Grótta og FH unnu sína leiki í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Grótta vann Val á meðan HK vann FH.
Grótta var mun sterkari aðilinn og leiddi með tíu mörkum, 17-7, í hálfleik á Seltjarnanesinu. Lokatölur urðu svo sex marka sigur Gróttu, 25-19.
Laufey Ásta Guðmundsdóttir fór á kostum og skoraði tíu mörk, en næst kom Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með sex mörk gegn sínum fyrrum félögum.
Sigurlaug Rúnarsdóttir var markahæst hjá Val með sex mörk.
Grótta er því með þriggja stiga forskot á toppnum á Fram sem á þó leik til góða. Valur er í sjötta sæti með sextán stig.
HK vann FH í hörkuleik í Digranesinu í dag, en fyrir leikinn voru liðin í áttunda og tíunda sæti deildarinnar.
HK leiddi í hálfleik, 11-6 og var alltaf skrefi á undan. Þær unnu að lokum þriggja marka sigur; 24-21.
Emma Havin Sardardóttir var atkvæðamest hjá FH og skoraði sex mörk. Heiðdís Rún Guðmundsdóttir skoraði flest fyrir FH eða sex talsins.
FH í tíunda sætinu ennþá og HK einnig enn í því áttunda, en nú með fjórtán stig.
Leik ÍBV og Hauka var frestað fram til þriðjudags.
Laufey Ásta skaut Val í kaf | HK vann FH
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn



