Audi A6 L E-Tron í Shanghai Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2015 09:15 Audi A6 L E-Tron. Audi fjölgar sífellt tvíorkubílum sínum og sýndi þann nýjasta, Audi A6 L E-Tron, á bílasýningunni í Shanghai um daginn. Þar fer bíll með uppgefna 2,2 lítra eyðslu en drifrásin samanstendur af 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu og rafmótorum. Bensínvélin skilar 211 hestöflum og rafmótorarnir 122 hestöflum, en sameiginlegt afl er þó takmarkað við 245 hestöfl. Hann er 8,4 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 210 km/klst. Þessi lengdi Audi A6 kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagninu eingöngu og hann nær 135 km hraða þannig, en meiri hraði krefst aðstoðar bensínvélarinnar. Þessi nýja útfærsla Audi A6 er í fyrstu eingöngu ætluð Kínamarkaði og þar sem Audi framleiðir nú þegar lengda gerð Audi A6 í Kína, er þessi bíll rökrétt framhald. Audi A6 L E-Tron er einn af þremur tvíorkubílum sem Audi sýnir nú á bílasýningunni í Shanghai, en hinir tveir eru Audi Q7 E-Tron og Audi Prologue Allroad Concept. Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent
Audi fjölgar sífellt tvíorkubílum sínum og sýndi þann nýjasta, Audi A6 L E-Tron, á bílasýningunni í Shanghai um daginn. Þar fer bíll með uppgefna 2,2 lítra eyðslu en drifrásin samanstendur af 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu og rafmótorum. Bensínvélin skilar 211 hestöflum og rafmótorarnir 122 hestöflum, en sameiginlegt afl er þó takmarkað við 245 hestöfl. Hann er 8,4 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 210 km/klst. Þessi lengdi Audi A6 kemst fyrstu 50 kílómetrana á rafmagninu eingöngu og hann nær 135 km hraða þannig, en meiri hraði krefst aðstoðar bensínvélarinnar. Þessi nýja útfærsla Audi A6 er í fyrstu eingöngu ætluð Kínamarkaði og þar sem Audi framleiðir nú þegar lengda gerð Audi A6 í Kína, er þessi bíll rökrétt framhald. Audi A6 L E-Tron er einn af þremur tvíorkubílum sem Audi sýnir nú á bílasýningunni í Shanghai, en hinir tveir eru Audi Q7 E-Tron og Audi Prologue Allroad Concept.
Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent