Aðgerða þörf – núna Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Þegar nú stjórnvöld víða um heim sjá fram á æ alvarlegra ástand heima fyrir og í samskiptum þjóða, til dæmis í Asíu þar sem gríðarlegur mannfjöldi er háður jökulvatni jafnt sem sjávarstöðu, er tvennt í stöðunni. Við verðum að vinna gegn manngerðum orsökum loftslagsbreytinga. Það merkir hraðan og mikinn samdrátt í losun gróðurhúsagasa og feiknaátak í landvernd og endurheimt lággróðurs og skóga sem binda gösin á landi. Auk þess þarf að lina og lágmarka áhrif veðurfarsbreytinga á samfélög þjóða. Það merkir mótvægisaðgerðir og ákvarðanir um hvernig samvinna þjóða, ekki bara um rannsóknir og upplýsingar, getur hjálpað þeim sem harðast verða úti. Nógu margar einhlítar skýrslur liggja frammi og nægar rannsóknaniðurstöður eru opinberar, líka úr fjarlægum heimshornum, til þess að hefjast megi handa fyrir alvöru við bæði þessi verkefni. Hingað til hafa hvorki orðið nægar framfarir við að minnka losun né heldur við að ákvarða viðbrögð við rýrnun jökla, súrnun hafsins eða hækkun sjávarborðs á heimsvísu. Það merkir auðvitað ekki að minnka skuli rannsóknir eða fræðslu um stöðu og horfur, aðeins að þær eru ekki lengur í fyrsta sæti og eiga ekki að hljóta mesta athygli stjórnvalda, ákvarðenda, fyrirtækja og stofnana. Nú eru tiltektirnar númer eitt; aðgerðir sem taka í raun og veru á vandanum. Þetta á við alþjóðaumsvif eins og t.d. stóru ríkjaráðstefnuna í Kaupmannahöfn haustið 2015 og mikið af starfi Norðurheimskautsráðsins, eða samkomur á borð við Arctic Circle í Reykjavík eða aprílráðstefnu í Bútan um Himalayajökla. Alls staðar þarf, um hríð a.m.k., að hyggja að orsökum en ekki fyrst og fremst afleiðingum hlýnunarinnar. Hvert ríki verður að setja skorður við eigin eyðandi aðgerðir og horfast í augu við bæði orsakir og afleiðingar hitastigshækkunar upp á 3-4 stig en ekki 1-2 eins og lengi var ráð fyrir gert. Olíuríki, s.s. Noregur, Bretland, Rússland og Bandaríkin, verða að endurskoða orkustefnu sína og áætlanir um víðtæka olíuvinnslu í norðrinu, ásamt ástandi sjávarvarna. Stóru uppgangsríkin, s.s. Kína og Indland, geta ekki haldið áfram á braut óheftrar iðnvæðingar með gamla laginu, eða sókn í olíu, og skrúfað upp samgöngur með jarðefnaeldsneyti eins og ekkert hafi í skorist. Þessar augljósu mótsagnir þarfnast raunhæfra aðgerða en ekki Pollýönnuleiks. Íslenskir stjórnmálamenn, hvar sem þeir sitja, eiga að ganga á undan með vitrænu fordæmi. Sama gildir um önnur Evrópuríki, innan eða utan ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þegar nú stjórnvöld víða um heim sjá fram á æ alvarlegra ástand heima fyrir og í samskiptum þjóða, til dæmis í Asíu þar sem gríðarlegur mannfjöldi er háður jökulvatni jafnt sem sjávarstöðu, er tvennt í stöðunni. Við verðum að vinna gegn manngerðum orsökum loftslagsbreytinga. Það merkir hraðan og mikinn samdrátt í losun gróðurhúsagasa og feiknaátak í landvernd og endurheimt lággróðurs og skóga sem binda gösin á landi. Auk þess þarf að lina og lágmarka áhrif veðurfarsbreytinga á samfélög þjóða. Það merkir mótvægisaðgerðir og ákvarðanir um hvernig samvinna þjóða, ekki bara um rannsóknir og upplýsingar, getur hjálpað þeim sem harðast verða úti. Nógu margar einhlítar skýrslur liggja frammi og nægar rannsóknaniðurstöður eru opinberar, líka úr fjarlægum heimshornum, til þess að hefjast megi handa fyrir alvöru við bæði þessi verkefni. Hingað til hafa hvorki orðið nægar framfarir við að minnka losun né heldur við að ákvarða viðbrögð við rýrnun jökla, súrnun hafsins eða hækkun sjávarborðs á heimsvísu. Það merkir auðvitað ekki að minnka skuli rannsóknir eða fræðslu um stöðu og horfur, aðeins að þær eru ekki lengur í fyrsta sæti og eiga ekki að hljóta mesta athygli stjórnvalda, ákvarðenda, fyrirtækja og stofnana. Nú eru tiltektirnar númer eitt; aðgerðir sem taka í raun og veru á vandanum. Þetta á við alþjóðaumsvif eins og t.d. stóru ríkjaráðstefnuna í Kaupmannahöfn haustið 2015 og mikið af starfi Norðurheimskautsráðsins, eða samkomur á borð við Arctic Circle í Reykjavík eða aprílráðstefnu í Bútan um Himalayajökla. Alls staðar þarf, um hríð a.m.k., að hyggja að orsökum en ekki fyrst og fremst afleiðingum hlýnunarinnar. Hvert ríki verður að setja skorður við eigin eyðandi aðgerðir og horfast í augu við bæði orsakir og afleiðingar hitastigshækkunar upp á 3-4 stig en ekki 1-2 eins og lengi var ráð fyrir gert. Olíuríki, s.s. Noregur, Bretland, Rússland og Bandaríkin, verða að endurskoða orkustefnu sína og áætlanir um víðtæka olíuvinnslu í norðrinu, ásamt ástandi sjávarvarna. Stóru uppgangsríkin, s.s. Kína og Indland, geta ekki haldið áfram á braut óheftrar iðnvæðingar með gamla laginu, eða sókn í olíu, og skrúfað upp samgöngur með jarðefnaeldsneyti eins og ekkert hafi í skorist. Þessar augljósu mótsagnir þarfnast raunhæfra aðgerða en ekki Pollýönnuleiks. Íslenskir stjórnmálamenn, hvar sem þeir sitja, eiga að ganga á undan með vitrænu fordæmi. Sama gildir um önnur Evrópuríki, innan eða utan ESB.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar