Sigur Stólanna á Haukum sá stærsti í níu ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2015 07:30 Emil Barja í leiknum í Síkinu. Vísir/Auðunn Tindastóll fór frábærlega af stað í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta á þriðjudagskvöldið þegar liðið valtaði yfir Hauka, 94-64, í Síkinu á Sauðárkróki. Þessi 30 stiga sigur er sá stærsti í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í níu ár eða síðan Njarðvík pakkaði KR saman með 36 stigum í Ljónagryfjunni í undanúrslitum árið 2006. Þar fór Jeb Ivey á kostum í liði Njarðvíkur og skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar og þeir Friðrik Stefánsson og Jóhann Árni Ólafsson skoruðu fimmtán stig hvor. Enginn úr sigurliði Njarðvíkur spilaði með liðinu á þessu tímabili. Ef uppskriftin er sú sama hjá Tindastóli og Njarðvík verður liðið Íslandsmeistari, en Njarðvík kláraði KR, 3-1, og lyfti svo Íslandsbikarnum í Borgarnesi eftir að hafa klárað Skallagrím í fjórða leik. Njarðvík var þó vissulega besta liðið í deildinni það árið og varð einnig deildarmeistari, en komist Tindastóll í úrslitaeinvígið eru miklar líkur á að það mæti ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum KR. Grindavík og KR voru nálægt því að vinna 30 stiga sigra í fyrsta leik undanúrslitanna árið 2009. KR lagði þá Keflavík að velli, 102-74, í DHL-höllinni en Grindavík vann sigur á Snæfelli, 110-82, í Röstinni. Báðir voru þetta 28 stiga sigrar. KR kláraði sitt einvígi 3-0, en Grindavík afgreiddi Snæfell í fjórum leikjum áður en liðin mættust í einni eftirminnilegustu úrslitarimmu síðari ára sem endaði í ótrúlegum oddaleik í Vesturbænum. KR varð Íslandsmeistari með Jón Arnór Stefánsson í fararbroddi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 79-62 | Njarðvík fékk skell í Vesturbænum Íslands- og deildarmeistarar KR byrja undanúrslitin í Dominos-deildinni af krafti. 6. apríl 2015 20:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Tindastóll fór frábærlega af stað í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta á þriðjudagskvöldið þegar liðið valtaði yfir Hauka, 94-64, í Síkinu á Sauðárkróki. Þessi 30 stiga sigur er sá stærsti í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í níu ár eða síðan Njarðvík pakkaði KR saman með 36 stigum í Ljónagryfjunni í undanúrslitum árið 2006. Þar fór Jeb Ivey á kostum í liði Njarðvíkur og skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar og þeir Friðrik Stefánsson og Jóhann Árni Ólafsson skoruðu fimmtán stig hvor. Enginn úr sigurliði Njarðvíkur spilaði með liðinu á þessu tímabili. Ef uppskriftin er sú sama hjá Tindastóli og Njarðvík verður liðið Íslandsmeistari, en Njarðvík kláraði KR, 3-1, og lyfti svo Íslandsbikarnum í Borgarnesi eftir að hafa klárað Skallagrím í fjórða leik. Njarðvík var þó vissulega besta liðið í deildinni það árið og varð einnig deildarmeistari, en komist Tindastóll í úrslitaeinvígið eru miklar líkur á að það mæti ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum KR. Grindavík og KR voru nálægt því að vinna 30 stiga sigra í fyrsta leik undanúrslitanna árið 2009. KR lagði þá Keflavík að velli, 102-74, í DHL-höllinni en Grindavík vann sigur á Snæfelli, 110-82, í Röstinni. Báðir voru þetta 28 stiga sigrar. KR kláraði sitt einvígi 3-0, en Grindavík afgreiddi Snæfell í fjórum leikjum áður en liðin mættust í einni eftirminnilegustu úrslitarimmu síðari ára sem endaði í ótrúlegum oddaleik í Vesturbænum. KR varð Íslandsmeistari með Jón Arnór Stefánsson í fararbroddi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 79-62 | Njarðvík fékk skell í Vesturbænum Íslands- og deildarmeistarar KR byrja undanúrslitin í Dominos-deildinni af krafti. 6. apríl 2015 20:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 79-62 | Njarðvík fékk skell í Vesturbænum Íslands- og deildarmeistarar KR byrja undanúrslitin í Dominos-deildinni af krafti. 6. apríl 2015 20:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41