Meniga hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir jákvæð samfélagsleg áhrif Sæunn Gísladóttir skrifar 13. október 2015 16:17 Georg Lúðvíksson er forstjóri Meniga. Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hlýtur verðlaun fyrir bestu tæknilausnina í flokki viðskipta og verslunar á World Summit Award, alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin er á vegum Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur ráðstefnunnar er að verðlauna þau fyrirtæki í heiminum sem þykja skara framúr í þróun á tækninýjungum sem sýna samfélagslega ábyrgð og hjálpa fólki um allan heim, segir í tilkynningu. Alls bárust ráðstefnunni rúmlega 400 tilnefningar í ár frá 178 löndum víðs vegar að úr heiminum. Sigurvegarar World Summit Award voru valdir af dómnefnd sem skipuð er af 19 alþjóðlegum sérfræðingum í upplýsinga- og samskiptatækni. Aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna tilnefna eina vöru í hverjum flokki og var framlag Íslands í ár frá Meniga.Mikill heiður fyrir MenigaVerðlaunaafhendingin fer fram í Shenzhen í Kína í febrúar næstkomandi á heimsþingi World Summit Global þar sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, fulltrúar ráðuneyta, sérfræðingar í upplýsinga- og samskiptatækni og fulltrúar stórfyrirtækja koma saman. Fyrr á árinu hlaut Meniga verðlaun fyrir bestu lausnina á Finovate Europe 2015 ráðstefnunni sem er ein þekktasta og virtasta ráðstefna heims um tækninýjungar í fjármálatengdum hugbúnaði. Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir verðlaunin vera gríðarlegan heiður. „Betra fjármálalæsi og skynsamlegri fjármálahegðun einstaklinga og heimila er eitt stærsta tækifæri samtímans til að bæta lífsgæði um allan heim. Það er því virkilega ánægjulegt að fá þessa virðulegu hvatningu frá Sameinuðu þjóðunum í gegnum World Summit Award en þessi verðlaun snúast fyrst og fremst um jákvæð samfélagsleg áhrif af viðskiptum. Það hefur verið markmið Meniga frá upphafi að búa til lausnir sem hjálpa einstaklingum og fjölskyldum um allan heim með fjármálin sín og því hafa þessi verðlaun sérstaka þýðingu fyrir okkur.“ Mikil viðurkenning fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi á sviði tækninýjungaJóhann Pétur Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands er sérfræðingur hjá World Summit Award fyrir Ísland og velur verkefni frá Íslandi. Hann var fyrsti Íslendingurinn til að verja doktorsritgerð í tölvunarfræðum árið 1979 og hefur tekið þátt í að mennta þúsundir tölvunarfræðinga. Einnig hefur Jóhann lagt mikla áherslu á að mennta nemendur í nýsköpun og kennir meðal annars námskeiðið „Frá hugmynd að veruleika“ sem hefur verið í stöðugri þróun. Hundruðir nemenda hafa setið það námskeið og margir þeirra náð að setja á fót sín fyrstu sprotafyrirtæki sem sum hver hafa náð langt á alþjóðavísu. Jóhann hefur sjálfur komið að stofnun margra sprotafyrirtækja og einnig verið alþjóðlegur ráðgjafi hjá fyrirtækjum eins og Apple Computers. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi í hugbúnaðariðnaði og sérstaklega fyrir Meniga þar sem þetta eru virt alþjóðleg verðlaun og var Meniga að keppa við lausnir frá 178 löndum“ segir Jóhann. Jóhann heldur áfram og segir „Minn draumur er að fleiri íslensk fyrirtæki nái svona langt og að við getum haldið áfram að skapa fleiri vellaunuð störf í hugbúnaðariðnaði á Íslandi. Það gleður mig mikið þegar nemendum mínum farnast vel. Það er sérstaklega verðmætt þegar íslenskt hugvit er notað til verðmætasköpunar og skilar erlendum tekjum sem er undirstaða bættra lífskjara á Íslandi." Tækni Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hlýtur verðlaun fyrir bestu tæknilausnina í flokki viðskipta og verslunar á World Summit Award, alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin er á vegum Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur ráðstefnunnar er að verðlauna þau fyrirtæki í heiminum sem þykja skara framúr í þróun á tækninýjungum sem sýna samfélagslega ábyrgð og hjálpa fólki um allan heim, segir í tilkynningu. Alls bárust ráðstefnunni rúmlega 400 tilnefningar í ár frá 178 löndum víðs vegar að úr heiminum. Sigurvegarar World Summit Award voru valdir af dómnefnd sem skipuð er af 19 alþjóðlegum sérfræðingum í upplýsinga- og samskiptatækni. Aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna tilnefna eina vöru í hverjum flokki og var framlag Íslands í ár frá Meniga.Mikill heiður fyrir MenigaVerðlaunaafhendingin fer fram í Shenzhen í Kína í febrúar næstkomandi á heimsþingi World Summit Global þar sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, fulltrúar ráðuneyta, sérfræðingar í upplýsinga- og samskiptatækni og fulltrúar stórfyrirtækja koma saman. Fyrr á árinu hlaut Meniga verðlaun fyrir bestu lausnina á Finovate Europe 2015 ráðstefnunni sem er ein þekktasta og virtasta ráðstefna heims um tækninýjungar í fjármálatengdum hugbúnaði. Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir verðlaunin vera gríðarlegan heiður. „Betra fjármálalæsi og skynsamlegri fjármálahegðun einstaklinga og heimila er eitt stærsta tækifæri samtímans til að bæta lífsgæði um allan heim. Það er því virkilega ánægjulegt að fá þessa virðulegu hvatningu frá Sameinuðu þjóðunum í gegnum World Summit Award en þessi verðlaun snúast fyrst og fremst um jákvæð samfélagsleg áhrif af viðskiptum. Það hefur verið markmið Meniga frá upphafi að búa til lausnir sem hjálpa einstaklingum og fjölskyldum um allan heim með fjármálin sín og því hafa þessi verðlaun sérstaka þýðingu fyrir okkur.“ Mikil viðurkenning fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi á sviði tækninýjungaJóhann Pétur Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands er sérfræðingur hjá World Summit Award fyrir Ísland og velur verkefni frá Íslandi. Hann var fyrsti Íslendingurinn til að verja doktorsritgerð í tölvunarfræðum árið 1979 og hefur tekið þátt í að mennta þúsundir tölvunarfræðinga. Einnig hefur Jóhann lagt mikla áherslu á að mennta nemendur í nýsköpun og kennir meðal annars námskeiðið „Frá hugmynd að veruleika“ sem hefur verið í stöðugri þróun. Hundruðir nemenda hafa setið það námskeið og margir þeirra náð að setja á fót sín fyrstu sprotafyrirtæki sem sum hver hafa náð langt á alþjóðavísu. Jóhann hefur sjálfur komið að stofnun margra sprotafyrirtækja og einnig verið alþjóðlegur ráðgjafi hjá fyrirtækjum eins og Apple Computers. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir íslenska frumkvöðlastarfsemi í hugbúnaðariðnaði og sérstaklega fyrir Meniga þar sem þetta eru virt alþjóðleg verðlaun og var Meniga að keppa við lausnir frá 178 löndum“ segir Jóhann. Jóhann heldur áfram og segir „Minn draumur er að fleiri íslensk fyrirtæki nái svona langt og að við getum haldið áfram að skapa fleiri vellaunuð störf í hugbúnaðariðnaði á Íslandi. Það gleður mig mikið þegar nemendum mínum farnast vel. Það er sérstaklega verðmætt þegar íslenskt hugvit er notað til verðmætasköpunar og skilar erlendum tekjum sem er undirstaða bættra lífskjara á Íslandi."
Tækni Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira