Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2015 13:53 Gunnhildur átti frábært tímabil með Snæfelli. vísir/vilhelm „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem maður leggur á sig,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Snæfells, í samtali við Vísi eftir lokahóf KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í dag. Gunnhildur var valin besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess sem hún var í liði ársins.Sjá einnig: Hildur og Pavel best í Domino's deildunum. „Ég hef þroskast mikið sem varnarmaður og legg mikið upp úr því að spila góða vörn. Með góðri vörn kemur góð sókn og þú öðlast sjálftraust með því að standa þig vel í vörninni,“ sagði Gunnhildur sem sneri aftur í Hólminn fyrir tímabilið eftir nokkur ár í Haukum. Hún segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. „Ég sé alls ekki eftir því. Ég bý fyrir vestan og það er gott að spila fyrir uppeldisfélagið, þótt ég hafi átt góð ár í Haukum. Það er alltaf best að spila heima,“ sagði Gunnhildur ennfremur sem gerir ráð fyrir að vera áfram í Hólminum næstu árin. Snæfell er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en mun væntanlega mæta með nokkuð breytt lið til leiks á næsta tímabili. Hildur Sigurðardóttir, leikmaður ársins og fyrirliði Snæfells, hefur lagt skóna á hilluna og þá ætlar Kristen McCarthy að reyna fyrir sér í sterkari deild. „Hópurinn mun líta öðruvísi út en vonandi fáum við einhverjar duglegar stelpur heim. Svo erum við með unga og efnilega leikmenn. Þessi hópur þarf að stíga eitt skref áfram og bæta sig,“ sagði Gunnhildur og bætti því við að hefðin sem hefur skapast í Snæfelli undanfarin ár sé mikilvæg. „Það er búið að sýna sig að karfan heima er á uppsiglingu. En við erum ekkert með endalaust úrval af leikmönnum. Árgangarnir í skólunum eru litlir og það er mjög mikilvægt að vera með góða þjálfara í yngri flokkunum svo leikmenn skili sér upp í meistaraflokkinn. „Það er gott fyrir yngri leikmenn að sjá að það er hægt að gera góða hluti,“ sagði Gunnhildur að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
„Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem maður leggur á sig,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Snæfells, í samtali við Vísi eftir lokahóf KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í dag. Gunnhildur var valin besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess sem hún var í liði ársins.Sjá einnig: Hildur og Pavel best í Domino's deildunum. „Ég hef þroskast mikið sem varnarmaður og legg mikið upp úr því að spila góða vörn. Með góðri vörn kemur góð sókn og þú öðlast sjálftraust með því að standa þig vel í vörninni,“ sagði Gunnhildur sem sneri aftur í Hólminn fyrir tímabilið eftir nokkur ár í Haukum. Hún segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. „Ég sé alls ekki eftir því. Ég bý fyrir vestan og það er gott að spila fyrir uppeldisfélagið, þótt ég hafi átt góð ár í Haukum. Það er alltaf best að spila heima,“ sagði Gunnhildur ennfremur sem gerir ráð fyrir að vera áfram í Hólminum næstu árin. Snæfell er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en mun væntanlega mæta með nokkuð breytt lið til leiks á næsta tímabili. Hildur Sigurðardóttir, leikmaður ársins og fyrirliði Snæfells, hefur lagt skóna á hilluna og þá ætlar Kristen McCarthy að reyna fyrir sér í sterkari deild. „Hópurinn mun líta öðruvísi út en vonandi fáum við einhverjar duglegar stelpur heim. Svo erum við með unga og efnilega leikmenn. Þessi hópur þarf að stíga eitt skref áfram og bæta sig,“ sagði Gunnhildur og bætti því við að hefðin sem hefur skapast í Snæfelli undanfarin ár sé mikilvæg. „Það er búið að sýna sig að karfan heima er á uppsiglingu. En við erum ekkert með endalaust úrval af leikmönnum. Árgangarnir í skólunum eru litlir og það er mjög mikilvægt að vera með góða þjálfara í yngri flokkunum svo leikmenn skili sér upp í meistaraflokkinn. „Það er gott fyrir yngri leikmenn að sjá að það er hægt að gera góða hluti,“ sagði Gunnhildur að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira