Sérkennsla – neikvæð eða jákvæð þjónusta? Rannveig Lund skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Í viðtali við dr. Hermund Sigurðsson í Fréttablaðinu 12. okt. sl. segir hann óeðlilegt að 28% íslenskra barna þurfi sérkennslu á móti 8% norskra. Í áhersluramma er 28% slegið fram með stóru letri ásamt hlutfallstölum sem sýndu slakt gengi íslenskra unglinga í stærðfræði og náttúrufræði í PISA-könnuninni árið 2012. Ólík hlutföll um sérkennslu eru athyglisverð í ljósi þess að Ísland og Noregur aðhyllast sömu skólastefnuna um ,,skóla án aðgreiningar“ en skv. henni eiga allir rétt á námi í almenna grunnskólanum. Hlutfallstölur í báðum löndum byggjast á að rúmlega 99% nemenda stunda nám í almennum skólum auk hinna (>1%) sem eru í sérskólum og sérdeildum. Hvað skýrir muninn á hlutfallslegum fjölda sem nýtur sérkennslu í þessum tveimur löndum? Eru einhver tengsl milli fjölda sérkennslunemenda og frammistöðu landa í PISA-könnunum?Sérkennsla – ólík viðmið Opinber hlutföll um nemendur sem njóta sérkennslu á Íslandi og í Noregi eru ósamanburðarhæf þar sem þau fela ekki í sér sömu viðmið. Á Íslandi felur sérkennsla í sér aðstoð við þrjá eftirtalda hópa nemenda:1. Nemendur sem hafa fengið formlega greiningu á námserfiðleikum sínum og eru í almenna skólakerfinu, í sérskólum og sérdeildum.2. Nemendur sem EKKI hafa fengið formlega greiningu á námserfiðleikum sínum. Í þessum hópi geta verið nemendur sem t.d. bíða greiningar eða eru taldir geta náð sér á strik með stuttu inngripi við nám eða hegðun.3. Nemendur sem læra íslensku sem annað móðurmál. Hlutfall nemenda í sérkennslu sem var rúmlega 28% á Íslandi skólaárið 2014-2015, er meðaltal úr átta landshlutum (hæst 32%, lægst 22%). Allir nemendur telja jafnt inn í 28% hlutfallið, hvort sem þeir fá margar eða fáar sérkennslustundir, hvort þær fara fram inni í bekk eða utan, í litlum hópi eða einstaklingslega. Í Noregi felur sérkennsluhlutfallið (8%) eingöngu í sér nemendur með formlegar greiningar (sjá 1. lið), oftast frá sálfræðiskrifstofum sveitarfélaganna. Þetta eru nemendur sem verst nýta námið af þeim 25% sem einnig eiga í erfiðleikum með það (Norges offentlege utgreiingar:2009:18). Undirritaðri er ókunnugt um hvernig skólar í Noregi mæta nemendum með námserfiðleika en ekki formlega greinda (sjá 2. lið). Mér er hins vegar kunnugt um að 7% norskra nemenda með annað móðurmál fengu kennslu í norsku sl. skólaár. Sú kennsla er ekki skilgreind sem sérkennsla (sjá 3. lið). Annað dæmi um ólíka skilgreiningu á sérkennslu og þar með ósamanburðarhæfa við bæði Ísland og Noreg er sú danska. Í Danmörku eru eingöngu þeir nemendur skráðir opinberlega í sérkennslu sem fá að lágmarki 13,5 sérkennslustundir á viku.Um tengsl milli sérkennslu og PISA-kannana Framangreint sýnir að samanburður milli landa á sérkennsluþörf nemenda út frá opinberum tölum getur verið bæði varasamur og villandi fyrir umræðuna s.s um tengsl milli hlutfalls nemenda í sérkennslu og árangurs í PISA. Tölur um hvort tveggja voru í viðtalinu við Hermund birtar með neikvæðum formerkjum. Hvernig ber þá að túlka góðan árangur í PISA-könnunum og hátt sérkennsluhlutfall eins og í Finnlandi og Garðabæ (mbl. 12.12. 2013)? Í fyrsta lagi ber að skoða það sem liggur á bak við sérkennsluhlutföll. Í öðru lagi getur hátt hlutfall sérkennslu verið jákvætt, þ.e. bent til að þjónusta við fjölbreyttan nemendahóp sé góð. Heimildir: 06spesialpedagogikk 2013:5; Nordisk forbund for specialpedagogikk; www.hagstofa.is; Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Í viðtali við dr. Hermund Sigurðsson í Fréttablaðinu 12. okt. sl. segir hann óeðlilegt að 28% íslenskra barna þurfi sérkennslu á móti 8% norskra. Í áhersluramma er 28% slegið fram með stóru letri ásamt hlutfallstölum sem sýndu slakt gengi íslenskra unglinga í stærðfræði og náttúrufræði í PISA-könnuninni árið 2012. Ólík hlutföll um sérkennslu eru athyglisverð í ljósi þess að Ísland og Noregur aðhyllast sömu skólastefnuna um ,,skóla án aðgreiningar“ en skv. henni eiga allir rétt á námi í almenna grunnskólanum. Hlutfallstölur í báðum löndum byggjast á að rúmlega 99% nemenda stunda nám í almennum skólum auk hinna (>1%) sem eru í sérskólum og sérdeildum. Hvað skýrir muninn á hlutfallslegum fjölda sem nýtur sérkennslu í þessum tveimur löndum? Eru einhver tengsl milli fjölda sérkennslunemenda og frammistöðu landa í PISA-könnunum?Sérkennsla – ólík viðmið Opinber hlutföll um nemendur sem njóta sérkennslu á Íslandi og í Noregi eru ósamanburðarhæf þar sem þau fela ekki í sér sömu viðmið. Á Íslandi felur sérkennsla í sér aðstoð við þrjá eftirtalda hópa nemenda:1. Nemendur sem hafa fengið formlega greiningu á námserfiðleikum sínum og eru í almenna skólakerfinu, í sérskólum og sérdeildum.2. Nemendur sem EKKI hafa fengið formlega greiningu á námserfiðleikum sínum. Í þessum hópi geta verið nemendur sem t.d. bíða greiningar eða eru taldir geta náð sér á strik með stuttu inngripi við nám eða hegðun.3. Nemendur sem læra íslensku sem annað móðurmál. Hlutfall nemenda í sérkennslu sem var rúmlega 28% á Íslandi skólaárið 2014-2015, er meðaltal úr átta landshlutum (hæst 32%, lægst 22%). Allir nemendur telja jafnt inn í 28% hlutfallið, hvort sem þeir fá margar eða fáar sérkennslustundir, hvort þær fara fram inni í bekk eða utan, í litlum hópi eða einstaklingslega. Í Noregi felur sérkennsluhlutfallið (8%) eingöngu í sér nemendur með formlegar greiningar (sjá 1. lið), oftast frá sálfræðiskrifstofum sveitarfélaganna. Þetta eru nemendur sem verst nýta námið af þeim 25% sem einnig eiga í erfiðleikum með það (Norges offentlege utgreiingar:2009:18). Undirritaðri er ókunnugt um hvernig skólar í Noregi mæta nemendum með námserfiðleika en ekki formlega greinda (sjá 2. lið). Mér er hins vegar kunnugt um að 7% norskra nemenda með annað móðurmál fengu kennslu í norsku sl. skólaár. Sú kennsla er ekki skilgreind sem sérkennsla (sjá 3. lið). Annað dæmi um ólíka skilgreiningu á sérkennslu og þar með ósamanburðarhæfa við bæði Ísland og Noreg er sú danska. Í Danmörku eru eingöngu þeir nemendur skráðir opinberlega í sérkennslu sem fá að lágmarki 13,5 sérkennslustundir á viku.Um tengsl milli sérkennslu og PISA-kannana Framangreint sýnir að samanburður milli landa á sérkennsluþörf nemenda út frá opinberum tölum getur verið bæði varasamur og villandi fyrir umræðuna s.s um tengsl milli hlutfalls nemenda í sérkennslu og árangurs í PISA. Tölur um hvort tveggja voru í viðtalinu við Hermund birtar með neikvæðum formerkjum. Hvernig ber þá að túlka góðan árangur í PISA-könnunum og hátt sérkennsluhlutfall eins og í Finnlandi og Garðabæ (mbl. 12.12. 2013)? Í fyrsta lagi ber að skoða það sem liggur á bak við sérkennsluhlutföll. Í öðru lagi getur hátt hlutfall sérkennslu verið jákvætt, þ.e. bent til að þjónusta við fjölbreyttan nemendahóp sé góð. Heimildir: 06spesialpedagogikk 2013:5; Nordisk forbund for specialpedagogikk; www.hagstofa.is;
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun