Toyota mætir í rallið árið 2017 á Yaris Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2015 16:40 Nýi Yaris rallbíllinn frá Toyota. Framtíð heimsbikarmótann í ralli varð enn bjartari með tilkynningu Toyota í vikunni þess efnis að fyrirtækið hyggist keppa þar aftur. Toyota mun tefla fram smáum bíl, líkt og Volkswagen gerir með Polo, en þeir hafa valið Yaris til verksins. Þessi Yaris bíll er þróaður af Toyota Motorsport GmbH í Þýskalandi og eru prófanir þegar hafnar á bílnum. Meðal þeirra sem eru að prófa bílinn er hinn bráðungi franski ökuþór Eric Camilli, Stéphane Sarrazin sem vann Tour de Corse í fyrra og hefur tekið þátt í þolakstursmótaröðinni fyrir Toyota og Sebastian Lindholm sem unnið hefur finnska rallið átta sinnum, en hann er náfrændi Marcus Grönholm. Átján ár eru frá því Toyota tók síðast þátt í heimsbikarnum í ralli (WRC), en þá hafði Toyota tekið þátt 25 ár í röð. Toyota hefur unnið einar 43 einstakar rallkeppnir í mótaröðinni á þremur bílgerðum, Celica Twin-cam Turbo, GT-Four og Corolla WRC. Mjög frægir ökumenn hafa ekið þessum bílum, eins og Carlos Sainz, Juha Kankkunen og Didier Auriol. Vélin í þessum nýja Yaris rallbíl Toyota er 1,6 lítra og fjögurra strokka vél með forþjöppu sem snýst á allt að 8.500 snúninga hraða og skilar 300 hestöflum. Skiptingin er 6 gíra og bíllinn verður á Michelin dekkjum. Lengd bílsins er innan við 4 metrar. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Framtíð heimsbikarmótann í ralli varð enn bjartari með tilkynningu Toyota í vikunni þess efnis að fyrirtækið hyggist keppa þar aftur. Toyota mun tefla fram smáum bíl, líkt og Volkswagen gerir með Polo, en þeir hafa valið Yaris til verksins. Þessi Yaris bíll er þróaður af Toyota Motorsport GmbH í Þýskalandi og eru prófanir þegar hafnar á bílnum. Meðal þeirra sem eru að prófa bílinn er hinn bráðungi franski ökuþór Eric Camilli, Stéphane Sarrazin sem vann Tour de Corse í fyrra og hefur tekið þátt í þolakstursmótaröðinni fyrir Toyota og Sebastian Lindholm sem unnið hefur finnska rallið átta sinnum, en hann er náfrændi Marcus Grönholm. Átján ár eru frá því Toyota tók síðast þátt í heimsbikarnum í ralli (WRC), en þá hafði Toyota tekið þátt 25 ár í röð. Toyota hefur unnið einar 43 einstakar rallkeppnir í mótaröðinni á þremur bílgerðum, Celica Twin-cam Turbo, GT-Four og Corolla WRC. Mjög frægir ökumenn hafa ekið þessum bílum, eins og Carlos Sainz, Juha Kankkunen og Didier Auriol. Vélin í þessum nýja Yaris rallbíl Toyota er 1,6 lítra og fjögurra strokka vél með forþjöppu sem snýst á allt að 8.500 snúninga hraða og skilar 300 hestöflum. Skiptingin er 6 gíra og bíllinn verður á Michelin dekkjum. Lengd bílsins er innan við 4 metrar.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent