Fjármagna útskriftarveisluna með krafti fjöldans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2015 09:15 Vignir Örn í broddi fylkingar og Marinó fyrir aftan. Félagarnir og frumkvöðlarnir Vignir Örn Guðmundsson og Marinó Valdimarsson ætla að halda heldur óhefðbundna útskriftarveislu í lok janúar, en þeir eru báðir nýúskrifaðir úr meistaranámi. Veislan verður fjármögnuð með krafti fjöldans og afþakka þeir því allar gjafir. Veislan verður sérsniðin að sameiginlegum markmiðum sem munu ákvarða hverjir munu sjá um að halda uppi fjörinu. Þeir hafa því opnað vefsíðu, eins konar hópfjármögnunarsíðu, þar sem aðstandendur þeirra félaga geta keypt sér aðgangsmiða í samkvæmið. „Við stefnum á að safna 2500 dollurum, eða um 330 þúsund krónum. Það er takmarkið. Raunverulega markmiðið eru 4500 dollarar [594 þúsund krónur] en það er sú upphæð sem þarf til að fá Dóra DNA til að koma og vera með uppistand og hljómsveitina Úlf Úlf til að spila,“ segir Vignir Örn.Ræðuhöld, skífuþeytingar og konungleg háborð Piltarnir opnuðu vefsíðuna á mánudag og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Á einum sólarhring höfðu þeir safnað rúmum 330 þúsund krónum og hafa því þar með náð takmarkinu. Viðburðurinn virkar þannig að þeir sem hafa áhuga á að mæta kaupa sér boðskort í samkvæmið á rúmar tvö þúsund krónur. Það gefur samkvæmisgestum aðgang að léttum matar- og áfengisveitingum en um leið heljarinnar skemmtun. Því hærri sem upphæðin verður, því veglegri verður viðburðurinn. „Það eru líka aðrir möguleikar í boði. Það er meðal annars hægt að greiða fyrir að gerast DJ í eitt lag. Þá fær sá aðili að þeyta skífum fyrir níu dollara [1.200 kr]. Þá er hægt greiða fyrir passa sem gefur þér kost á að fara fram fyrir raðir – á barinn eða klósettið, eða í raun bara þær raðir sem gætu skapast. Síðan er hægt að fá að greiða fyrir að halda þriggja mínútna ræðu og hægt að kaupa konunglegt háborð sem kostar 199 dollara eða 26 þúsund. Þau eru reyndar uppseld,“ segir Vignir. Hugmyndin spratt eftir samræður þeirra félaga við mæður sínar um hver ætti að greiða fyrir veisluna. Þeir ákváðu því að hugsa út fyrir kassann, enda geta útskriftarveislur verið afar kostnaðarsamar. „Við vissum að það gæti verið til leið til að fá fólk til að taka þátt í þessu með okkur. Þessar síður eru orðnar svo góðar og notendavænar og ákváðum að rannsaka það aðeins betur. Við sáum það svo að það var ekkert til fyrirstöðu,“ segir hann. „Við í raun eigum nóg af skyrtum, slaufum og svona hinum hefðbundnu gjöfum sem við hugsanlega fengjum í útskriftargjöf. Þannig að við vildum frekar fókusa á mjög skemmtilegan viðburð með öllu okkar fólki og þetta virtist vera góð lausn.“Fyrsta hópfjármagnaða partý Íslandssögunnar Allir geta lagt lóð sín á vogaskálarnar en Vignir segist þó vonast til þess að sjá sem flesta af sínum helstu vinum og ættingjum. „Þetta er auðvitað útskriftarpartý og við erum að reyna að ná að skapa þetta þannig að þetta verði aðallega okkar vinir og kunningjar, en vissulega er öllum frjálst að kaupa boðsmiða,“ segir Vignir og bætir við að öll gæsla verði tryggð. „Þetta hefur örugglega verið gert úti í heimi en ég held það sé alveg öruggt að þetta hefur ekki verið gert á Íslandi. Ég held það sé pottþétt að þetta sé „crowdfunded“ partý Íslandssögunnar.“ Vignir Örn og Marinó eru afar góðir vinir en hafa þó ekki þekkst lengi. Þeir kynntust er þeir öttu kappi í frumkvöðlakeppni Gulleggsins og eiga það báðir sameiginlegt að vinna hjá frumkvöðlafyrirtækjum í Reykjavík. Vignir lærði tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík og Marinó verkfræði í háskóla í Hollandi.Hér má sjá upplýsingar um viðburðinn. Hópfjármögnunarsíður, eða „crowdfund“ hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum. Karolina Fund er fyrsta hópfjármögnunarsíða landsins en henni var hleypt af stokkunum árið 2012. Eigendur tískuvörumerksins og verslunarinnar JÖR leituðu meðal annars á náðir Karolina Fund og náðu þannig að ljúka hlutafjáraukningu til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtæksins við Laugaveg. Sirkus Íslands nýtti sér einnig vefsíðuna sem og Stundin. Kynningamyndband þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Stundin slær met á Karolina fund Hafa safnað tveimur milljónum, en markmiðið er fimm milljónir. 6. janúar 2015 16:47 Safnaði fyrir græna kortinu á netinu Jóhanna setti af stað hópfjármögnun fyrir græna kortinu til að geta verið í sama landi og sinn heittelskaði. 27. janúar 2014 09:00 Auka hlutafé Jör með hópfjármögnun Hlutafé Jör hefur verið aukið með hópfjármögnun sem á að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Fjárfestar fá inneign í versluninni og lítinn hlut í Jör. Stækkaði miklu hraðar en áætlað var. 12. nóvember 2014 07:00 Hildur safnar fyrir ráðstefnuferð Hildur Lilliendahl er búin að safna 120 þúsund krónum fyrir ferð á ráðstefnuna Nordiskt Forum í Malmö. 26. febrúar 2014 10:00 Bjargaði bakaríinu með hópfjármögnun Nýlega opnað bakarí í Ferguson var lagt í rúst í mótmælum á mánudaginn. 27. nóvember 2014 14:36 Sirkus Íslands heldur áfram Komið hefur á óvart hversu vel sirkustjaldið hefur staðið af sér íslenska veðrið. 12. desember 2014 10:00 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Félagarnir og frumkvöðlarnir Vignir Örn Guðmundsson og Marinó Valdimarsson ætla að halda heldur óhefðbundna útskriftarveislu í lok janúar, en þeir eru báðir nýúskrifaðir úr meistaranámi. Veislan verður fjármögnuð með krafti fjöldans og afþakka þeir því allar gjafir. Veislan verður sérsniðin að sameiginlegum markmiðum sem munu ákvarða hverjir munu sjá um að halda uppi fjörinu. Þeir hafa því opnað vefsíðu, eins konar hópfjármögnunarsíðu, þar sem aðstandendur þeirra félaga geta keypt sér aðgangsmiða í samkvæmið. „Við stefnum á að safna 2500 dollurum, eða um 330 þúsund krónum. Það er takmarkið. Raunverulega markmiðið eru 4500 dollarar [594 þúsund krónur] en það er sú upphæð sem þarf til að fá Dóra DNA til að koma og vera með uppistand og hljómsveitina Úlf Úlf til að spila,“ segir Vignir Örn.Ræðuhöld, skífuþeytingar og konungleg háborð Piltarnir opnuðu vefsíðuna á mánudag og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Á einum sólarhring höfðu þeir safnað rúmum 330 þúsund krónum og hafa því þar með náð takmarkinu. Viðburðurinn virkar þannig að þeir sem hafa áhuga á að mæta kaupa sér boðskort í samkvæmið á rúmar tvö þúsund krónur. Það gefur samkvæmisgestum aðgang að léttum matar- og áfengisveitingum en um leið heljarinnar skemmtun. Því hærri sem upphæðin verður, því veglegri verður viðburðurinn. „Það eru líka aðrir möguleikar í boði. Það er meðal annars hægt að greiða fyrir að gerast DJ í eitt lag. Þá fær sá aðili að þeyta skífum fyrir níu dollara [1.200 kr]. Þá er hægt greiða fyrir passa sem gefur þér kost á að fara fram fyrir raðir – á barinn eða klósettið, eða í raun bara þær raðir sem gætu skapast. Síðan er hægt að fá að greiða fyrir að halda þriggja mínútna ræðu og hægt að kaupa konunglegt háborð sem kostar 199 dollara eða 26 þúsund. Þau eru reyndar uppseld,“ segir Vignir. Hugmyndin spratt eftir samræður þeirra félaga við mæður sínar um hver ætti að greiða fyrir veisluna. Þeir ákváðu því að hugsa út fyrir kassann, enda geta útskriftarveislur verið afar kostnaðarsamar. „Við vissum að það gæti verið til leið til að fá fólk til að taka þátt í þessu með okkur. Þessar síður eru orðnar svo góðar og notendavænar og ákváðum að rannsaka það aðeins betur. Við sáum það svo að það var ekkert til fyrirstöðu,“ segir hann. „Við í raun eigum nóg af skyrtum, slaufum og svona hinum hefðbundnu gjöfum sem við hugsanlega fengjum í útskriftargjöf. Þannig að við vildum frekar fókusa á mjög skemmtilegan viðburð með öllu okkar fólki og þetta virtist vera góð lausn.“Fyrsta hópfjármagnaða partý Íslandssögunnar Allir geta lagt lóð sín á vogaskálarnar en Vignir segist þó vonast til þess að sjá sem flesta af sínum helstu vinum og ættingjum. „Þetta er auðvitað útskriftarpartý og við erum að reyna að ná að skapa þetta þannig að þetta verði aðallega okkar vinir og kunningjar, en vissulega er öllum frjálst að kaupa boðsmiða,“ segir Vignir og bætir við að öll gæsla verði tryggð. „Þetta hefur örugglega verið gert úti í heimi en ég held það sé alveg öruggt að þetta hefur ekki verið gert á Íslandi. Ég held það sé pottþétt að þetta sé „crowdfunded“ partý Íslandssögunnar.“ Vignir Örn og Marinó eru afar góðir vinir en hafa þó ekki þekkst lengi. Þeir kynntust er þeir öttu kappi í frumkvöðlakeppni Gulleggsins og eiga það báðir sameiginlegt að vinna hjá frumkvöðlafyrirtækjum í Reykjavík. Vignir lærði tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík og Marinó verkfræði í háskóla í Hollandi.Hér má sjá upplýsingar um viðburðinn. Hópfjármögnunarsíður, eða „crowdfund“ hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum. Karolina Fund er fyrsta hópfjármögnunarsíða landsins en henni var hleypt af stokkunum árið 2012. Eigendur tískuvörumerksins og verslunarinnar JÖR leituðu meðal annars á náðir Karolina Fund og náðu þannig að ljúka hlutafjáraukningu til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtæksins við Laugaveg. Sirkus Íslands nýtti sér einnig vefsíðuna sem og Stundin. Kynningamyndband þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Stundin slær met á Karolina fund Hafa safnað tveimur milljónum, en markmiðið er fimm milljónir. 6. janúar 2015 16:47 Safnaði fyrir græna kortinu á netinu Jóhanna setti af stað hópfjármögnun fyrir græna kortinu til að geta verið í sama landi og sinn heittelskaði. 27. janúar 2014 09:00 Auka hlutafé Jör með hópfjármögnun Hlutafé Jör hefur verið aukið með hópfjármögnun sem á að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Fjárfestar fá inneign í versluninni og lítinn hlut í Jör. Stækkaði miklu hraðar en áætlað var. 12. nóvember 2014 07:00 Hildur safnar fyrir ráðstefnuferð Hildur Lilliendahl er búin að safna 120 þúsund krónum fyrir ferð á ráðstefnuna Nordiskt Forum í Malmö. 26. febrúar 2014 10:00 Bjargaði bakaríinu með hópfjármögnun Nýlega opnað bakarí í Ferguson var lagt í rúst í mótmælum á mánudaginn. 27. nóvember 2014 14:36 Sirkus Íslands heldur áfram Komið hefur á óvart hversu vel sirkustjaldið hefur staðið af sér íslenska veðrið. 12. desember 2014 10:00 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Stundin slær met á Karolina fund Hafa safnað tveimur milljónum, en markmiðið er fimm milljónir. 6. janúar 2015 16:47
Safnaði fyrir græna kortinu á netinu Jóhanna setti af stað hópfjármögnun fyrir græna kortinu til að geta verið í sama landi og sinn heittelskaði. 27. janúar 2014 09:00
Auka hlutafé Jör með hópfjármögnun Hlutafé Jör hefur verið aukið með hópfjármögnun sem á að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Fjárfestar fá inneign í versluninni og lítinn hlut í Jör. Stækkaði miklu hraðar en áætlað var. 12. nóvember 2014 07:00
Hildur safnar fyrir ráðstefnuferð Hildur Lilliendahl er búin að safna 120 þúsund krónum fyrir ferð á ráðstefnuna Nordiskt Forum í Malmö. 26. febrúar 2014 10:00
Bjargaði bakaríinu með hópfjármögnun Nýlega opnað bakarí í Ferguson var lagt í rúst í mótmælum á mánudaginn. 27. nóvember 2014 14:36
Sirkus Íslands heldur áfram Komið hefur á óvart hversu vel sirkustjaldið hefur staðið af sér íslenska veðrið. 12. desember 2014 10:00