Yrði algjört æði að kveðja með titli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2015 06:30 Sara Rún Hinriksdóttir í leik með Keflavíkurliðinu. Fréttablaðið/stefán Hin átján ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir er í stóru hlutverki hjá kvennaliði Keflavíkur sem hefur ekki tapað í úrslitakeppninni í ár þegar liðið mætir í fyrsta leik lokaúrslitanna á móti deildarmeisturum Snæfells í kvöld. Leikirnir í lokaúrslitunum verða síðustu leikir Söru með Keflavíkurliðinu því hún er á leiðinni út í háskólanám í Bandaríkjunum næsta vetur. „Við erum allar orðnar mjög spenntar enda erum við búnar að bíða í heila viku,“ segir Sara Rún en Keflavík vann 3-0 sigur á Haukum í undanúrslitunum. Keflavíkurkonur töpuðu fyrir Grindavík í bikarúrslitaleiknum og þær ætla sér að bæta fyrir það. „Við ætlum ekki að missa að þessum líka. Við vorum mjög svekktar eftir hann en ætlum okkur að vinna þennan,“ segir Sara. Framundan eru síðustu leikir hennar með Keflavíkurliðinu í bili. „Þetta er löngu ákveðið og ég er búin að stefna að þessu mjög lengi. Ég er mjög glöð með að þetta sé að ganga upp en ég er ekki alveg að átta mig á því að það sé svona stutt í þetta,“ segir Sara. Keflavíkurliðið virðist vera að koma upp á réttum tíma. „Við spiluðum rosalega vel saman í vörn sem sókn á móti Haukunum. Vonandi heldur það áfram á móti Snæfelli,“ segir Sara sem skoraði 17,0 stig að meðaltali í seríunni og varð stigahæsti íslenski leikmaðurinn í undanúrslitunum. Hún vill ekki gera of mikið úr sínu hlutverki eða pressunni á liðinu. „Það er mikið af góðum stelpum í Keflavíkurliðinu og það eru því margir lykilleikmenn sem gætu stigið fram í úrslitaleikjunum. Ábyrgðin er því að dreifast hjá okkur. Það er kannski engin sérstök pressa á okkur. Keflavík er samt Keflavík og það búast allir við titli. Ég held að pressan komi aðallega frá okkur sjálfum,“ segir Sara.Klárar á þremur árum Tvíburasystir Söru, Bríet, er einnig í Keflavíkurliðinu og þær hafa spilað saman með öllum liðum, bæði félagsliðum og landsliðum. Nú spila þær ekki saman næsta vetur. „Hún er ekki að útskrifast alveg strax en ég er að útskrifast á þremur árum,“ segir Sara. Hún talar samt eins og þríburi því jafnaldri hennar og Bríetar, Sandra Lind Þrastardóttir, hefur einnig spilað við hlið hennar alla tíð. „Við erum þrjár bestu vinkonur og alveg límdar saman. Við vorum að átta okkur á því í fyrradag að þetta yrðu síðustu leikirnir okkar saman,“ segir Sara og viðurkennir að hafa þá sýnt tilfinningar. Sara ætlar sér líka stóra hluti í náminu. „Ég er ekki búin að ákveða mig en ég ætla að ná mér í gott nám. Ég er að skoða læknisfræði en það er ekki orðið staðfest,“ segir Sara sem valdi Canisius úr góðum hópi skóla sem vildu fá hana. Hún fékk að fara í heimsókn til Buffalo og heillaðist strax.Tilbúnar í alvöru seríu Keflavík sló Snæfell út úr undanúrslitunum bikarsins og liðin unnu tvo leiki hvort í deildarkeppninni. „Þær eru mjög góðar á heimavelli og við höfum alveg fengið að finna fyrir því. Við unnum þær samt í fyrsta leiknum sem við spiluðum í Hólminum í vetur þannig að við vitum að það er hægt,“ segir Sara en hvað þarf helst að ganga upp? „Það þarf eiginlega allt að ganga upp hjá okkur því Snæfellsliðið er með mjög góða leikmenn. Við þurfum kannski helst að stoppa þessi hraðaupphlaup hjá þeim. Við höfum bæði breidd og leikmenn í allar stöður. Við erum alveg tilbúnar í alvöru seríu,“ segir Sara Rún og bætir við að lokum: „Það yrði algjört æði að kveðja með Íslandsmeistaratitli.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Hin átján ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir er í stóru hlutverki hjá kvennaliði Keflavíkur sem hefur ekki tapað í úrslitakeppninni í ár þegar liðið mætir í fyrsta leik lokaúrslitanna á móti deildarmeisturum Snæfells í kvöld. Leikirnir í lokaúrslitunum verða síðustu leikir Söru með Keflavíkurliðinu því hún er á leiðinni út í háskólanám í Bandaríkjunum næsta vetur. „Við erum allar orðnar mjög spenntar enda erum við búnar að bíða í heila viku,“ segir Sara Rún en Keflavík vann 3-0 sigur á Haukum í undanúrslitunum. Keflavíkurkonur töpuðu fyrir Grindavík í bikarúrslitaleiknum og þær ætla sér að bæta fyrir það. „Við ætlum ekki að missa að þessum líka. Við vorum mjög svekktar eftir hann en ætlum okkur að vinna þennan,“ segir Sara. Framundan eru síðustu leikir hennar með Keflavíkurliðinu í bili. „Þetta er löngu ákveðið og ég er búin að stefna að þessu mjög lengi. Ég er mjög glöð með að þetta sé að ganga upp en ég er ekki alveg að átta mig á því að það sé svona stutt í þetta,“ segir Sara. Keflavíkurliðið virðist vera að koma upp á réttum tíma. „Við spiluðum rosalega vel saman í vörn sem sókn á móti Haukunum. Vonandi heldur það áfram á móti Snæfelli,“ segir Sara sem skoraði 17,0 stig að meðaltali í seríunni og varð stigahæsti íslenski leikmaðurinn í undanúrslitunum. Hún vill ekki gera of mikið úr sínu hlutverki eða pressunni á liðinu. „Það er mikið af góðum stelpum í Keflavíkurliðinu og það eru því margir lykilleikmenn sem gætu stigið fram í úrslitaleikjunum. Ábyrgðin er því að dreifast hjá okkur. Það er kannski engin sérstök pressa á okkur. Keflavík er samt Keflavík og það búast allir við titli. Ég held að pressan komi aðallega frá okkur sjálfum,“ segir Sara.Klárar á þremur árum Tvíburasystir Söru, Bríet, er einnig í Keflavíkurliðinu og þær hafa spilað saman með öllum liðum, bæði félagsliðum og landsliðum. Nú spila þær ekki saman næsta vetur. „Hún er ekki að útskrifast alveg strax en ég er að útskrifast á þremur árum,“ segir Sara. Hún talar samt eins og þríburi því jafnaldri hennar og Bríetar, Sandra Lind Þrastardóttir, hefur einnig spilað við hlið hennar alla tíð. „Við erum þrjár bestu vinkonur og alveg límdar saman. Við vorum að átta okkur á því í fyrradag að þetta yrðu síðustu leikirnir okkar saman,“ segir Sara og viðurkennir að hafa þá sýnt tilfinningar. Sara ætlar sér líka stóra hluti í náminu. „Ég er ekki búin að ákveða mig en ég ætla að ná mér í gott nám. Ég er að skoða læknisfræði en það er ekki orðið staðfest,“ segir Sara sem valdi Canisius úr góðum hópi skóla sem vildu fá hana. Hún fékk að fara í heimsókn til Buffalo og heillaðist strax.Tilbúnar í alvöru seríu Keflavík sló Snæfell út úr undanúrslitunum bikarsins og liðin unnu tvo leiki hvort í deildarkeppninni. „Þær eru mjög góðar á heimavelli og við höfum alveg fengið að finna fyrir því. Við unnum þær samt í fyrsta leiknum sem við spiluðum í Hólminum í vetur þannig að við vitum að það er hægt,“ segir Sara en hvað þarf helst að ganga upp? „Það þarf eiginlega allt að ganga upp hjá okkur því Snæfellsliðið er með mjög góða leikmenn. Við þurfum kannski helst að stoppa þessi hraðaupphlaup hjá þeim. Við höfum bæði breidd og leikmenn í allar stöður. Við erum alveg tilbúnar í alvöru seríu,“ segir Sara Rún og bætir við að lokum: „Það yrði algjört æði að kveðja með Íslandsmeistaratitli.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira