Með sérleyfi á fjöllin fyrir þyrluskíðaferðir Kristján Már Unnarsson skrifar 2. febrúar 2015 19:45 Þrjú fyrirtæki hafa nú haslað sér völl í þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga og hefur elsta fyrirtækið gripið til þess ráðs að semja við landeigendur og sveitarfélög um sérleyfi til að lenda með skíðamenn á fjallstindum. „Það er eðlilegt þegar eitthvað gengur vel á Íslandi, þá fara allir af stað,“ segir Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður sem ruddi brautina í þessari tegund ferðaþjónustu á Tröllaskaga þegar hann stofnaði fyrirtækið Bergmenn árið 2008. Tvö önnur fyrirtæki bættust við í fyrra, annað á Ólafsfirði og hitt á Siglufirði og í Fljótum. Jökull var hins vegar áður byrjaður að gera einkaréttarsamninga.Jökull Bergmann á Klængshóli í Skíðadal, eigandi Bergmanna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það eru kannski fyrstu samningar á Íslandi sem hafa verið gerðir við landeigendur um einkarétt á nýtingu á þeirra landi til þessa ákveðna hlutar, þar sem þeir eru að fá greiðslu fyrir, - bæði búinn að gera mikið af samningum við landeigendur og svo sveitarfélögin á svæðinu, einfaldlega til að koma í veg fyrir að varan yrði eyðilögð.“ Bandarískir ferðamenn sem við hittum á Klængshóli í Skíðadal nefndu þá upplifun að vera einir á ferðinni þar sem engir aðrir væru. „Svona starfsemi þarf gríðarlega mikið pláss vegna þess að varan sem fólk er að kaupa er í raun að hafa aðgang að óskíðuðum brekkum, það er að segja að enginn annar hafi skíðað þar,“ segir Jökull.Skíðamennirnir sækjast eftir brekkum þar sem engin skíðaför sjást og engir aðrir eru á ferðinni.Mynd/Bergmenn.Í Ólafsfirði hóf Björgvin Björgvinsson rekstur Viking-þyrluskíðafyrirtækisins í fyrra. Hann gerði þá athugasemdir við að Dalvíkurbyggð og Grýtubakkahreppur skyldu semja um einkarétt við Jökul. Björgvin hefur þó ekki látið reyna á þá samninga og segist í samtali við Stöð 2 vonast til að allir geti lifað saman í sátt. Hann segir svæðið það stórt að viðskiptavinir ættu ekki að verða varir við þyrlur frá öðrum. Sveitarfélagið Fjallabyggð hefur hins vegar ekki gert slíka samninga. Jökull Bergmann hefur áhyggjur. „Þetta er í raun eins og með allar aðrar auðlindir, sama hvort það er fiskur eða eitthvað annað; ef þú ofveiðir, þá taparðu á endanum, alveg klárlega, þótt þú græðir kannski í augnablikinu.“ Fjallað var um fyrirtæki Jökuls, Bergmenn, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í síðustu viku.Þyrla flýgur í Skíðadal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fjallabyggð Skagafjörður Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Sjá meira
Þrjú fyrirtæki hafa nú haslað sér völl í þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga og hefur elsta fyrirtækið gripið til þess ráðs að semja við landeigendur og sveitarfélög um sérleyfi til að lenda með skíðamenn á fjallstindum. „Það er eðlilegt þegar eitthvað gengur vel á Íslandi, þá fara allir af stað,“ segir Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður sem ruddi brautina í þessari tegund ferðaþjónustu á Tröllaskaga þegar hann stofnaði fyrirtækið Bergmenn árið 2008. Tvö önnur fyrirtæki bættust við í fyrra, annað á Ólafsfirði og hitt á Siglufirði og í Fljótum. Jökull var hins vegar áður byrjaður að gera einkaréttarsamninga.Jökull Bergmann á Klængshóli í Skíðadal, eigandi Bergmanna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það eru kannski fyrstu samningar á Íslandi sem hafa verið gerðir við landeigendur um einkarétt á nýtingu á þeirra landi til þessa ákveðna hlutar, þar sem þeir eru að fá greiðslu fyrir, - bæði búinn að gera mikið af samningum við landeigendur og svo sveitarfélögin á svæðinu, einfaldlega til að koma í veg fyrir að varan yrði eyðilögð.“ Bandarískir ferðamenn sem við hittum á Klængshóli í Skíðadal nefndu þá upplifun að vera einir á ferðinni þar sem engir aðrir væru. „Svona starfsemi þarf gríðarlega mikið pláss vegna þess að varan sem fólk er að kaupa er í raun að hafa aðgang að óskíðuðum brekkum, það er að segja að enginn annar hafi skíðað þar,“ segir Jökull.Skíðamennirnir sækjast eftir brekkum þar sem engin skíðaför sjást og engir aðrir eru á ferðinni.Mynd/Bergmenn.Í Ólafsfirði hóf Björgvin Björgvinsson rekstur Viking-þyrluskíðafyrirtækisins í fyrra. Hann gerði þá athugasemdir við að Dalvíkurbyggð og Grýtubakkahreppur skyldu semja um einkarétt við Jökul. Björgvin hefur þó ekki látið reyna á þá samninga og segist í samtali við Stöð 2 vonast til að allir geti lifað saman í sátt. Hann segir svæðið það stórt að viðskiptavinir ættu ekki að verða varir við þyrlur frá öðrum. Sveitarfélagið Fjallabyggð hefur hins vegar ekki gert slíka samninga. Jökull Bergmann hefur áhyggjur. „Þetta er í raun eins og með allar aðrar auðlindir, sama hvort það er fiskur eða eitthvað annað; ef þú ofveiðir, þá taparðu á endanum, alveg klárlega, þótt þú græðir kannski í augnablikinu.“ Fjallað var um fyrirtæki Jökuls, Bergmenn, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í síðustu viku.Þyrla flýgur í Skíðadal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Fjallabyggð Skagafjörður Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Sjá meira
Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18