„Fráleitt að halda því fram að dómarinn haldi að ákærði sé bófi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2015 16:06 Hreiðar Már Sigurðsso og Ásgeir Brynjar Torfason. vísir Málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag um kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, sakbornings í Marple-málinu og fyrrverandi forstjóra Kaupþings, þess efnis að sérfróði meðdómandinn Ásgeir Brynjar Torfason víki sæti. Ásgeir hlustaði á málflutninginn auk dómsformannsins, Símons Sigvaldasonar, og Kristrúnar Kristinsdóttur, héraðsdómara, en þau þrjú skipa dóminn í málinu. Aðalmeðferð málsins lauk þann 11. september síðastliðinn og samkvæmt dagskrá héraðsdóms á að kveða upp dóm í málinu á föstudag. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag á hverju krafa Hreiðars byggir. Er þar um að ræða meðal annars stjórnarsetu Ásgeirs í samtökunum Gagnsæi sem berjast gegn spillingu, greinaskrif hans annars vegar á bloggsvæði Egils Helgasonar og hins vegar á Vísi auk „læka“ sem hann hefur sett á Facebook og Twitter-færslna.„Þung skref“ fyrir Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars, sagði fyrir dómi í dag að það hefðu verið „þung skref að stíga“ fyrir skjólstæðing að setja fram kröfu um að Ásgeir víki vegna vanhæfis. Hann hefði mikla hagsmuni af því að málsmeðferð væri hröð en hann hefði ekki minni hagsmuni af því að til dómstarfanna veldist maður sem hann gæti treyst að myndi horfa hlutlægt á atvik málsins. Verjandinn vísaði í ýmis dómafordæmi máli sínu til stuðnings, þar á meðal dóm Hæstaréttar í Aurum-málinu svokallaða. Þá féllst Hæstiréttur á þá kröfu ákæruvaldsins að sérfróður meðdómandi skyldi víkja sæti í málinu, eftir að dómur var kveðinn upp, vegna ummæla um sérstakan saksóknara sem hann lét falla í fjölmiðlum eftir dómsuppkvaðningu.Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari, er hér önnur frá hægri við aðalmeðferð Marple-málsins.vísir/gvaLíta ætti jákvæðum augum á stjórnarsetuna Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sækir Marple-málið. Hún fór fram á það fyrir dómi að kröfu Hreiðars yrði hafnað. Sagðist hún ekki telja að nein af þeim atriðum sem sett væru fram í kröfunni væru með þeim hætti að draga mætti óhlutdrægni Ásgeirs Brynjars í efa. „Það eru til að mynda engin rök fyrir því að seta meðdómandans í stjórn samtakanna Gagnsæi, sem berjast gegn spillingu, hafi áhrif á hlutlægni hans. Flest samfélög reyna nú að uppræta spillingu. Slík stjórnarseta ætti því að vera litin jákvæðum augum hvort sem er af ákæruvaldinu og ákærðu,“ sagði Arnþrúður. Þá gerði saksóknari jafnframt athugasemdir við með hvaða hætti dregnar væru ályktanir af til dæmis greinaskrifum Ásgeirs Brynjars. Sagði Arnþrúður ályktanirnar í kröfunni vera langt út fyrir það sem tilefni væri til. Á meðal þess sem Hreiðar telur að leiði til vanhæfis meðdómandans eru ummæli sem hann lét falla í vídjóbloggi árið 2011. Í kröfu Hreiðars er hluti ummælanna endurritaður á eftirfarandi hátt: „Þó að sumir hafi viljað blása þetta upp og sagt að þetta hafi nú verið sniðugt hjá Íslendinum að láta bankanna rúlla og ekki bjarga bankabókunum, bankabófunum.“Telur ummælin slitin úr samhengi Saksóknari sagði að í kröfunni væru ummælin ekki orðrétt eins og þau koma fram á vefslóðinni. Hún hvatti því dómarana til að hlusta á ummælin og horfa á upptökuna í heild sinni sem sjá má hér að neðan. Ummælin lætur Ásgeir falla á mínútu 3:45 og segir orðrétt í byrjun: „Þó að sumir hafi viljað blása það upp og sagt að það hafi nú verið sniðugt hjá Íslendinum að láta bankana rúlla og ekki bjarga bankabókunum, bófunum.“Arnþrúður sagði ljóst að ummælin væru slitin úr samhengi af hálfu Hreiðars. Aðdragandinn að umræðunni snerist um Icesave og Ásgeir væri að vísa til þess sem sumir hefðu haldið fram í tengslum við það mál. „Það er fráleitt að halda því fram að dómarinn haldi að ákærði sé bófi,“ sagði Arnþrúður. Að mati saksóknara væru ummæli meðdómandans almenns eðlis þegar málið væri skoðað heildstætt. Þau hafi hvorki varðað ákærða persónulega né sakarefni málsins. Dómsformaður, Símon Sigvaldason, sagði að úrskurðað yrði um kröfuna á morgun klukkan 11. Tengdar fréttir Hreiðar fer fram á að dómari í Marple-málinu víki sæti Kveða á upp dóm á föstudaginn. 5. október 2015 15:17 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Marple-málið: „Málatilbúnaður saksóknara stangast á mili mála“ Kristín Edwald segir að auðvelt hefði verið að reka Al-Thani málið og markaðsmisnotkunarmálið saman. 11. september 2015 08:00 Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19 Vill að dómarinn víki vegna nafnlausra skrifa, "læka“ á Facebook og Twitter-færslna Aðalmeðferð er lokið í Marple-málinu og kveða á upp dóm á föstudag. Hreiðar Már Sigurðsson vill hins vegar að einn dómari víki sæti. 6. október 2015 10:54 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag um kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, sakbornings í Marple-málinu og fyrrverandi forstjóra Kaupþings, þess efnis að sérfróði meðdómandinn Ásgeir Brynjar Torfason víki sæti. Ásgeir hlustaði á málflutninginn auk dómsformannsins, Símons Sigvaldasonar, og Kristrúnar Kristinsdóttur, héraðsdómara, en þau þrjú skipa dóminn í málinu. Aðalmeðferð málsins lauk þann 11. september síðastliðinn og samkvæmt dagskrá héraðsdóms á að kveða upp dóm í málinu á föstudag. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag á hverju krafa Hreiðars byggir. Er þar um að ræða meðal annars stjórnarsetu Ásgeirs í samtökunum Gagnsæi sem berjast gegn spillingu, greinaskrif hans annars vegar á bloggsvæði Egils Helgasonar og hins vegar á Vísi auk „læka“ sem hann hefur sett á Facebook og Twitter-færslna.„Þung skref“ fyrir Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars, sagði fyrir dómi í dag að það hefðu verið „þung skref að stíga“ fyrir skjólstæðing að setja fram kröfu um að Ásgeir víki vegna vanhæfis. Hann hefði mikla hagsmuni af því að málsmeðferð væri hröð en hann hefði ekki minni hagsmuni af því að til dómstarfanna veldist maður sem hann gæti treyst að myndi horfa hlutlægt á atvik málsins. Verjandinn vísaði í ýmis dómafordæmi máli sínu til stuðnings, þar á meðal dóm Hæstaréttar í Aurum-málinu svokallaða. Þá féllst Hæstiréttur á þá kröfu ákæruvaldsins að sérfróður meðdómandi skyldi víkja sæti í málinu, eftir að dómur var kveðinn upp, vegna ummæla um sérstakan saksóknara sem hann lét falla í fjölmiðlum eftir dómsuppkvaðningu.Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari, er hér önnur frá hægri við aðalmeðferð Marple-málsins.vísir/gvaLíta ætti jákvæðum augum á stjórnarsetuna Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sækir Marple-málið. Hún fór fram á það fyrir dómi að kröfu Hreiðars yrði hafnað. Sagðist hún ekki telja að nein af þeim atriðum sem sett væru fram í kröfunni væru með þeim hætti að draga mætti óhlutdrægni Ásgeirs Brynjars í efa. „Það eru til að mynda engin rök fyrir því að seta meðdómandans í stjórn samtakanna Gagnsæi, sem berjast gegn spillingu, hafi áhrif á hlutlægni hans. Flest samfélög reyna nú að uppræta spillingu. Slík stjórnarseta ætti því að vera litin jákvæðum augum hvort sem er af ákæruvaldinu og ákærðu,“ sagði Arnþrúður. Þá gerði saksóknari jafnframt athugasemdir við með hvaða hætti dregnar væru ályktanir af til dæmis greinaskrifum Ásgeirs Brynjars. Sagði Arnþrúður ályktanirnar í kröfunni vera langt út fyrir það sem tilefni væri til. Á meðal þess sem Hreiðar telur að leiði til vanhæfis meðdómandans eru ummæli sem hann lét falla í vídjóbloggi árið 2011. Í kröfu Hreiðars er hluti ummælanna endurritaður á eftirfarandi hátt: „Þó að sumir hafi viljað blása þetta upp og sagt að þetta hafi nú verið sniðugt hjá Íslendinum að láta bankanna rúlla og ekki bjarga bankabókunum, bankabófunum.“Telur ummælin slitin úr samhengi Saksóknari sagði að í kröfunni væru ummælin ekki orðrétt eins og þau koma fram á vefslóðinni. Hún hvatti því dómarana til að hlusta á ummælin og horfa á upptökuna í heild sinni sem sjá má hér að neðan. Ummælin lætur Ásgeir falla á mínútu 3:45 og segir orðrétt í byrjun: „Þó að sumir hafi viljað blása það upp og sagt að það hafi nú verið sniðugt hjá Íslendinum að láta bankana rúlla og ekki bjarga bankabókunum, bófunum.“Arnþrúður sagði ljóst að ummælin væru slitin úr samhengi af hálfu Hreiðars. Aðdragandinn að umræðunni snerist um Icesave og Ásgeir væri að vísa til þess sem sumir hefðu haldið fram í tengslum við það mál. „Það er fráleitt að halda því fram að dómarinn haldi að ákærði sé bófi,“ sagði Arnþrúður. Að mati saksóknara væru ummæli meðdómandans almenns eðlis þegar málið væri skoðað heildstætt. Þau hafi hvorki varðað ákærða persónulega né sakarefni málsins. Dómsformaður, Símon Sigvaldason, sagði að úrskurðað yrði um kröfuna á morgun klukkan 11.
Tengdar fréttir Hreiðar fer fram á að dómari í Marple-málinu víki sæti Kveða á upp dóm á föstudaginn. 5. október 2015 15:17 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Marple-málið: „Málatilbúnaður saksóknara stangast á mili mála“ Kristín Edwald segir að auðvelt hefði verið að reka Al-Thani málið og markaðsmisnotkunarmálið saman. 11. september 2015 08:00 Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19 Vill að dómarinn víki vegna nafnlausra skrifa, "læka“ á Facebook og Twitter-færslna Aðalmeðferð er lokið í Marple-málinu og kveða á upp dóm á föstudag. Hreiðar Már Sigurðsson vill hins vegar að einn dómari víki sæti. 6. október 2015 10:54 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Hreiðar fer fram á að dómari í Marple-málinu víki sæti Kveða á upp dóm á föstudaginn. 5. október 2015 15:17
Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06
Marple-málið: „Málatilbúnaður saksóknara stangast á mili mála“ Kristín Edwald segir að auðvelt hefði verið að reka Al-Thani málið og markaðsmisnotkunarmálið saman. 11. september 2015 08:00
Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19
Vill að dómarinn víki vegna nafnlausra skrifa, "læka“ á Facebook og Twitter-færslna Aðalmeðferð er lokið í Marple-málinu og kveða á upp dóm á föstudag. Hreiðar Már Sigurðsson vill hins vegar að einn dómari víki sæti. 6. október 2015 10:54
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent