Hræsni viðskiptabanns Yair Lapid skrifar 19. september 2015 07:00 Eins og kunnugt er ákvað borgarstjórn Reykjavíkur núna í vikunni að sniðganga vörur frá Ísrael. Allar vörur. Alls staðar frá Ísrael. Ég hef nokkrar spurningar varðandi þetta. Nær viðskiptabannið til vara sem arabíski minnihlutinn í Ísrael framleiðir, en hann er 20% af heildaríbúafjölda? Nær viðskiptabannið til 14 þingmanna Araba sem sitja með mér á ísraelska þinginu? Nær viðskiptabannið til ísraelskra verksmiðja þar sem tugir þúsunda Palestínumanna starfa? Fyrir þá er þetta eina leiðin til að brauðfæða börnin sín. Nær viðskiptabannið til sjúkrahúsa í Ísrael sem sinna tugum þúsunda Palestínumanna á ári hverju? Nær viðskiptabannið til vara sem 71% Ísraelsmanna framleiðir en nýjustu kannanir sýna að sá fjöldi styður tveggja ríkja lausnina og stofnun ríkis Palestínumanna við hlið Ísraels? Bíddu, ekki fara strax, ég hef fleiri spurningar. Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? Nær viðskiptabannið til vínsins Tulip sem þroskaheftir og einhverfir framleiða? Og hvað með bækur ísraelska Nóbelsverðlaunahafans Shai Agnon? Nær viðskiptabannið til Microsoft Office, farsímamyndavéla, Google – sem innihalda hluti sem eru fundnir upp eða framleiddir í Ísrael? Ef svarið við öllum þessum spurningum er „já“, þá skal ég láta kyrrt liggja og óska ykkur ánægjulegs lífs þar til kemur að hinu óumflýjanlega hjartaáfalli (sem er leitt en gangráðurinn var líka fundinn upp í Ísrael). Hinn möguleikinn er að einhver í borgarstjórn Reykjavíkur hafi ekki hugsað þetta mál til enda. Ef svo hefði verið, af hverju að einskorða sig við Ísrael? Eitt best varðveitta leyndarmálið um deilur Ísraels og Palestínu er að þetta er ein minnsta deila Miðausturlanda. Í raun er engin samsvörun milli stærðar deilunnar og fjölmiðlaumfjöllunar um hana. Frá lokum sjálfstæðisstríðs Ísraels fyrir 67 árum hafa um 12 þúsund Palestínumenn látið lífið í þessum átökum. Stór hluti þeirra var hryðjuverkamenn, sjálfsvígssprengjumenn og gangagerðarmenn í ýmsum Jihad-samtökum. Við getum heldur ekki hunsað þá staðreynd að á þessum árum létu nokkur þúsund saklausra lífið. Mér finnst það hræðilegt. Það heldur fyrir mér vöku og svo er um flesta Ísraelsmenn. Að auki má benda á þá staðreynd – sem auðvelt er að sannreyna – að á 67 árum voru færri saklausir Palestínumenn drepnir en á einum mánuði (!) í Sýrlandi. Á þessu sama tímabili létu um 12 milljónir manna lífið í Arabaheiminum. Einfaldur útreikningur sýnir að deila Ísraels og Palestínu olli dauða 0,01% af þeim sem féllu í átökum í heimi múslíma. Hver er þá afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur gagnvart heimi múslíma? Hyggst borgarstjórnin sniðganga hann líka? Í heild? En að sjálfsögðu snýst þetta ekki um tölur, heldur siðferði. Ísrael er líflegt lýðræðisríki sem berst fyrir tilveru sinni við erfiðar aðstæður. Aðalsynd okkar að mati heimsbyggðarinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur er sú að við höfum betur í þessu stríði. Já, í þessari deilu falla fleiri Palestínumenn en Ísraelsmenn. Af hverju? Af því að við höfum betri her og Iron Dome kerfið sem ver borgir okkar fyrir skotflaugum. Ef her okkar myndi leggja niður vopn og við myndum aftengja Iron Dome, yrðum við myrtir innan sólarhrings. Ísraelsmenn munu halda áfram að verja sig og kappkosta að óbreyttir borgarar falli ekki. Samhliða því höldum við áfram leit okkar að friði við Palestínumenn. Tvisvar, árið 2000 og árið 2008, buðu Ísraelsmenn þeim rúmlega 90% landsins svo þeir gætu reist ríki sitt. Í bæði skiptin höfnuðu þeir boðinu. Viðskiptabannsiðnaðurinn er ekki nýr af nálinni. Þetta er víðtæk starfsemi fjölmiðla og almannatengla sem íslamskir hópar skipuleggja með fjárstuðningi frá Katar og Íran. Tilgangurinn er ekki stofnun Palestínuríkis við hlið Ísraels, heldur Palestínuríkis á brunarústum Ísraels. Þeir vita að frjálslynd Evrópuríki samþykkja aldrei þann boðskap. Þess vegna ákváðu þeir – eins og margoft hefur verið sýnt fram á – að selja hrekklausum Evrópubúum mannréttindagildi á borð við frelsi og samstöðu, sem þeir trúa sjálfir ekki á og hafa aldrei gert. Hamas hefur ekki í hyggju að stofna lýðræði Palestínumanna, heldur fjandsamlegt klerkaveldi þar sem samkynhneigðir eru hengdir á símastaurum, konum meinað að fara út fyrir heimilið og kristnir menn og gyðingar eru myrtir fyrir það eitt að vera kristnir og gyðingar. Telur borgarstjórn Reykjavíkur þetta ásættanleg gildi? Ef svo er, sætir það furðu, því borgarstjórnin greiddi atkvæði með þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er ákvað borgarstjórn Reykjavíkur núna í vikunni að sniðganga vörur frá Ísrael. Allar vörur. Alls staðar frá Ísrael. Ég hef nokkrar spurningar varðandi þetta. Nær viðskiptabannið til vara sem arabíski minnihlutinn í Ísrael framleiðir, en hann er 20% af heildaríbúafjölda? Nær viðskiptabannið til 14 þingmanna Araba sem sitja með mér á ísraelska þinginu? Nær viðskiptabannið til ísraelskra verksmiðja þar sem tugir þúsunda Palestínumanna starfa? Fyrir þá er þetta eina leiðin til að brauðfæða börnin sín. Nær viðskiptabannið til sjúkrahúsa í Ísrael sem sinna tugum þúsunda Palestínumanna á ári hverju? Nær viðskiptabannið til vara sem 71% Ísraelsmanna framleiðir en nýjustu kannanir sýna að sá fjöldi styður tveggja ríkja lausnina og stofnun ríkis Palestínumanna við hlið Ísraels? Bíddu, ekki fara strax, ég hef fleiri spurningar. Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? Nær viðskiptabannið til vínsins Tulip sem þroskaheftir og einhverfir framleiða? Og hvað með bækur ísraelska Nóbelsverðlaunahafans Shai Agnon? Nær viðskiptabannið til Microsoft Office, farsímamyndavéla, Google – sem innihalda hluti sem eru fundnir upp eða framleiddir í Ísrael? Ef svarið við öllum þessum spurningum er „já“, þá skal ég láta kyrrt liggja og óska ykkur ánægjulegs lífs þar til kemur að hinu óumflýjanlega hjartaáfalli (sem er leitt en gangráðurinn var líka fundinn upp í Ísrael). Hinn möguleikinn er að einhver í borgarstjórn Reykjavíkur hafi ekki hugsað þetta mál til enda. Ef svo hefði verið, af hverju að einskorða sig við Ísrael? Eitt best varðveitta leyndarmálið um deilur Ísraels og Palestínu er að þetta er ein minnsta deila Miðausturlanda. Í raun er engin samsvörun milli stærðar deilunnar og fjölmiðlaumfjöllunar um hana. Frá lokum sjálfstæðisstríðs Ísraels fyrir 67 árum hafa um 12 þúsund Palestínumenn látið lífið í þessum átökum. Stór hluti þeirra var hryðjuverkamenn, sjálfsvígssprengjumenn og gangagerðarmenn í ýmsum Jihad-samtökum. Við getum heldur ekki hunsað þá staðreynd að á þessum árum létu nokkur þúsund saklausra lífið. Mér finnst það hræðilegt. Það heldur fyrir mér vöku og svo er um flesta Ísraelsmenn. Að auki má benda á þá staðreynd – sem auðvelt er að sannreyna – að á 67 árum voru færri saklausir Palestínumenn drepnir en á einum mánuði (!) í Sýrlandi. Á þessu sama tímabili létu um 12 milljónir manna lífið í Arabaheiminum. Einfaldur útreikningur sýnir að deila Ísraels og Palestínu olli dauða 0,01% af þeim sem féllu í átökum í heimi múslíma. Hver er þá afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur gagnvart heimi múslíma? Hyggst borgarstjórnin sniðganga hann líka? Í heild? En að sjálfsögðu snýst þetta ekki um tölur, heldur siðferði. Ísrael er líflegt lýðræðisríki sem berst fyrir tilveru sinni við erfiðar aðstæður. Aðalsynd okkar að mati heimsbyggðarinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur er sú að við höfum betur í þessu stríði. Já, í þessari deilu falla fleiri Palestínumenn en Ísraelsmenn. Af hverju? Af því að við höfum betri her og Iron Dome kerfið sem ver borgir okkar fyrir skotflaugum. Ef her okkar myndi leggja niður vopn og við myndum aftengja Iron Dome, yrðum við myrtir innan sólarhrings. Ísraelsmenn munu halda áfram að verja sig og kappkosta að óbreyttir borgarar falli ekki. Samhliða því höldum við áfram leit okkar að friði við Palestínumenn. Tvisvar, árið 2000 og árið 2008, buðu Ísraelsmenn þeim rúmlega 90% landsins svo þeir gætu reist ríki sitt. Í bæði skiptin höfnuðu þeir boðinu. Viðskiptabannsiðnaðurinn er ekki nýr af nálinni. Þetta er víðtæk starfsemi fjölmiðla og almannatengla sem íslamskir hópar skipuleggja með fjárstuðningi frá Katar og Íran. Tilgangurinn er ekki stofnun Palestínuríkis við hlið Ísraels, heldur Palestínuríkis á brunarústum Ísraels. Þeir vita að frjálslynd Evrópuríki samþykkja aldrei þann boðskap. Þess vegna ákváðu þeir – eins og margoft hefur verið sýnt fram á – að selja hrekklausum Evrópubúum mannréttindagildi á borð við frelsi og samstöðu, sem þeir trúa sjálfir ekki á og hafa aldrei gert. Hamas hefur ekki í hyggju að stofna lýðræði Palestínumanna, heldur fjandsamlegt klerkaveldi þar sem samkynhneigðir eru hengdir á símastaurum, konum meinað að fara út fyrir heimilið og kristnir menn og gyðingar eru myrtir fyrir það eitt að vera kristnir og gyðingar. Telur borgarstjórn Reykjavíkur þetta ásættanleg gildi? Ef svo er, sætir það furðu, því borgarstjórnin greiddi atkvæði með þeim.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun