Framleiðslu hætt á enn einum blæjubílnum Finnur Thorlacius skrifar 16. janúar 2015 15:58 Volkswagen Eos hverfur brátt af sjónarsviðinu. Þegar Volkswagen hóf framleiðslu Eos blæjubílsins voru blæjubílar enn vænleg framleiðsla bílaframleiðenda. Síðan þá hafa bílaframleiðendur hætt framleiðslu hvers blæjubílsins á fætur öðrum. Nú hefur Volkswagen tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Eos bílsins og fylgir hann í kjölfarið á blæjuútgáfum bíla eins og Lexus IS og SC, Volvo C70, Ford Focus, Opel Astra, Peugeot 207, Cadillac XLR, Chrysler 200 og Pontiac G6, en framleiðslu þeirra allra hefur verið hætt með blæju. Volkswagen framleiðir þó ennþá tvær gerðir bíla með blæju, þ.e. Golf og Bjölluna og gengur sala þeirra þokkalega. Það er einungis í einum flokki bíla þar sem blæjuútgáfur virðast enn mjög vinsælar, en það er í flokki rándýrra sportbíla eins og Ferrari 458 og McLaren 650S. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent
Þegar Volkswagen hóf framleiðslu Eos blæjubílsins voru blæjubílar enn vænleg framleiðsla bílaframleiðenda. Síðan þá hafa bílaframleiðendur hætt framleiðslu hvers blæjubílsins á fætur öðrum. Nú hefur Volkswagen tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Eos bílsins og fylgir hann í kjölfarið á blæjuútgáfum bíla eins og Lexus IS og SC, Volvo C70, Ford Focus, Opel Astra, Peugeot 207, Cadillac XLR, Chrysler 200 og Pontiac G6, en framleiðslu þeirra allra hefur verið hætt með blæju. Volkswagen framleiðir þó ennþá tvær gerðir bíla með blæju, þ.e. Golf og Bjölluna og gengur sala þeirra þokkalega. Það er einungis í einum flokki bíla þar sem blæjuútgáfur virðast enn mjög vinsælar, en það er í flokki rándýrra sportbíla eins og Ferrari 458 og McLaren 650S.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent