Touareg Hybrid tekinn úr sölu í BNA Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2015 16:03 Volkswagen Touareg. Volkswagen hefur dregið Touareg Hybrid jeppann úr sölu í Bandaríkjunum. Ekki bara seldist hann illa heldur var eyðsla hans lítið betri en hefbundin bensínútgáfa bílsins. Ennfremur stendur Bandaríkjamönnum til boða dísilútgáfa Touareg sem eyðir talsvert minna en Touareg Hybrid. Touareg Hybrid var 14.000 dollurum dýrari en hefbundin bensínútgáfa og kaupendur voru eðlilega ekki tilbúnir að greiða nálægt tveimur milljónum króna meira fyrir Hybrid bílinn, þó hann hafi rafmótora auk bensínvélar. Með öðrum 2016 árgerðum Touareg sem boðnir eru í Bandaríkjunum lækkar verðið um 2.000 dollara milli ára og því er hann kominn á mjög freistandi verð, eða 42.705 dollara sem samsvarar 5,7 milljónum króna. Auk þess er hann betur búinn en 2015 árgerðin og vel hlaðinn búnaði, meðal annars kælingu í framsætunum. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent
Volkswagen hefur dregið Touareg Hybrid jeppann úr sölu í Bandaríkjunum. Ekki bara seldist hann illa heldur var eyðsla hans lítið betri en hefbundin bensínútgáfa bílsins. Ennfremur stendur Bandaríkjamönnum til boða dísilútgáfa Touareg sem eyðir talsvert minna en Touareg Hybrid. Touareg Hybrid var 14.000 dollurum dýrari en hefbundin bensínútgáfa og kaupendur voru eðlilega ekki tilbúnir að greiða nálægt tveimur milljónum króna meira fyrir Hybrid bílinn, þó hann hafi rafmótora auk bensínvélar. Með öðrum 2016 árgerðum Touareg sem boðnir eru í Bandaríkjunum lækkar verðið um 2.000 dollara milli ára og því er hann kominn á mjög freistandi verð, eða 42.705 dollara sem samsvarar 5,7 milljónum króna. Auk þess er hann betur búinn en 2015 árgerðin og vel hlaðinn búnaði, meðal annars kælingu í framsætunum.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent