Afkastamikill frumkvöðull látinn: Fimm mögnuð verk eftir Einar Þorstein Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. maí 2015 14:23 Harpa var samstarfsverkefni Ólafs Elíassonar og Einars Þorsteins. Vísir/Vilhelm/GVA Einar Þorsteinn Ásgeirsson, arkitekt, verður jarðsunginn í dag frá Hallgrímskirkju. Einar lést þann 28. apríl síðastliðinn. Hann var mikilsmetinn í sínu starfi og í ófá skiptin komu til hans aðilar sem nauðsynlega þurftu á sérþekkingu hans að halda. Þar má meðal annarra nefna Ólaf Elíasson sem flaug til Íslands árið 1996 til þess að hitta Einar. Ólafur vildi byggja hvelfingu með því að nota sérstaka tækni sem Einar var sérfræðingur í. Vefsíðan Curbed sagði frá Einari í vikunni og tíndi til nokkur af hans helstu afrekum. Einar var óþreytandi í tilraunum sínum með stærðfræðileg og þrívíð form. Einar starfaði með Frei Otto á áttunda áratugnum og NASA bað hann um að hanna færanlegar tunglrannsóknarstofur ásamt Guillermo Trotti. Hann var arkítekt sem var að mestu þekktur í gegnum verk annarra en í grein Curbed er hann sagður hafa verið brjálaði vísindamaðurinn á bakvið flest verk Ólafs Elíassonar. Hann var 73 ára þegar hann lést. Einar skilur eftir sig bæði stórt og ótrúlegt safn verka:Harpan og fimm sinnum hnitin1. Tilraunir Einars með fimmfalda symmetríu eða eins og hann kallaði verkið „Gullinfang“ hafa verið bráðnauðsynlegar fyrir Ólaf Elíasson við hönnun á tónlistarhúsinu Hörpu. Gullinfang er gerður úr „fimm sinnum hinum hefðbundnu XYZ hnitum, með hinu Gullna hlutfalli á milli þeirra sem verður erfiðara að sjá fyrir sér eftir því sem byggingin verður flóknari.“ Ef þetta er óskiljanlegt er hægt að horfa á þetta myndband og reyna að botna í fimmvídd. Myndbandið sýnir muninn á fjórvíðri og fimmvíðri symmetríu. Harpan liti allt öðruvísi út ef snilligáfu Einars Þorsteins hefði ekki notið við. Vísir/GVAStarfaði fyrir Frei Otto 2. Eftir að hann útskrifaðist sem arkitekt úr Tækniháskólanum í Hannover starfaði Einar ásamt Frei Otto og hjálpaði til við að hanna verkið Munich‘s Olympic Village fyrir Ólympíuleikana árið 1972. Fyrir þá byggingu fékk Otto Pritzker verðlaunin sem eru gefin arkitektum sem hafa haft áhrif á samfélagið og söguna með hönnun sinni.Verkið By Means of Sudden Intuitive Realization eftir Einar Þorstein og Ólaf Elíasson.Mynd/Ólafur ElíassonStofnun Tilraunastofu Burðarforma 3. Einar stofnaði og rak Tilraunastofu Burðarforma eftir að hann lauk vinnu sinni fyrir Frei Otto. Tilraunastofa burðarforma tók til starfa 1973. Stofan einbeitti sér að hönnun léttbygginga fyrir íslenskar aðstæður.Verk um allan heim 4. Ólafur Elíasson fékk Einar með sér í að hanna tvö verk snemma eftir að þeir kynntust. Annað þeirra By Means of a Sudden Intuitive Realization sem staðsett er nú í Brasilíu og 8900054 sem var hugsað sem virðingavottur við Buckminister Fuller en hann hafði mikil áhrif á Einar og verk hans. Síðarnefnda verkið stendur við Arken Nútímalistasafnið nálægt Kaupmannahöfn. Bæði verkin voru gerð árið 1996 og það má segja að þessi fyrstu samvinnuverkefni hafi gefið góða vísbendingu um hvað síðar átti eftir að koma frá þeim félögum. Fjallað er um samvinnu þeirra í heimildarmyndinni The Model Room frá árinu 2011 en Curbed kallar vináttu þeirra eina af þeim hvað mest skapandi vináttu 21. aldarinnar.Kúluhús í takt við náttúruna 5. Nálægt Hellu stendur eitt af kúluhúsum Einars. Carol Diehl heimsótti Einar og fyrrum konu hans Manuelu Loeschmann árið 2006, hún var vinur Einars og er listamaður. Hér má lesa allt um heimsóknina. Fjallað var um Einar í Fréttablaðinu fyrir nákvæmlega 4 árum í tengslum við sýninguna Hugvit í Hafnarborg sem opnaði þann dag. Verk Einars voru undirstaða sýningarinnar. Sýningarstjóri var Pétur Ármannsson, arkítekt, ásamt Guðmundi Oddi Magnússyni, listfræðingi. „Það sem vakti fyrir Einari var að finna hagkvæmari, ódýrari og tæknilegri lausnir á því hvernig mætti byggja hús,“ sagði Pétur um kúluhús þau sem Einar var hvað frægastur fyrir. „Íslendingar settu formið hins vegar fyrir sig sem og að byggingarefnið væri ekki úr steinsteypu. Þessar hugmyndir féllu því grýttan jarðveg, ef svo má segja. Einar Þorsteinn var líka fyrstur arkitekta hér á landi til að tala um vistænt skipulag og hönnun um miðbik 8. áratugarins; áratugum áður en Íslendingar fóru að huga að slíku.“ Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Einar Þorsteinn Ásgeirsson, arkitekt, verður jarðsunginn í dag frá Hallgrímskirkju. Einar lést þann 28. apríl síðastliðinn. Hann var mikilsmetinn í sínu starfi og í ófá skiptin komu til hans aðilar sem nauðsynlega þurftu á sérþekkingu hans að halda. Þar má meðal annarra nefna Ólaf Elíasson sem flaug til Íslands árið 1996 til þess að hitta Einar. Ólafur vildi byggja hvelfingu með því að nota sérstaka tækni sem Einar var sérfræðingur í. Vefsíðan Curbed sagði frá Einari í vikunni og tíndi til nokkur af hans helstu afrekum. Einar var óþreytandi í tilraunum sínum með stærðfræðileg og þrívíð form. Einar starfaði með Frei Otto á áttunda áratugnum og NASA bað hann um að hanna færanlegar tunglrannsóknarstofur ásamt Guillermo Trotti. Hann var arkítekt sem var að mestu þekktur í gegnum verk annarra en í grein Curbed er hann sagður hafa verið brjálaði vísindamaðurinn á bakvið flest verk Ólafs Elíassonar. Hann var 73 ára þegar hann lést. Einar skilur eftir sig bæði stórt og ótrúlegt safn verka:Harpan og fimm sinnum hnitin1. Tilraunir Einars með fimmfalda symmetríu eða eins og hann kallaði verkið „Gullinfang“ hafa verið bráðnauðsynlegar fyrir Ólaf Elíasson við hönnun á tónlistarhúsinu Hörpu. Gullinfang er gerður úr „fimm sinnum hinum hefðbundnu XYZ hnitum, með hinu Gullna hlutfalli á milli þeirra sem verður erfiðara að sjá fyrir sér eftir því sem byggingin verður flóknari.“ Ef þetta er óskiljanlegt er hægt að horfa á þetta myndband og reyna að botna í fimmvídd. Myndbandið sýnir muninn á fjórvíðri og fimmvíðri symmetríu. Harpan liti allt öðruvísi út ef snilligáfu Einars Þorsteins hefði ekki notið við. Vísir/GVAStarfaði fyrir Frei Otto 2. Eftir að hann útskrifaðist sem arkitekt úr Tækniháskólanum í Hannover starfaði Einar ásamt Frei Otto og hjálpaði til við að hanna verkið Munich‘s Olympic Village fyrir Ólympíuleikana árið 1972. Fyrir þá byggingu fékk Otto Pritzker verðlaunin sem eru gefin arkitektum sem hafa haft áhrif á samfélagið og söguna með hönnun sinni.Verkið By Means of Sudden Intuitive Realization eftir Einar Þorstein og Ólaf Elíasson.Mynd/Ólafur ElíassonStofnun Tilraunastofu Burðarforma 3. Einar stofnaði og rak Tilraunastofu Burðarforma eftir að hann lauk vinnu sinni fyrir Frei Otto. Tilraunastofa burðarforma tók til starfa 1973. Stofan einbeitti sér að hönnun léttbygginga fyrir íslenskar aðstæður.Verk um allan heim 4. Ólafur Elíasson fékk Einar með sér í að hanna tvö verk snemma eftir að þeir kynntust. Annað þeirra By Means of a Sudden Intuitive Realization sem staðsett er nú í Brasilíu og 8900054 sem var hugsað sem virðingavottur við Buckminister Fuller en hann hafði mikil áhrif á Einar og verk hans. Síðarnefnda verkið stendur við Arken Nútímalistasafnið nálægt Kaupmannahöfn. Bæði verkin voru gerð árið 1996 og það má segja að þessi fyrstu samvinnuverkefni hafi gefið góða vísbendingu um hvað síðar átti eftir að koma frá þeim félögum. Fjallað er um samvinnu þeirra í heimildarmyndinni The Model Room frá árinu 2011 en Curbed kallar vináttu þeirra eina af þeim hvað mest skapandi vináttu 21. aldarinnar.Kúluhús í takt við náttúruna 5. Nálægt Hellu stendur eitt af kúluhúsum Einars. Carol Diehl heimsótti Einar og fyrrum konu hans Manuelu Loeschmann árið 2006, hún var vinur Einars og er listamaður. Hér má lesa allt um heimsóknina. Fjallað var um Einar í Fréttablaðinu fyrir nákvæmlega 4 árum í tengslum við sýninguna Hugvit í Hafnarborg sem opnaði þann dag. Verk Einars voru undirstaða sýningarinnar. Sýningarstjóri var Pétur Ármannsson, arkítekt, ásamt Guðmundi Oddi Magnússyni, listfræðingi. „Það sem vakti fyrir Einari var að finna hagkvæmari, ódýrari og tæknilegri lausnir á því hvernig mætti byggja hús,“ sagði Pétur um kúluhús þau sem Einar var hvað frægastur fyrir. „Íslendingar settu formið hins vegar fyrir sig sem og að byggingarefnið væri ekki úr steinsteypu. Þessar hugmyndir féllu því grýttan jarðveg, ef svo má segja. Einar Þorsteinn var líka fyrstur arkitekta hér á landi til að tala um vistænt skipulag og hönnun um miðbik 8. áratugarins; áratugum áður en Íslendingar fóru að huga að slíku.“
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira