Sigur Stólanna á Haukum sá stærsti í níu ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2015 07:30 Emil Barja í leiknum í Síkinu. Vísir/Auðunn Tindastóll fór frábærlega af stað í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta á þriðjudagskvöldið þegar liðið valtaði yfir Hauka, 94-64, í Síkinu á Sauðárkróki. Þessi 30 stiga sigur er sá stærsti í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í níu ár eða síðan Njarðvík pakkaði KR saman með 36 stigum í Ljónagryfjunni í undanúrslitum árið 2006. Þar fór Jeb Ivey á kostum í liði Njarðvíkur og skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar og þeir Friðrik Stefánsson og Jóhann Árni Ólafsson skoruðu fimmtán stig hvor. Enginn úr sigurliði Njarðvíkur spilaði með liðinu á þessu tímabili. Ef uppskriftin er sú sama hjá Tindastóli og Njarðvík verður liðið Íslandsmeistari, en Njarðvík kláraði KR, 3-1, og lyfti svo Íslandsbikarnum í Borgarnesi eftir að hafa klárað Skallagrím í fjórða leik. Njarðvík var þó vissulega besta liðið í deildinni það árið og varð einnig deildarmeistari, en komist Tindastóll í úrslitaeinvígið eru miklar líkur á að það mæti ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum KR. Grindavík og KR voru nálægt því að vinna 30 stiga sigra í fyrsta leik undanúrslitanna árið 2009. KR lagði þá Keflavík að velli, 102-74, í DHL-höllinni en Grindavík vann sigur á Snæfelli, 110-82, í Röstinni. Báðir voru þetta 28 stiga sigrar. KR kláraði sitt einvígi 3-0, en Grindavík afgreiddi Snæfell í fjórum leikjum áður en liðin mættust í einni eftirminnilegustu úrslitarimmu síðari ára sem endaði í ótrúlegum oddaleik í Vesturbænum. KR varð Íslandsmeistari með Jón Arnór Stefánsson í fararbroddi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 79-62 | Njarðvík fékk skell í Vesturbænum Íslands- og deildarmeistarar KR byrja undanúrslitin í Dominos-deildinni af krafti. 6. apríl 2015 20:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Sjá meira
Tindastóll fór frábærlega af stað í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta á þriðjudagskvöldið þegar liðið valtaði yfir Hauka, 94-64, í Síkinu á Sauðárkróki. Þessi 30 stiga sigur er sá stærsti í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í níu ár eða síðan Njarðvík pakkaði KR saman með 36 stigum í Ljónagryfjunni í undanúrslitum árið 2006. Þar fór Jeb Ivey á kostum í liði Njarðvíkur og skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar og þeir Friðrik Stefánsson og Jóhann Árni Ólafsson skoruðu fimmtán stig hvor. Enginn úr sigurliði Njarðvíkur spilaði með liðinu á þessu tímabili. Ef uppskriftin er sú sama hjá Tindastóli og Njarðvík verður liðið Íslandsmeistari, en Njarðvík kláraði KR, 3-1, og lyfti svo Íslandsbikarnum í Borgarnesi eftir að hafa klárað Skallagrím í fjórða leik. Njarðvík var þó vissulega besta liðið í deildinni það árið og varð einnig deildarmeistari, en komist Tindastóll í úrslitaeinvígið eru miklar líkur á að það mæti ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum KR. Grindavík og KR voru nálægt því að vinna 30 stiga sigra í fyrsta leik undanúrslitanna árið 2009. KR lagði þá Keflavík að velli, 102-74, í DHL-höllinni en Grindavík vann sigur á Snæfelli, 110-82, í Röstinni. Báðir voru þetta 28 stiga sigrar. KR kláraði sitt einvígi 3-0, en Grindavík afgreiddi Snæfell í fjórum leikjum áður en liðin mættust í einni eftirminnilegustu úrslitarimmu síðari ára sem endaði í ótrúlegum oddaleik í Vesturbænum. KR varð Íslandsmeistari með Jón Arnór Stefánsson í fararbroddi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 79-62 | Njarðvík fékk skell í Vesturbænum Íslands- og deildarmeistarar KR byrja undanúrslitin í Dominos-deildinni af krafti. 6. apríl 2015 20:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 79-62 | Njarðvík fékk skell í Vesturbænum Íslands- og deildarmeistarar KR byrja undanúrslitin í Dominos-deildinni af krafti. 6. apríl 2015 20:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41