Ósyndir í djúpri laug Inga María Árnadóttir skrifar 20. september 2015 10:28 Landspítali-háskólasjúkrahús er kennslusjúkrahús sem þýðir að þar er veitt heilbrigðisþjónusta þar sem jafnframt er lögð áhersla á rannsóknir, þróun og kennslu. Þar eru nemar við störf í ýmsum heilbrigðisvísindagreinum en á því eru bæði kostir og gallar. Augljóst er að nemar eru enn að læra og geta því ekki talist til sjálfstæðra fagmanna með fulla ábyrgð. Því er algjörlega óraunhæft að gera kröfur til hjúkrunarfræðinema sem útskrifaðs hjúkrunarfræðings eða læknanema sem útskrifaðs læknis. Starfsleyfi eru fyrst gefin út eftir að einstaklingur lýkur námi og er það fyrst og fremst gert til að tryggja gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Sumir skjólstæðingar þjónustunnar eru afar lánsamir og lenda á metnaðarfullum og samviskusömum nema sem er að vinna skólaverkefni og sinnir sjúklingi af mikilli samviskusemi. Neminn setur upp fyrsta flokks meðferð, studda nýjustu og bestu þekkingu, og veitir smæstu atriðum ómælda og (oftast) hálfvandræðalega mikla athygli og áhuga. Allt undir handleiðslu klínísks kennara og sprenglærðs starfsfólks. Þá getur viðvera nema á vinnustöðum oft virkað sem vítamínsprauta fyrir starfsfólkið því þeir færa með sér nýja sýn og áhugaverða þekkingu úr bóknáminu. En sami skjólstæðingur gæti líka orðið óheppinn og þurft að leggjast inn að sumri til. Þá fer þorri starfsfólksins í sumarleyfi og nemar eru ráðnir í afleysingar. Að vísu er gerð sú krafa að þrautreynt starfsfólk sé á vakt þegar nemar eru að störfum en þegar álagið verður of mikið á það til að gleymast að neminn, sem sker sig að litlu leyti úr hópi starfsfólksins utan seinlegra vinnubragða og stöku „bíddu ég skal spyrja“, hefur hvorki hæfni né leyfi til að axla þá ábyrgð sem oft lendir á herðum hans. Þegar síga fer á seinni hluta námsins fara nemendur að horfa fram í tímann og hugsa til þess hvað þeir þurfa að kunna þegar þeir verða fullgildir og útskrifaðir úr sínu námi. Óhjákvæmilega bæta nemendur á sig fleiri og flóknari verkefnum því sá tími þegar þeir fá starfsleyfið í hendurnar nálgast jú óðum. Þeir vilja m.ö.o. vera búnir undir fyrirséð álag og tilheyrandi aukna ábyrgð í starfi að lokinni útskrift. Hugsunin að verða að geta framkvæmt ákveðin verk upp á eigin spýtur eftir örfáa mánuði, tvær vikur eða jafnvel á morgun, þrýstir á nemann til að prófa sig og athuga hvar hann er staddur. Fái nemi ekki fullnægjandi handleiðslu eða stuðning getur það orðið til þess að hann taki of mikla áhættu í starfi, sem getur í verstu tilfellum bitnað á öryggi sjúklinga. Hversu langt á veg sem nemi er kominn í náminu, hvort sem hann er að sinna sjúklingum sem starfsmaður eða nemandi, þarf ætíð að vera aðili á vakt sem er meðvitaður um ábyrgð sína gagnvart nemanum. Því þurfa aðstæður í vinnuumhverfinu að vera til þess fallnar að sá aðili hafi svigrúm til að fylgja nemanum eftir. Eins og staðan er í dag fá hjúkrunarfræðingar, sem starfa einnig sem klínískir kennarar, ekki greiðslur fyrir leiðbeiningu nema á spítalanum. Þeir taka við nemum, án þess að hafa um það val, því þetta er jú kennslusjúkrahús. Margir þeirra kvíða klíníska námstímabilinu vegna þess að í því felst gríðarlega aukið álag. Þá þurfa þeir ekki einungis að sinna áfram sínum hefðbundnu verkefnum og ábyrgð heldur bera þeir einnig ábyrgð á gjörðum nemans, auk þess að sjá til þess að neminn öðlist klíníska hæfni og leysi skólaverkefni sín, án nokkurrar þóknunar. Álagið hefur verið sérstaklega mikið á nemum, nýútskrifuðum og öðru starfsfólki í sumar vegna uppsagna og verkfalla hjúkrunarfræðinga og ennþá er mikil óvissa vegna þeirra uppsagna sem taka gildi 1. október nk. Ég skora því á stjórnvöld að veita Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og spítalanum fjárveitingu eyrnamerktri klínískri kennslu til að stuðla að öruggara starfsumhverfi svo að hjúkrunarnemar hætti að taka að sér of flókin verkefni, án nægilegs eftirlits, sökum anna á deildum sem gætu komið niður á öryggi sjúklinga. En atvik eða mistök í heilbrigðisþjónustu koma ekki einungis niður á sjúklingum heldur einnig þeim sem veldur og þeim sem verða vitni að. Því er til mikils að vinna með því að búa vel að nemendum á námstíma og fyrst eftir útskrift. Ekki ber að líta á nema sem ódýrt vinnuafl heldur framtíðarfjárfestingu í heilbrigðiskerfinu. Nemar þurfa að læra að synda. Hættum að henda þeim ósyndum út í djúpu laugina. Eða, setjum að lágmarki á þá kúta. Inga María Árnadóttir, Hagsmunafulltrúi hjúkrunarfræðinema við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Landspítali-háskólasjúkrahús er kennslusjúkrahús sem þýðir að þar er veitt heilbrigðisþjónusta þar sem jafnframt er lögð áhersla á rannsóknir, þróun og kennslu. Þar eru nemar við störf í ýmsum heilbrigðisvísindagreinum en á því eru bæði kostir og gallar. Augljóst er að nemar eru enn að læra og geta því ekki talist til sjálfstæðra fagmanna með fulla ábyrgð. Því er algjörlega óraunhæft að gera kröfur til hjúkrunarfræðinema sem útskrifaðs hjúkrunarfræðings eða læknanema sem útskrifaðs læknis. Starfsleyfi eru fyrst gefin út eftir að einstaklingur lýkur námi og er það fyrst og fremst gert til að tryggja gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Sumir skjólstæðingar þjónustunnar eru afar lánsamir og lenda á metnaðarfullum og samviskusömum nema sem er að vinna skólaverkefni og sinnir sjúklingi af mikilli samviskusemi. Neminn setur upp fyrsta flokks meðferð, studda nýjustu og bestu þekkingu, og veitir smæstu atriðum ómælda og (oftast) hálfvandræðalega mikla athygli og áhuga. Allt undir handleiðslu klínísks kennara og sprenglærðs starfsfólks. Þá getur viðvera nema á vinnustöðum oft virkað sem vítamínsprauta fyrir starfsfólkið því þeir færa með sér nýja sýn og áhugaverða þekkingu úr bóknáminu. En sami skjólstæðingur gæti líka orðið óheppinn og þurft að leggjast inn að sumri til. Þá fer þorri starfsfólksins í sumarleyfi og nemar eru ráðnir í afleysingar. Að vísu er gerð sú krafa að þrautreynt starfsfólk sé á vakt þegar nemar eru að störfum en þegar álagið verður of mikið á það til að gleymast að neminn, sem sker sig að litlu leyti úr hópi starfsfólksins utan seinlegra vinnubragða og stöku „bíddu ég skal spyrja“, hefur hvorki hæfni né leyfi til að axla þá ábyrgð sem oft lendir á herðum hans. Þegar síga fer á seinni hluta námsins fara nemendur að horfa fram í tímann og hugsa til þess hvað þeir þurfa að kunna þegar þeir verða fullgildir og útskrifaðir úr sínu námi. Óhjákvæmilega bæta nemendur á sig fleiri og flóknari verkefnum því sá tími þegar þeir fá starfsleyfið í hendurnar nálgast jú óðum. Þeir vilja m.ö.o. vera búnir undir fyrirséð álag og tilheyrandi aukna ábyrgð í starfi að lokinni útskrift. Hugsunin að verða að geta framkvæmt ákveðin verk upp á eigin spýtur eftir örfáa mánuði, tvær vikur eða jafnvel á morgun, þrýstir á nemann til að prófa sig og athuga hvar hann er staddur. Fái nemi ekki fullnægjandi handleiðslu eða stuðning getur það orðið til þess að hann taki of mikla áhættu í starfi, sem getur í verstu tilfellum bitnað á öryggi sjúklinga. Hversu langt á veg sem nemi er kominn í náminu, hvort sem hann er að sinna sjúklingum sem starfsmaður eða nemandi, þarf ætíð að vera aðili á vakt sem er meðvitaður um ábyrgð sína gagnvart nemanum. Því þurfa aðstæður í vinnuumhverfinu að vera til þess fallnar að sá aðili hafi svigrúm til að fylgja nemanum eftir. Eins og staðan er í dag fá hjúkrunarfræðingar, sem starfa einnig sem klínískir kennarar, ekki greiðslur fyrir leiðbeiningu nema á spítalanum. Þeir taka við nemum, án þess að hafa um það val, því þetta er jú kennslusjúkrahús. Margir þeirra kvíða klíníska námstímabilinu vegna þess að í því felst gríðarlega aukið álag. Þá þurfa þeir ekki einungis að sinna áfram sínum hefðbundnu verkefnum og ábyrgð heldur bera þeir einnig ábyrgð á gjörðum nemans, auk þess að sjá til þess að neminn öðlist klíníska hæfni og leysi skólaverkefni sín, án nokkurrar þóknunar. Álagið hefur verið sérstaklega mikið á nemum, nýútskrifuðum og öðru starfsfólki í sumar vegna uppsagna og verkfalla hjúkrunarfræðinga og ennþá er mikil óvissa vegna þeirra uppsagna sem taka gildi 1. október nk. Ég skora því á stjórnvöld að veita Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og spítalanum fjárveitingu eyrnamerktri klínískri kennslu til að stuðla að öruggara starfsumhverfi svo að hjúkrunarnemar hætti að taka að sér of flókin verkefni, án nægilegs eftirlits, sökum anna á deildum sem gætu komið niður á öryggi sjúklinga. En atvik eða mistök í heilbrigðisþjónustu koma ekki einungis niður á sjúklingum heldur einnig þeim sem veldur og þeim sem verða vitni að. Því er til mikils að vinna með því að búa vel að nemendum á námstíma og fyrst eftir útskrift. Ekki ber að líta á nema sem ódýrt vinnuafl heldur framtíðarfjárfestingu í heilbrigðiskerfinu. Nemar þurfa að læra að synda. Hættum að henda þeim ósyndum út í djúpu laugina. Eða, setjum að lágmarki á þá kúta. Inga María Árnadóttir, Hagsmunafulltrúi hjúkrunarfræðinema við Háskóla Íslands.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun