Handbolti

Veðmálafyrirtæki búið að borga út til þeirra sem veðjuðu á gull hjá Aroni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. Vísir/Getty
Danska handboltaliðið KIF Kolding frá Kaupmannahöfn er með pálmann i höndunum í baráttunni um danska meistaratitilinn eftir sex marka sigur í fyrri leiknum á móti Skjern sem fram fór í Herning.

Aron Kristjánsson stýrði sínum mönnum til 30-24 sigur á heimavelli sinna gömlu lærisveina í Skjern og seinni leikurinn fer síðan fram á sunnudagskvöldið.

KIF Kolding var 15-11 yfir í hálfleik og var með átta marka forystu, 30-22, fjórum mínútum fyrir leikslok. Skjern skoraði tvö síðustu mörk leiksins en munurinn var samt sex mörk.

Danska veðmálafyrirtækið Bet25 er svo visst um sigur KIF Kolding að menn þar á bæ eru byrjaðir að borga út vinninga til þeirra sem settu pening á sigur KIF Kolding. Það lið verður danskur meistari sem hefur betur samanlagt út úr þessum tveimur leikjum.

„KIF Kolding er bara of sterkt lið og við trúum ekki á kraftaverk í Bröndby. Við höfum því ákveðið að borga út til þessa sem veðjuðu á sigur KIF Kolding ," sagði Morten Olsen, yfirmaður Bet25 í viðtali við hbold.dk.

Aron og lærisveinar hann eru með níu fingur á gullinu en íslenski landsliðsþjálfarinn getur kvatt félagið á sunnudaginn með því að vinna titilinn annað árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×