Bílum að verðmæti 7 milljörðum króna bjargað úr strönduðu skipi Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2015 10:45 Þann 3. janúar síðastliðinn sigldi skipstjóri stóru flutningaskipi í strand eftir að skipið hallaði svo mikið að það var að sökkva. Strandaði hann skipinu á sandrifi fyrir utan strendur Ermasundseyjarinnar Isle of Wight. Með því bjargaði hann verðmætum farmi skipsins, en í því voru 1.400 bílar frá Land Rover, Jaguar og Mini að verðmæti 7 milljarða króna. Þessa dagana er verið að afferma bílana úr skipinu. Margir þeirra eru skemmdir og ljóst að sumir þeirra fara í niðurrif, en þó verður gert við flesta þeirri og enn aðrir eru stráheilir. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá bílana affermda og fara þar margir lúxusvagnarnir sem vafalaust sumir munu fagna að liggi ekki nú á hafsbotni. Skipið, sem er 51.000 tonn að þyngd og ógnarstórt skemmdist mjög lítið og verður fljótlega komið á flot aftur. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent
Þann 3. janúar síðastliðinn sigldi skipstjóri stóru flutningaskipi í strand eftir að skipið hallaði svo mikið að það var að sökkva. Strandaði hann skipinu á sandrifi fyrir utan strendur Ermasundseyjarinnar Isle of Wight. Með því bjargaði hann verðmætum farmi skipsins, en í því voru 1.400 bílar frá Land Rover, Jaguar og Mini að verðmæti 7 milljarða króna. Þessa dagana er verið að afferma bílana úr skipinu. Margir þeirra eru skemmdir og ljóst að sumir þeirra fara í niðurrif, en þó verður gert við flesta þeirri og enn aðrir eru stráheilir. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá bílana affermda og fara þar margir lúxusvagnarnir sem vafalaust sumir munu fagna að liggi ekki nú á hafsbotni. Skipið, sem er 51.000 tonn að þyngd og ógnarstórt skemmdist mjög lítið og verður fljótlega komið á flot aftur.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent