Hagnaður Ford minnkaði um 56% í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 14:15 Ford F-150. Ford átti ekki eitt af sínum betri árum í fyrra en hagnaðurinn minnkaði um 56% frá árinu 2013. Ford hagnaðist um 429 milljarða króna í fyrra en 965 milljarða árið áður. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs var ekki fengsamur fyrir Ford, en á honum varð aðeins 7 milljarða króna hagnaður, en 402 milljarða hagnaður árið 2013. Ljósið í myrkrinu var að þessi fjórðungur var sá 22. í röð sem Ford hagnast og þarf því að fara hált sjötta ár síðan tap var á rekstri Ford á einum ársfjórðungi. Ford tapaði markaðshlutdeild á heimamarkaðnum í Bandaríkjunum og var með 14,9% markaðarins við enda árs en 15,9% við enda ársins 2013. Á móti kom að hlutdeild Ford í Kína jókst úr 4,1% í 4,5% á milli ára. Tekjur Ford í heild í fyrra minnkuðu um 2% og námu 19.310 milljörðum króna.Minni framlegð af veltu Framlag af veltu Ford lækkaði frá 5,4% í 3,9% á milli ára og það telur Ford ekki viðunandi. Hagnaður Ford í Bandaríkjunum minnkaði ekki eins mikið og á alheimsvísu, en þó samt um 22%. Þessi minnkaði hagnaður Ford verður til þess að meðalarðgreiðslur á hvern hluthafa í Ford minnkar úr 8.800 dollurum í 6.900. Spáin fyrir hagnað þessa árs hljómar uppá 1.140 til 1.270 milljarða króna. Ford hefur miklar væntingar með nýja kynslóð síns best selda bíls heimafyrir, Ford F-150, sem nú er byggður að mestu úr áli, en hluti skýringarinnar á minnkuðum hagnaði síðasta árs var að Ford þurfti að leggja niður framleiðslu á bílnum til að breyta verksmiðjum þeim sem hann er framleiddur í. Kostnaður vegna innkallana vóg einnig mikið í lækkun hagnaðar. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent
Ford átti ekki eitt af sínum betri árum í fyrra en hagnaðurinn minnkaði um 56% frá árinu 2013. Ford hagnaðist um 429 milljarða króna í fyrra en 965 milljarða árið áður. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs var ekki fengsamur fyrir Ford, en á honum varð aðeins 7 milljarða króna hagnaður, en 402 milljarða hagnaður árið 2013. Ljósið í myrkrinu var að þessi fjórðungur var sá 22. í röð sem Ford hagnast og þarf því að fara hált sjötta ár síðan tap var á rekstri Ford á einum ársfjórðungi. Ford tapaði markaðshlutdeild á heimamarkaðnum í Bandaríkjunum og var með 14,9% markaðarins við enda árs en 15,9% við enda ársins 2013. Á móti kom að hlutdeild Ford í Kína jókst úr 4,1% í 4,5% á milli ára. Tekjur Ford í heild í fyrra minnkuðu um 2% og námu 19.310 milljörðum króna.Minni framlegð af veltu Framlag af veltu Ford lækkaði frá 5,4% í 3,9% á milli ára og það telur Ford ekki viðunandi. Hagnaður Ford í Bandaríkjunum minnkaði ekki eins mikið og á alheimsvísu, en þó samt um 22%. Þessi minnkaði hagnaður Ford verður til þess að meðalarðgreiðslur á hvern hluthafa í Ford minnkar úr 8.800 dollurum í 6.900. Spáin fyrir hagnað þessa árs hljómar uppá 1.140 til 1.270 milljarða króna. Ford hefur miklar væntingar með nýja kynslóð síns best selda bíls heimafyrir, Ford F-150, sem nú er byggður að mestu úr áli, en hluti skýringarinnar á minnkuðum hagnaði síðasta árs var að Ford þurfti að leggja niður framleiðslu á bílnum til að breyta verksmiðjum þeim sem hann er framleiddur í. Kostnaður vegna innkallana vóg einnig mikið í lækkun hagnaðar.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent