Bandarískar vörur hækka með sterkara gengi dollars 17. janúar 2015 13:00 Amerískt morgunkorn er á meðal þess sem er keypt frá Bandaríkjunum. fréttablaðið/teitur Bandaríkjadalur er tíu prósent dýrari í dag en hann var fyrir þremur mánuðum. Þann 16. október kostaði hann 120 krónur en í gær kostaði hann 132 krónur. Á einum mánuði, eða frá 16. desember, hefur hann hækkað um rúm sex prósent. Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka, segir skýringuna á hækkun Bandaríkjadals aðallega vera þá að Seðlabankinn sé að halda gengi krónunnar stöðugu á móti evru og evran hafi ekki verið lægri í tíu ár á móti dollarnum. Lækkun evru gagnvart dollara hafi því áhrif á gengi krónu gagnvart dollara. Regína segir að samkvæmt viðskiptavog Seðlabankans fyrir árið 2014 hafi hlutfall evru í vöruskiptum Íslendinga verið 38 prósent en hlutfall Bandaríkjadals var 12%. „Seðlabankinn er að reyna að halda gengisstöðugleika og á meðan langstærsti hluti utanríkisviðskipta okkar er í evrum, þá skiptir evran langmestu máli í gengisvísitölunni,“ segir Regína. Þess vegna sé kapp lagt á að halda gengi krónu stöðugu gagnvart evrunni. „Það er verið að lækka hagvaxtarspár í Evrópu á meðan miklu meiri kraftur er í bandaríska hagkerfinu og það er að endurspeglast í genginu þar á milli,“ segir Regína. Hækkun dollara gæti haft áhrif á verð ákveðinna vara sem fluttar eru hingað inn. Ýmsar dagvörur sem seldar eru hér eru keyptar í Bandaríkjadölum og hugsanlegt að neytendur muni finna fyrir hækkuninni. „Við kaupum slatta af vörum, morgunkorn og snakk, örbylgjupopp, ananas, rúsínur. Þannig að við erum svolítið stór dollaraheildsala. En morgunkornið vegur þyngst,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sölustjóri hjá heildversluninni Nathan & Olsen. Fleiri heildverslanir kaupa inn í dollurum, svo sem Innnes og Aðföng. Þorsteinn segist vissulega finna fyrir styrkingu dollarans. „Heldur betur, hann hefur hækkað úr 111-12 frá miðju síðasta ári og upp í 130 rúmlega. Ég held að við höfum framkvæmt eina hækkun, um 4-5 prósent. Við erum að vakta og skoða og reyna að halda í okkur eins og hægt er. En það segir sig sjálft að það er ekki hægt endalaust,“ segir Þorsteinn.fréttablaðið/arnþór Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bandaríkjadalur er tíu prósent dýrari í dag en hann var fyrir þremur mánuðum. Þann 16. október kostaði hann 120 krónur en í gær kostaði hann 132 krónur. Á einum mánuði, eða frá 16. desember, hefur hann hækkað um rúm sex prósent. Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka, segir skýringuna á hækkun Bandaríkjadals aðallega vera þá að Seðlabankinn sé að halda gengi krónunnar stöðugu á móti evru og evran hafi ekki verið lægri í tíu ár á móti dollarnum. Lækkun evru gagnvart dollara hafi því áhrif á gengi krónu gagnvart dollara. Regína segir að samkvæmt viðskiptavog Seðlabankans fyrir árið 2014 hafi hlutfall evru í vöruskiptum Íslendinga verið 38 prósent en hlutfall Bandaríkjadals var 12%. „Seðlabankinn er að reyna að halda gengisstöðugleika og á meðan langstærsti hluti utanríkisviðskipta okkar er í evrum, þá skiptir evran langmestu máli í gengisvísitölunni,“ segir Regína. Þess vegna sé kapp lagt á að halda gengi krónu stöðugu gagnvart evrunni. „Það er verið að lækka hagvaxtarspár í Evrópu á meðan miklu meiri kraftur er í bandaríska hagkerfinu og það er að endurspeglast í genginu þar á milli,“ segir Regína. Hækkun dollara gæti haft áhrif á verð ákveðinna vara sem fluttar eru hingað inn. Ýmsar dagvörur sem seldar eru hér eru keyptar í Bandaríkjadölum og hugsanlegt að neytendur muni finna fyrir hækkuninni. „Við kaupum slatta af vörum, morgunkorn og snakk, örbylgjupopp, ananas, rúsínur. Þannig að við erum svolítið stór dollaraheildsala. En morgunkornið vegur þyngst,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sölustjóri hjá heildversluninni Nathan & Olsen. Fleiri heildverslanir kaupa inn í dollurum, svo sem Innnes og Aðföng. Þorsteinn segist vissulega finna fyrir styrkingu dollarans. „Heldur betur, hann hefur hækkað úr 111-12 frá miðju síðasta ári og upp í 130 rúmlega. Ég held að við höfum framkvæmt eina hækkun, um 4-5 prósent. Við erum að vakta og skoða og reyna að halda í okkur eins og hægt er. En það segir sig sjálft að það er ekki hægt endalaust,“ segir Þorsteinn.fréttablaðið/arnþór
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira