Touareg Hybrid tekinn úr sölu í BNA Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2015 16:03 Volkswagen Touareg. Volkswagen hefur dregið Touareg Hybrid jeppann úr sölu í Bandaríkjunum. Ekki bara seldist hann illa heldur var eyðsla hans lítið betri en hefbundin bensínútgáfa bílsins. Ennfremur stendur Bandaríkjamönnum til boða dísilútgáfa Touareg sem eyðir talsvert minna en Touareg Hybrid. Touareg Hybrid var 14.000 dollurum dýrari en hefbundin bensínútgáfa og kaupendur voru eðlilega ekki tilbúnir að greiða nálægt tveimur milljónum króna meira fyrir Hybrid bílinn, þó hann hafi rafmótora auk bensínvélar. Með öðrum 2016 árgerðum Touareg sem boðnir eru í Bandaríkjunum lækkar verðið um 2.000 dollara milli ára og því er hann kominn á mjög freistandi verð, eða 42.705 dollara sem samsvarar 5,7 milljónum króna. Auk þess er hann betur búinn en 2015 árgerðin og vel hlaðinn búnaði, meðal annars kælingu í framsætunum. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent
Volkswagen hefur dregið Touareg Hybrid jeppann úr sölu í Bandaríkjunum. Ekki bara seldist hann illa heldur var eyðsla hans lítið betri en hefbundin bensínútgáfa bílsins. Ennfremur stendur Bandaríkjamönnum til boða dísilútgáfa Touareg sem eyðir talsvert minna en Touareg Hybrid. Touareg Hybrid var 14.000 dollurum dýrari en hefbundin bensínútgáfa og kaupendur voru eðlilega ekki tilbúnir að greiða nálægt tveimur milljónum króna meira fyrir Hybrid bílinn, þó hann hafi rafmótora auk bensínvélar. Með öðrum 2016 árgerðum Touareg sem boðnir eru í Bandaríkjunum lækkar verðið um 2.000 dollara milli ára og því er hann kominn á mjög freistandi verð, eða 42.705 dollara sem samsvarar 5,7 milljónum króna. Auk þess er hann betur búinn en 2015 árgerðin og vel hlaðinn búnaði, meðal annars kælingu í framsætunum.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent