Facebook ætlar að tengja Afríku við netið í gegnum gervihnött Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2015 14:09 Gervihnötturinn mun útvega stórum hluta Afríku fyrir aðgengi að internetinu. Mynd/Facebook Tæknirisinn Facebook ætlar að nota gervihnött til að gera íbúum Afríku kleyft að komast á internetið. Til stendur að skjóta fyrsta slíka gervihnettinum á loft á næsta ári. Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi Facebook, tilkynnti þetta á síðu sinni í gær. „Síðasta árið hefur Facebook verið að kanna leiðir til að nota flugvélar, dróna og gervihnetti til að veita aðgang að internetinu frá himnum. Hefðbundnar tengingar er oft erfitt að setja upp og nota til að tengja fólk sem býr í afskekktum samfélögum, svo við þurfum að finna nýjar leiðir.“ Verkefnið er hluti af Internet.org átakinu. en gervihnettinum verður skotið á loft í samstarfi við Eutelsat. Með þessu vonast Zucerkberg til að milljónir muni öðlast aðgengi að internetinu.Kynningarmyndband Internet.org frá því árið 2013 þegar átakið var sett á laggirnar. Gervihnötturinn mun svífa yfir Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar og samtök sem starfrækt eru í Afríku munu hjálpa íbúum að nálgast tenginguna. Forsvarsmenn Eutelsat segja að mögulegt verði að nýta tenginguna með ódýrum búnaði sem hægt sé að kaupa í verslunum. „Þetta er eingöngu ein af þeim leiðum sem við erum að vinna að til að ná markmiðum okkar með Internet.org. Internettenging breytir lífum og samfélögum. Við erum að vinna að því að tengja alla íbúar jarðarinnar.“I'm excited to announce our first project to deliver internet from space. As part of our Internet.org efforts to connect...Posted by Mark Zuckerberg on Monday, October 5, 2015 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tæknirisinn Facebook ætlar að nota gervihnött til að gera íbúum Afríku kleyft að komast á internetið. Til stendur að skjóta fyrsta slíka gervihnettinum á loft á næsta ári. Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi Facebook, tilkynnti þetta á síðu sinni í gær. „Síðasta árið hefur Facebook verið að kanna leiðir til að nota flugvélar, dróna og gervihnetti til að veita aðgang að internetinu frá himnum. Hefðbundnar tengingar er oft erfitt að setja upp og nota til að tengja fólk sem býr í afskekktum samfélögum, svo við þurfum að finna nýjar leiðir.“ Verkefnið er hluti af Internet.org átakinu. en gervihnettinum verður skotið á loft í samstarfi við Eutelsat. Með þessu vonast Zucerkberg til að milljónir muni öðlast aðgengi að internetinu.Kynningarmyndband Internet.org frá því árið 2013 þegar átakið var sett á laggirnar. Gervihnötturinn mun svífa yfir Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar og samtök sem starfrækt eru í Afríku munu hjálpa íbúum að nálgast tenginguna. Forsvarsmenn Eutelsat segja að mögulegt verði að nýta tenginguna með ódýrum búnaði sem hægt sé að kaupa í verslunum. „Þetta er eingöngu ein af þeim leiðum sem við erum að vinna að til að ná markmiðum okkar með Internet.org. Internettenging breytir lífum og samfélögum. Við erum að vinna að því að tengja alla íbúar jarðarinnar.“I'm excited to announce our first project to deliver internet from space. As part of our Internet.org efforts to connect...Posted by Mark Zuckerberg on Monday, October 5, 2015
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira