Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. maí 2015 07:00 Rannsókn málsins hófst eftir að Múrbúðin snéri sér til Samkeppniseftirlitsins. fréttablaðið/ernir Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 650 milljóna króna stjórnvaldssekt á Byko vegna umfangsmikils ólögmæts samráðs við gömlu Húsasmiðjuna. Rannsókn málsins hefur staðið yfir allt frá árinu 2011, en ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var birt í gær. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið telur að brot Byko séu mjög alvarleg og hafi verið framin af ásetningi. Brotin hafi verið til þess fallin að valda húsbyggjendum og almenningi öllum umtalsverðu tjóni. Sektin er lögð á móðurfélag Byko, Norvík. Rannsókn málsins hófst eftir að Múrbúðin sneri sér til Samkeppniseftirlitsins og upplýsti um tilraunir Byko og Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til þess að taka þátt í ólögmætu samráði. Auk þess upplýsti Múrbúðin um verðsamráð milli Byko og Húsasmiðjunnar. Að undangengnu mati á þessum upplýsingum ákvað Samkeppniseftirlitið að kæra nokkra einstaklinga, starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar, til lögreglu vegna gruns um brot gegn samkeppnislögum. Í kjölfarið var framkvæmd húsleit hjá Byko og Húsasmiðjunni þann 8. mars 2011. Í samræmi við ákvæði samkeppnislaga hefur Samkeppniseftirlitið rannsakað þátt fyrirtækjanna og lögregla þátt starfsmanna þeirra. Steinull hf., sem áður hét Steinullarverksmiðjan, er einnig sektuð um 20 milljónir króna fyrir að hafa veitt Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Múrbúðarinnar. Með því braut Steinull gegn skilyrðum sem sett voru vegna kaupa Byko, Húsasmiðjunnar og Kaupfélags Skagfirðinga á eignarhlutum í Steinullarverksmiðjunni. Skilyrðunum var ætlað að vinna gegn því að sameiginleg eignaraðild Byko og Húsasmiðjunnar að Steinull myndi takmarka samkeppni. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að brot þessa máls tengjast ekki núverandi rekstraraðilum Húsasmiðjunnar. Rannsókn á þætti Húsasmiðjunnar í málinu lauk í júlí á síðasta ári. Fyrrverandi rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., segir að gamla Húsasmiðjan hafi gert sátt við Samkeppniseftirlitið og viðurkennt að hafa átt í ólögmætu samráði við Byko. Þann 9. apríl síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness í sakamáli sem embætti sérstaks saksóknara höfðaði gegn starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar. Þeim dómi hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar. Samkeppniseftirlitið segir að sakamálið hafi ekki áhrif á niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Sakar Byko stofnunina um áróður með uppsetningu á upplýsingasíðu sem sett hefur verið upp vegna málsins. Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00 Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21 Mest lesið Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 650 milljóna króna stjórnvaldssekt á Byko vegna umfangsmikils ólögmæts samráðs við gömlu Húsasmiðjuna. Rannsókn málsins hefur staðið yfir allt frá árinu 2011, en ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var birt í gær. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið telur að brot Byko séu mjög alvarleg og hafi verið framin af ásetningi. Brotin hafi verið til þess fallin að valda húsbyggjendum og almenningi öllum umtalsverðu tjóni. Sektin er lögð á móðurfélag Byko, Norvík. Rannsókn málsins hófst eftir að Múrbúðin sneri sér til Samkeppniseftirlitsins og upplýsti um tilraunir Byko og Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til þess að taka þátt í ólögmætu samráði. Auk þess upplýsti Múrbúðin um verðsamráð milli Byko og Húsasmiðjunnar. Að undangengnu mati á þessum upplýsingum ákvað Samkeppniseftirlitið að kæra nokkra einstaklinga, starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar, til lögreglu vegna gruns um brot gegn samkeppnislögum. Í kjölfarið var framkvæmd húsleit hjá Byko og Húsasmiðjunni þann 8. mars 2011. Í samræmi við ákvæði samkeppnislaga hefur Samkeppniseftirlitið rannsakað þátt fyrirtækjanna og lögregla þátt starfsmanna þeirra. Steinull hf., sem áður hét Steinullarverksmiðjan, er einnig sektuð um 20 milljónir króna fyrir að hafa veitt Húsasmiðjunni upplýsingar um viðskiptakjör Múrbúðarinnar. Með því braut Steinull gegn skilyrðum sem sett voru vegna kaupa Byko, Húsasmiðjunnar og Kaupfélags Skagfirðinga á eignarhlutum í Steinullarverksmiðjunni. Skilyrðunum var ætlað að vinna gegn því að sameiginleg eignaraðild Byko og Húsasmiðjunnar að Steinull myndi takmarka samkeppni. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að brot þessa máls tengjast ekki núverandi rekstraraðilum Húsasmiðjunnar. Rannsókn á þætti Húsasmiðjunnar í málinu lauk í júlí á síðasta ári. Fyrrverandi rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., segir að gamla Húsasmiðjan hafi gert sátt við Samkeppniseftirlitið og viðurkennt að hafa átt í ólögmætu samráði við Byko. Þann 9. apríl síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness í sakamáli sem embætti sérstaks saksóknara höfðaði gegn starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar. Þeim dómi hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar. Samkeppniseftirlitið segir að sakamálið hafi ekki áhrif á niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Sakar Byko stofnunina um áróður með uppsetningu á upplýsingasíðu sem sett hefur verið upp vegna málsins.
Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00 Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21 Mest lesið Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12
Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00
Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21