Hlynur sleppur við að glíma við serbneskan risann hjá Spurs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2015 11:00 Hlynur Bæringsson og Boban Marjanovic. Vísir/Getty Serbneski miðherjinn Boban Marjanovic mun ekki spila með Serbum á Evrópumótinu í körfubolta í næsta mánuði en Serbía er í riðli Íslands á mótinu. Boban Marjanovic samdi við NBA-liðið San Antonio Spurs í síðasta mánuði en hann er 221 sentimetrar á hæð og yfir 130 kíló á þyngd. Boban Marjanovic verður 27 ára seinna í þessum mánuði en hann hefur verið atvinnumaður í körfubolta frá því að hann var 18 ára gamall. Nú er Marjanovic að fá sitt fyrsta tækifæri í NBA-deildinni eftir að hafa spilað í Serbíu, Litháen og Rússlandi. San Antonio Spurs hefur nú bannað Boban Marjanovic að taka þátt í Evrópumótinu af ótta við að hann meiðist. Marjanovic hefur fundið fyrir verkjum í vinstri fæti en samkvæmt serbneska sambandinu kom ekkert fram á myndum. Þetta eru ágætar fréttir fyrir Hlyn Bæringsson og aðra miðherja íslenska körfuboltalandsliðsins sem mæta Serbum í þriðja leik Íslands á EM í Berlín. Það er ekkert grín að eiga við hinn öfluga Boban Marjanovic sem treður yfir menn lengst utan úr teig. Marjanovic var kosinn í úrvaslið Euroleague á síðasta tímabili þegar hann spilaði með Crvena Zvezda og var með 16,6 stig og 10,7 fráköst að meðaltali í leik. Marjanovic var einnig valinn besti leikmaður serbnesku deildarinnar þriðja árið í röð og hjálpaði Crvena Zvezda að vinna titilinn. Marjanovic var í unglingalandsliði Serba sem varð Heimsmeistari 2007 og Evrópumeistari árið eftir. EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Sjá meira
Serbneski miðherjinn Boban Marjanovic mun ekki spila með Serbum á Evrópumótinu í körfubolta í næsta mánuði en Serbía er í riðli Íslands á mótinu. Boban Marjanovic samdi við NBA-liðið San Antonio Spurs í síðasta mánuði en hann er 221 sentimetrar á hæð og yfir 130 kíló á þyngd. Boban Marjanovic verður 27 ára seinna í þessum mánuði en hann hefur verið atvinnumaður í körfubolta frá því að hann var 18 ára gamall. Nú er Marjanovic að fá sitt fyrsta tækifæri í NBA-deildinni eftir að hafa spilað í Serbíu, Litháen og Rússlandi. San Antonio Spurs hefur nú bannað Boban Marjanovic að taka þátt í Evrópumótinu af ótta við að hann meiðist. Marjanovic hefur fundið fyrir verkjum í vinstri fæti en samkvæmt serbneska sambandinu kom ekkert fram á myndum. Þetta eru ágætar fréttir fyrir Hlyn Bæringsson og aðra miðherja íslenska körfuboltalandsliðsins sem mæta Serbum í þriðja leik Íslands á EM í Berlín. Það er ekkert grín að eiga við hinn öfluga Boban Marjanovic sem treður yfir menn lengst utan úr teig. Marjanovic var kosinn í úrvaslið Euroleague á síðasta tímabili þegar hann spilaði með Crvena Zvezda og var með 16,6 stig og 10,7 fráköst að meðaltali í leik. Marjanovic var einnig valinn besti leikmaður serbnesku deildarinnar þriðja árið í röð og hjálpaði Crvena Zvezda að vinna titilinn. Marjanovic var í unglingalandsliði Serba sem varð Heimsmeistari 2007 og Evrópumeistari árið eftir.
EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Sjá meira