Toyota TS040 hellir uppá, ristar brauð og steikir egg Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2015 13:40 Toyota er í mun að sýna umheiminum hve mögnuð tækni býr að baki tvíorkubílum sínum svo þeir gerðu um það skemmtilegt og lýsandi myndskeið. Keppnisbíll Toyota í þolaksturskeppnum, TS040, hleður svo miklu rafmagni inná rafgeyma sína við hemlun í einum hring á Le Mans brautinni að það dugar til að hella uppá 171 bolla að kaffi, rista 83 brauðsneiðar og steikja 58 egg og bjóða svo öllum í morgunmat. Í myndskeiðinu hér að ofan er svo látið líta út að rafmagnið sem þarf við eldamennskuna komi frá rafhlöðum bílsins, en ekki er nú víst að svo sé, en skilaboðin eru þó hin sömu. Orkan sem hleðst inná rafgeyma bílsins á einum hring í Le Mans brautinni er svona mikil og útreiknuð af Toyota dugar hún til þessarar eldamennsku. Myndskeiðið er að minnsta kosti áhrifamikið og útskýrandi. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent
Toyota er í mun að sýna umheiminum hve mögnuð tækni býr að baki tvíorkubílum sínum svo þeir gerðu um það skemmtilegt og lýsandi myndskeið. Keppnisbíll Toyota í þolaksturskeppnum, TS040, hleður svo miklu rafmagni inná rafgeyma sína við hemlun í einum hring á Le Mans brautinni að það dugar til að hella uppá 171 bolla að kaffi, rista 83 brauðsneiðar og steikja 58 egg og bjóða svo öllum í morgunmat. Í myndskeiðinu hér að ofan er svo látið líta út að rafmagnið sem þarf við eldamennskuna komi frá rafhlöðum bílsins, en ekki er nú víst að svo sé, en skilaboðin eru þó hin sömu. Orkan sem hleðst inná rafgeyma bílsins á einum hring í Le Mans brautinni er svona mikil og útreiknuð af Toyota dugar hún til þessarar eldamennsku. Myndskeiðið er að minnsta kosti áhrifamikið og útskýrandi.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent