Enski boltinn

Mourinho framlengir: Ég verð hér þar til herra Abramovich segir mér að fara

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho vill hvergi annarsstaðar vera.
José Mourinho vill hvergi annarsstaðar vera. vísir/getty
Samkvæmt fréttum bresku blaðanna í morgun er José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, búinn að munnlega samþykkja tveggja ára framlengingu á samningi sínum við félagið.

Mourinho gerði Chelsea að Englandsmeisturum á sunnudaginn í fyrsta sinn í fimm ár, en það var jafnframt fimmti Englandsmeistaratitill félagsins.

Hann gerði fjögurra ára samning við Chelsea þegar hann sneri aftur í júní 2013 og var því hálfnaður, en nú er ljóst að Portúgalinn verður á Brúnni til 2019 klári hann samninginn.

Mourinho yfirgaf Chelsea í september 2007 eftir að gera liðið tvisvar sinnum að Englandsmeistara. Hann dvaldi í tvö ár hjá Inter og fór svo til Inter áður en hann sneri aftur til Lundúna.

Hann nýtur lífsins á Stamford Bridge enda búinn að byggja upp meistaralið og vill hann vera stjóri félagsins þar til Roman Abramovic sparkar honum aftur á dyr.

„Eins og ég hef sagt alla leiktíðina vil ég vera hérna svo lengi sem Abramovich vill hafa mig. Daginn sem hann segir mér að fara, fer ég,“ segir José Mourinho.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×