Volkswagen e-Golf ódýrari en Nissan Leaf í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2015 09:40 Volkswagen e-Golf SE. Slagurinn í sölu ódýrari rafmagnsbíla harnaði í vikunni vestanhafs, en þá hóf Volkswagen sölu e-Golf SE á lægra verði en Nissan Leaf. Volkswagen e-Golf SE kostar nú 29.815 dollara, eða 45 dollurum minna en Nissan Leaf. Með þessu hyggst Volkswagen ná til sín vænum skerfi af sölu Nissan Leaf sem selst hefur þokkalega í Bandaríkjunum. Á þessu ári hafa aðeins selst 1.831 e-Golf en 10.990 Nissan Leaf í Bandaríkjunum. Volkswagen e-Golf kemst svipaða vegalengd á hverri hleðslu og Nissan Leaf, eða um 135 kílómetra og er með 115 hestafla rafmótora. Þó svo að e-Golf eigi langt í sölu Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur hann slegið Leaf við í sölu í Evrópu í ár. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent
Slagurinn í sölu ódýrari rafmagnsbíla harnaði í vikunni vestanhafs, en þá hóf Volkswagen sölu e-Golf SE á lægra verði en Nissan Leaf. Volkswagen e-Golf SE kostar nú 29.815 dollara, eða 45 dollurum minna en Nissan Leaf. Með þessu hyggst Volkswagen ná til sín vænum skerfi af sölu Nissan Leaf sem selst hefur þokkalega í Bandaríkjunum. Á þessu ári hafa aðeins selst 1.831 e-Golf en 10.990 Nissan Leaf í Bandaríkjunum. Volkswagen e-Golf kemst svipaða vegalengd á hverri hleðslu og Nissan Leaf, eða um 135 kílómetra og er með 115 hestafla rafmótora. Þó svo að e-Golf eigi langt í sölu Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur hann slegið Leaf við í sölu í Evrópu í ár.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent