Verðtryggð lán betri en þau óverðtryggðu Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. mars 2015 13:00 Breki Karlsson segir að auka þurfi fjármálalæsi bæði almennings og stjórnmálamanna. fréttablaðið/valli Í sögulegu tilliti, þegar litið er til baka, þá hafa verðtryggð lán alltaf verið hagstæðari en óverðtryggð. Raunvextir verðtryggðra lána hafa verið lægri en óverðtryggðra, segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Hann er framsögumaður á fundi sem haldinn verður hjá Arion banka í dag. Hann mun halda framsögu um hvað er vert að hafa í huga við lántöku við kaup á íbúð, ásamt því að bera saman verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán. „Ég fer svolítið yfir sögu þess og útskýri af hverju verðtryggð lán eigi að vera hagstæðari samkvæmt sögunni. Svo geta menn haft sínar persónulegu skoðanir á þeim,“ segir Breki. Hann segir að það sé ekki hans að ráðleggja fólki hvaða lán það eigi að taka, en hann geti sagt fólki hvaða þátta sé rétt að líta til við val á lánum. „Í óverðtryggðum lánum veistu nákvæmlega hver vaxtaprósentan verður sem þú þarft að borga. En í verðtryggðum lánum veistu ekki hver greiðslubyrðin verður næsta mánuðinn út,“ segir Breki. Það sé ákveðin áhætta fólgin í þessu. „En á móti kemur að þú ert líklega að borga lægri vexti af verðtryggðum lánum. Ef þú ert að horfa til lengri tíma þá hafa laun hækkað umfram verðbólgu þó nokkuð mikið síðastliðin 25 ár,“ segir Breki. Meira að segja frá hruni, árið 2008, hafi laun hækkað um átta prósent umfram verðbólgu. Þetta þýðir að þótt upphæðin sem lántakandi borgar í hverjum mánuði af 25 ára láni sem hann kann að hafa tekið sé mun hærri en hún var í upphafi, þá er hlutfallið sem hann greiðir af launum sínum mun lægra en í upphafi. Þá sé rétt að benda á að þegar fólk tekur lán í fyrsta skipti og er að byrja að búa þá á það inni starfsaldurstengdar hækkanir á launum til viðbótar við þær hækkanir sem kunna að verða á launavísitölunni. Breki bendir á að ástæðan fyrir því að verðtryggðu lánin hafa verið gagnrýnd sé einkum sú að greiðslubyrðin er stillt þannig af að hún er lægst fyrstu árin en hækkar svo. Með óverðtryggð lán er greiðslubyrðin hæst fyrst og höfuðstóllinn lækkar líka. „Það er ekkert óeðlilegt þegar þú ert ungur að taka lán, og um leið að eignast börn og koma þér upp heimili, að greiðslubyrðin af láninu sé léttari til að byrja með og svo þyngist hún eftir því sem líður á.“ Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Í sögulegu tilliti, þegar litið er til baka, þá hafa verðtryggð lán alltaf verið hagstæðari en óverðtryggð. Raunvextir verðtryggðra lána hafa verið lægri en óverðtryggðra, segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Hann er framsögumaður á fundi sem haldinn verður hjá Arion banka í dag. Hann mun halda framsögu um hvað er vert að hafa í huga við lántöku við kaup á íbúð, ásamt því að bera saman verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán. „Ég fer svolítið yfir sögu þess og útskýri af hverju verðtryggð lán eigi að vera hagstæðari samkvæmt sögunni. Svo geta menn haft sínar persónulegu skoðanir á þeim,“ segir Breki. Hann segir að það sé ekki hans að ráðleggja fólki hvaða lán það eigi að taka, en hann geti sagt fólki hvaða þátta sé rétt að líta til við val á lánum. „Í óverðtryggðum lánum veistu nákvæmlega hver vaxtaprósentan verður sem þú þarft að borga. En í verðtryggðum lánum veistu ekki hver greiðslubyrðin verður næsta mánuðinn út,“ segir Breki. Það sé ákveðin áhætta fólgin í þessu. „En á móti kemur að þú ert líklega að borga lægri vexti af verðtryggðum lánum. Ef þú ert að horfa til lengri tíma þá hafa laun hækkað umfram verðbólgu þó nokkuð mikið síðastliðin 25 ár,“ segir Breki. Meira að segja frá hruni, árið 2008, hafi laun hækkað um átta prósent umfram verðbólgu. Þetta þýðir að þótt upphæðin sem lántakandi borgar í hverjum mánuði af 25 ára láni sem hann kann að hafa tekið sé mun hærri en hún var í upphafi, þá er hlutfallið sem hann greiðir af launum sínum mun lægra en í upphafi. Þá sé rétt að benda á að þegar fólk tekur lán í fyrsta skipti og er að byrja að búa þá á það inni starfsaldurstengdar hækkanir á launum til viðbótar við þær hækkanir sem kunna að verða á launavísitölunni. Breki bendir á að ástæðan fyrir því að verðtryggðu lánin hafa verið gagnrýnd sé einkum sú að greiðslubyrðin er stillt þannig af að hún er lægst fyrstu árin en hækkar svo. Með óverðtryggð lán er greiðslubyrðin hæst fyrst og höfuðstóllinn lækkar líka. „Það er ekkert óeðlilegt þegar þú ert ungur að taka lán, og um leið að eignast börn og koma þér upp heimili, að greiðslubyrðin af láninu sé léttari til að byrja með og svo þyngist hún eftir því sem líður á.“
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira