Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Sæunn Gísladóttir skrifar 17. september 2015 15:36 Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, og Terry Jester, stjórnarformaður Silicor Materials, undirrituðu samninginn í dag. Vísir/OR Fulltrúar Orku náttúrunnar (ON) og Silicor Materials hafa skrifað undir samning um sölu á 40 megavatta raforku til fyrirhugaðrar verksmiðju bandaríska fyrirtækisins á Grundartanga þar sem framleiddur verður kísill til raforkuframleiðslu úr sólarorku. Með samningnum hækkar það verð sem ON fær fyrir orkuna verulega og það er ekki tengt verði á afurðum kaupandans, segir í tilkynningu. Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, og Terry Jester, stjórnarformaður Silicor Materials, undirrituðu samninginn við athöfn í Elliðaárstöðinni í dag. Þar hófst einmitt raforkuframleiðsla Reykvíkinga, sem ON hefur með höndum í dag. Samningurinn er fyrsti stórnotendasamningur um raforkusölu sem ON gerir eftir að að fyrirtækið tók við virkjanarekstri og raforkusölu OR í ársbyrjun 2014. ON á og rekur jarðgufuvirkjanirnar á Nesjavöllum og Hellisheiði auk vatnsaflsvirkjunar í Andakílsá. Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Landsvirkjunar sem OR gerði á árunum 1997 og 2000. Með samningi ON við Silicor tryggir fyrirtækið sölu á raforkunni sem bundin var í þeim samningum. ON mun því ekki ráðast í nýja virkjun til að afla orkunnar. Verðið sem ON fær með nýja samningnum hækkar verulega. Það er í bandaríkjadölum og mismunandi eftir áföngum afhendingar. Að jafnaði er heildsöluverðið í samningum farið að nálgast það sem heimili greiða fyrir rafmagn í smásölu í dag. Samningurinn er til 15 ára með möguleika á framlengingu. Afhending orku hefst á árinu 2018. Í samningunum sem eru að renna út er innifalinn í verðinu flutningur raforkunnar, sem er á hendi Landsnets. Í samningi ON og Silicor er flutningur ekki innifalinn og þar með dregur úr áhættu ON af því að þróun flutningskostnaðar verði fyrirtækinu óhagstæð.19 þúsund tonn af sólarkísil á áriSólarkísilframleiðsla þarf mikið rafmagn og er umhverfisvæn. Þannig þurfti fyrirhuguð verksmiðja ekki að gangast undir mat á umhverfisáhrifum að mati Umhverfisstofnunar. Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári til að byrja með. Afurðin er meðal annars notuð til að framleiða búnað til rafmagnsvinnslu úr sólarljósi. Fyrirhuguð fjárfesting fyrirtækisins nemur um 120 milljörðum króna og gert er ráð fyrir að um 450 manns vinni við verksmiðjuna. Tengdar fréttir Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Fulltrúar Orku náttúrunnar (ON) og Silicor Materials hafa skrifað undir samning um sölu á 40 megavatta raforku til fyrirhugaðrar verksmiðju bandaríska fyrirtækisins á Grundartanga þar sem framleiddur verður kísill til raforkuframleiðslu úr sólarorku. Með samningnum hækkar það verð sem ON fær fyrir orkuna verulega og það er ekki tengt verði á afurðum kaupandans, segir í tilkynningu. Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, og Terry Jester, stjórnarformaður Silicor Materials, undirrituðu samninginn við athöfn í Elliðaárstöðinni í dag. Þar hófst einmitt raforkuframleiðsla Reykvíkinga, sem ON hefur með höndum í dag. Samningurinn er fyrsti stórnotendasamningur um raforkusölu sem ON gerir eftir að að fyrirtækið tók við virkjanarekstri og raforkusölu OR í ársbyrjun 2014. ON á og rekur jarðgufuvirkjanirnar á Nesjavöllum og Hellisheiði auk vatnsaflsvirkjunar í Andakílsá. Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Landsvirkjunar sem OR gerði á árunum 1997 og 2000. Með samningi ON við Silicor tryggir fyrirtækið sölu á raforkunni sem bundin var í þeim samningum. ON mun því ekki ráðast í nýja virkjun til að afla orkunnar. Verðið sem ON fær með nýja samningnum hækkar verulega. Það er í bandaríkjadölum og mismunandi eftir áföngum afhendingar. Að jafnaði er heildsöluverðið í samningum farið að nálgast það sem heimili greiða fyrir rafmagn í smásölu í dag. Samningurinn er til 15 ára með möguleika á framlengingu. Afhending orku hefst á árinu 2018. Í samningunum sem eru að renna út er innifalinn í verðinu flutningur raforkunnar, sem er á hendi Landsnets. Í samningi ON og Silicor er flutningur ekki innifalinn og þar með dregur úr áhættu ON af því að þróun flutningskostnaðar verði fyrirtækinu óhagstæð.19 þúsund tonn af sólarkísil á áriSólarkísilframleiðsla þarf mikið rafmagn og er umhverfisvæn. Þannig þurfti fyrirhuguð verksmiðja ekki að gangast undir mat á umhverfisáhrifum að mati Umhverfisstofnunar. Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári til að byrja með. Afurðin er meðal annars notuð til að framleiða búnað til rafmagnsvinnslu úr sólarljósi. Fyrirhuguð fjárfesting fyrirtækisins nemur um 120 milljörðum króna og gert er ráð fyrir að um 450 manns vinni við verksmiðjuna.
Tengdar fréttir Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35
Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30