Lexus íhugar Hilux útgáfu Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2015 10:30 Toyota Hilux. Lexus hefur greint frá áhuga á að framleiða lúxusgerð af Toyota Hilux pallbílnum, en Lexus er lúxusbílaarmur Toyota. Einhverjir hafa bent á að með þessu sé Lexus að svara spurningu sem enginn spurði, en engu að síður er aldrei að vita nema einmitt sé markaður fyrir slíkan bíl, en eftirspurn eftir pallbílum er til dæmis mjög mikil í Bandaríkjunum nú. Lexus íhugar einnig framleiðslu á 7 sæta útfærslu RX jeppa síns, sem og mjög smáum jepplingi, en ekki er síður mikil eftirspurn eftir slíkum bílum um allan heim. Ef að smíði pallbílsins verður er ljóst að honum er beitt gegn fyrirhuguðum lúxuspallbíl frá Mercedes Benz, sem sögur herma að fái stafina GLT. Sá bíll á að koma á markað árið 2019. Lexus pallbíll mun líklega koma á markað eftir það, ef að smíði hans verður. Lúxusbílaframleiðendur keppast nú við það að fylla uppí hvert gatið á fætur öðru í flokkum jeppa, jepplinga og pallbíla og svo virðist sem einmitt þar sé eftirspurnin mest í heiminum í dag. Því virðist það alls ekki vitlaus hugmynd hjá Lexus að einbeita sér að þessum flokkum bíla, ekki síst í ljósi þess að í herbúðum Toyota eru einmitt til slíkir bílar, sem stytta mun þróun afbrigða þeirra. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent
Lexus hefur greint frá áhuga á að framleiða lúxusgerð af Toyota Hilux pallbílnum, en Lexus er lúxusbílaarmur Toyota. Einhverjir hafa bent á að með þessu sé Lexus að svara spurningu sem enginn spurði, en engu að síður er aldrei að vita nema einmitt sé markaður fyrir slíkan bíl, en eftirspurn eftir pallbílum er til dæmis mjög mikil í Bandaríkjunum nú. Lexus íhugar einnig framleiðslu á 7 sæta útfærslu RX jeppa síns, sem og mjög smáum jepplingi, en ekki er síður mikil eftirspurn eftir slíkum bílum um allan heim. Ef að smíði pallbílsins verður er ljóst að honum er beitt gegn fyrirhuguðum lúxuspallbíl frá Mercedes Benz, sem sögur herma að fái stafina GLT. Sá bíll á að koma á markað árið 2019. Lexus pallbíll mun líklega koma á markað eftir það, ef að smíði hans verður. Lúxusbílaframleiðendur keppast nú við það að fylla uppí hvert gatið á fætur öðru í flokkum jeppa, jepplinga og pallbíla og svo virðist sem einmitt þar sé eftirspurnin mest í heiminum í dag. Því virðist það alls ekki vitlaus hugmynd hjá Lexus að einbeita sér að þessum flokkum bíla, ekki síst í ljósi þess að í herbúðum Toyota eru einmitt til slíkir bílar, sem stytta mun þróun afbrigða þeirra.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent