Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 23-21 | Fram verndaði heimavöllinn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 27. apríl 2015 13:44 vísir/vilhelm Fram lagði Stjörnuna 23-21 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta á heimavelli í kvöld og er komið með 2-1 forystu í einvíginu. Gríðarleg spenna var í leiknum og hart barist en Fram var yfir nánast frá upphafi leiks þó munurinn væri aldrei mikill. Aðall beggja liða er sterkur varnarleikur og áttu bæði lið í þó nokkrum vandræðum í uppstilltum sóknarleik. Liðin reyndu því að keyra upp hraðann og fá auðveldu mörkin og nýta sér skiptingar á milli sóknar og varnar. Fram var allan tíman á undan og var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Það má segja að góð byrjun Fram á seinni hálfleik hafi ráðið úrslitum í lokin því Hafdís Lilja Torfadóttir lokaði markinu á löngum kafla og Fram náði mest fjögurra marka forystu. Ef ekki hefði verið fyrir fjölda tapað bolta á þessum leikkafla hefði Fram getað ná enn betra forskoti. Stjarnan gafst aldrei upp og náði að minnka muninn í eitt mark en náði aldrei að jafna. Í stöðunni 22-20 varði Florentina Stanciu víti og í kjölfarið skoraði Stjarnan og Fram missti mann af leikvelli þegar mínúta var eftir af leiknum. Stjarnan náði ekki að nýta það því Nataly Sæunn Valencia lék reka sig klaufalega af velli og Fram nýtti það með að gera út um leikinn. Liðin mætast á ný á fimmtudaginn í Mýrinni, heimavelli Stjörnunnar á fimmtudaginn og þar getur Fram tryggt sér sæti í úrslitum, að öðrum kosti þurfa liðin að mætast á ný í oddaleik í Safamýri. Marthe: Núna mættum við tilbúnar til leiks„Mér fannst liðsheildin mjög góð og við þjöppuðum vörnina betur saman þegar við vorum einum færri og tveimur færri líka. Við héldum haus,“ sagði Marthe Sördal vinstri hornamaður Fram eftir sigurinn í kvöld. Nataly Sæunn braut á Marthe þegar hún fékk brottvísun í síðustu sókn Fram sem réð að lokum úrslitum í leiknum því með jafn marga leikmenn inni á vellinum tókst Fram að skora síðasta mark leiksins. „Ég leysti inn og ætlaði að fá boltann frá Heklu. Nataly ýtti aðeins á mig þannig að ég datt og fékk 2 mínútur. „Vörnin stóð sig mjög vel í öllum leiknum. Við mættum tilbúnar til leiks sem við gerðum ekki í síðasta leik. „Núna mættum við tilbúnar til leiks í næsta leik eins og í leikjunum tveimur hér í Framheimilinu og sjáum hvað gerist. „Það er frábær markvarsla og vörn sem skilar þessum sigrum. Hún er frábær hún Hafdís. Það var erfitt að missa Nadiu (Bordon) markmanninn okkar en Hafdís hefur komið sterk inn. Það kemur maður í manns stað,“ sagði Marthe. Helena: Staðráðnar í að klára síðasta leikinn í Safamýrinni„Mér fannst við vera inni í leiknum allan tímann og hefðum getað minnkað þetta betur og komist jafnvel yfir,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir skytta Stjörnunnar sem dró vagninn í sóknarleiknum hjá liðinu. „Við fengum gott tækifæri í lokin en vorum klaufar. „Við byrjum illa í seinni hálfleik og það munar því allan seinni hálfleikinn. Mér fannst við samt vera inni í þessu þó við værum undir. „Við skutum illa og fengum fín færi en hún varði vel í markinu. „Við erum staðráðnar í því að klára seinasta leikinn í Safamýrinni og leikinn heima í Mýrinni. Það þarf að sækja einn leik hingað en við þurfum fyrst að taka næsta leik heima,“ sagði Helena. Olís-deild kvenna Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Sjá meira
Fram lagði Stjörnuna 23-21 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta á heimavelli í kvöld og er komið með 2-1 forystu í einvíginu. Gríðarleg spenna var í leiknum og hart barist en Fram var yfir nánast frá upphafi leiks þó munurinn væri aldrei mikill. Aðall beggja liða er sterkur varnarleikur og áttu bæði lið í þó nokkrum vandræðum í uppstilltum sóknarleik. Liðin reyndu því að keyra upp hraðann og fá auðveldu mörkin og nýta sér skiptingar á milli sóknar og varnar. Fram var allan tíman á undan og var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Það má segja að góð byrjun Fram á seinni hálfleik hafi ráðið úrslitum í lokin því Hafdís Lilja Torfadóttir lokaði markinu á löngum kafla og Fram náði mest fjögurra marka forystu. Ef ekki hefði verið fyrir fjölda tapað bolta á þessum leikkafla hefði Fram getað ná enn betra forskoti. Stjarnan gafst aldrei upp og náði að minnka muninn í eitt mark en náði aldrei að jafna. Í stöðunni 22-20 varði Florentina Stanciu víti og í kjölfarið skoraði Stjarnan og Fram missti mann af leikvelli þegar mínúta var eftir af leiknum. Stjarnan náði ekki að nýta það því Nataly Sæunn Valencia lék reka sig klaufalega af velli og Fram nýtti það með að gera út um leikinn. Liðin mætast á ný á fimmtudaginn í Mýrinni, heimavelli Stjörnunnar á fimmtudaginn og þar getur Fram tryggt sér sæti í úrslitum, að öðrum kosti þurfa liðin að mætast á ný í oddaleik í Safamýri. Marthe: Núna mættum við tilbúnar til leiks„Mér fannst liðsheildin mjög góð og við þjöppuðum vörnina betur saman þegar við vorum einum færri og tveimur færri líka. Við héldum haus,“ sagði Marthe Sördal vinstri hornamaður Fram eftir sigurinn í kvöld. Nataly Sæunn braut á Marthe þegar hún fékk brottvísun í síðustu sókn Fram sem réð að lokum úrslitum í leiknum því með jafn marga leikmenn inni á vellinum tókst Fram að skora síðasta mark leiksins. „Ég leysti inn og ætlaði að fá boltann frá Heklu. Nataly ýtti aðeins á mig þannig að ég datt og fékk 2 mínútur. „Vörnin stóð sig mjög vel í öllum leiknum. Við mættum tilbúnar til leiks sem við gerðum ekki í síðasta leik. „Núna mættum við tilbúnar til leiks í næsta leik eins og í leikjunum tveimur hér í Framheimilinu og sjáum hvað gerist. „Það er frábær markvarsla og vörn sem skilar þessum sigrum. Hún er frábær hún Hafdís. Það var erfitt að missa Nadiu (Bordon) markmanninn okkar en Hafdís hefur komið sterk inn. Það kemur maður í manns stað,“ sagði Marthe. Helena: Staðráðnar í að klára síðasta leikinn í Safamýrinni„Mér fannst við vera inni í leiknum allan tímann og hefðum getað minnkað þetta betur og komist jafnvel yfir,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir skytta Stjörnunnar sem dró vagninn í sóknarleiknum hjá liðinu. „Við fengum gott tækifæri í lokin en vorum klaufar. „Við byrjum illa í seinni hálfleik og það munar því allan seinni hálfleikinn. Mér fannst við samt vera inni í þessu þó við værum undir. „Við skutum illa og fengum fín færi en hún varði vel í markinu. „Við erum staðráðnar í því að klára seinasta leikinn í Safamýrinni og leikinn heima í Mýrinni. Það þarf að sækja einn leik hingað en við þurfum fyrst að taka næsta leik heima,“ sagði Helena.
Olís-deild kvenna Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Sjá meira