markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik. 7. maí 2015 11:02 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Baldur Thorlacius, fyrsta vitnið í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, kom fyrir dóminn í dag. Baldur var starfsmaður viðskiptaeftirlits Kauphallar Íslands á ákærutímabilinu sem nær frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Hann byrjaði á því að fara almennt yfir það hvernig eftirlitinu var háttað. Nefndi hann sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. Saksóknari, Björn Þorvaldsson, bar undir hann nokkrar bjöllur sem hringdu á árinu 2008 vegna viðskipta Kaupþings í Kauphöllinni. Við bjöllu sem hringdi þann 11. september hafði Baldur skrifað eftirfarandi: „Verðið keyrt upp um og yfir 2% í nokkrum viðskiptum. Fyrst kaupa eigin viðskipti, svo tilkynnir miðlun Kaupþings tiltölulega stór viðskipti. Svo keyrir TLS hjá SCA verðið upp enn meira. Full kröpp hækkun en ekkert ólög- og/eða reglubrot í fljótu bragði. Setjum watch.”Ræddu við sænska kollega Baldur var svo spurður út í tvær bjöllur sem hringdu þann 2. október, sex dögum áður en Kaupþing féll. Við seinni bjölluna skrifar Baldur: „Eigin viðskipti sterk á kauphliðinni eins og oft áður. Er til skoðunar.” Spurður út í þetta sagði Baldur að eftirlitið í Kauphöllinni hafi þarna nokkra daga á undan byrjað að fylgjast með kaupum eigin viðskipta Kaupþings í hlutabréfum bankans. Saksóknari spurði hann nákvæmlega hvenær kaup eigin viðskipta fóru að vekja athygli Kauphallar. „Það var síðla sumars 2008 án þess að við höfum talið á þeim tíma að þetta væru lögbrot. Við fórum svona aðeins að fylgjast með þessu. Svo í september 2008 fórum við að skoða þetta nánar. Við vorum að ræða þetta við kollega okkar í Stokkhólmi því Kaupþing var líka á markaði þar. [...] Í samtali við starfsmenn þar fengust þær upplýsingar að það var svipuð þróun á þeim markaði og þeir væru að skoða þetta líka þar.” Baldur sagði að starfsmönnum kauphallarinnar í Stokkhólmi hafi þótt há hlutdeild eigin viðskipta Kaupþings með bréf í bankanum sérkennileg og sérkennilegra var að þetta væri að gerast á báðum mörkuðum. Í seinni hluta september hafi starfsemi eigin viðskipta bankanna verið komin í ákveðið úttektarferli hjá Kauphöllinni á Íslandi.Sendi Fjármálaeftirlitinu bréf Björn spurði Baldur sérstaklega út í bréf sem hann sendi fyrir hönd Kauphallarinnar til Fjármálaeftirlitsins 2011 vegna kaupa viðskiptabankanna Kaupþings, Glitnis og Landsbankanum á eigin hlutabréfum fyrir hrun. Í bréfinu kemur meðal annars fram að þegar almennur söluþrýstingur hafi verið á mörkuðum, bæði hér heima og erlendis, og neikvæðar fréttir voru á markaði þá „allt að því einokuðu eigin viðskipti bankanna kauphlið tilboðabókar eigin félags. Slíkur kaupþrýstingur getur eðli málsins samkvæmt haft talsverð áhrif á verðmyndun hlutabréfanna.” Saksóknari bað Baldur um að útskýra þetta nánar og vísaði hann þá til þess að þarna væri hugsanlega verið að auka eftirspurn eftir hlutabréfunum sem hefði það í för með sér að verðið hækkaði.„Kannski vísbending um markaðsmisnotkun” Í bréfinu er minnst sérstaklega á tímabilið frá 29. september til 3. október 2008 en ríkið tók Glitnir yfir 29. september. Segir að söluþrýstingur á Kaupþingsbréfum hafi verið hvað mestur á þessum tíma en eigin viðskipti bankans hafi þó verið mjög virk í að kaupa bréf í bankanum. „Þar að auki vekur athygli að fyrstu tvo dagana eftir að tilkynnt var um kaup ríkisins á Glitni hafi verð á hlutabréfum Kaupþings lækkan minna heldur en verð hlutabréfa fjármálafyrirtækja á Norðurlöndum almennt.” Sagði Baldur aðspurður að þetta væri „kannski vísbending um markaðsmisnotkun.” Þó er tekið fram í bréfinu „að þátttaka eigin viðskipta bankanna í tilboðabókum sinna félaga var einnig umtalsverð á fyrrihluta ársins.” Saksóknari spurði hvort sérstaklega hafi verið fylgst með því hjá Kauphöllinni en sagði Baldur að svo hefði ekki verið.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Deilt um stöðu vitnis í markaðsmisnotkunarmálinu Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófust í dag í Héraðsdómi Reykjavík. Alls eru níu ákærðir í málinu fyrir annað markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik. 7. maí 2015 11:02 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Deilt um stöðu vitnis í markaðsmisnotkunarmálinu Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófust í dag í Héraðsdómi Reykjavík. Alls eru níu ákærðir í málinu fyrir annað markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik. 7. maí 2015 11:02